Bandarískur frumkvöðull fjárfestir í íslenskri tónlist Scott Blum, bandarískur frumkvöðull, hefur stofnað FOUND, útgáfufyrirtæki tileinkað íslenskri tónlist. Íslenskt tónlistarfólk er nú þegar komið á mála hjá útgáfufyrirtækinu. Frumkvöðullinn fékk hugmyndina þegar hann var í fríi hér á landi um sumarið í fyrra. Viðskipti innlent 30. maí 2023 15:06
Söngvari Rammstein sakaður um byrlun Kona að nafni Shelby Lynn hefur sakað Till Lindemann, söngvara þýsku þungarokkshljómsveitarinnar Rammstein, um byrlun. Í yfirlýsingu hljómsveitarinnar er ásökununum hafnað. Erlent 30. maí 2023 11:02
Súkkulaðierfingi sem saknar ekki áfengisins „Ég vaknaði bara einn daginn eftir djamm og það var eins og einhver hafi komið inn í svefnherbergið til mín í draumi eða eitthvað og sagt mér að hætta að drekka,“ segir tónlistarmaðurinn Patrik Atlason sem sagði skilið við áfengi fyrir um ári síðan. Lífið 29. maí 2023 21:00
Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. Tónlist 27. maí 2023 17:01
Aflýsir öllum tónleikum vegna taugasjúkdómsins Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur aflýst öllum tónleikum sínum vegna ólæknandi taugasjúkdóms sem hún er með. Um er að ræða sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast á ensku stiff person syndrome. Dion segist þó ekki ætla að gefast upp, hún hlakki til að koma fram aftur á ný. Lífið 27. maí 2023 11:23
Pink Floyd stjarna til rannsóknar vegna búnings Lögreglan í Þýskalandi hefur opnað sakamálarannsókn á breska tónlistarmanninum Roger Waters, fyrrverandi meðlim hljómsveitarinnar Pink Floyd. Er honum gefið að sök að hafa klæðst búning á sviði sem minnir á einkennisbúning nasista. Erlent 27. maí 2023 09:27
Loreen á Íslandi Sænska Eurovision ofurstjarnan Loreen er á Íslandi. Hún er hér á landi vegna samstarfs síns við íslenska tónlistarmanninn Ólaf Arnalds. Lífið 26. maí 2023 13:56
Íslenskir Tinu-unnendur syrgja rokkdrottninguna Rokksöngkonan Tina Turner, sem lést í gær, á sér marga syrgjendur á Íslandi. „Það mun aldrei neinn koma í staðinn fyrir Tinu Turner,“ segir Ragnar Erling Hermannsson, stóraðdáandi hennar, sem iðulega er kallaður Raggi Turner. Lífið 25. maí 2023 20:00
Jóhanna Guðrún og dóttir hennar sameina krafta sína Ástsæla tónlistarkonan Jóhanna Guðrún var að senda frá sér lag og tónlistarmyndband ásamt glænýrri söngkonu sem heitir Margrét, er sjö ára gömul og er jafnframt dóttir Jóhönnu. Lagið ber heitið Best í heimi og er tónlistarmyndbandið frumsýnt í pistlinum hér fyrir neðan. Blaðamaður tók púlsinn á Jóhönnu Guðrúnu og fékk að heyra nánar frá. Tónlist 25. maí 2023 11:12
Útiloka að ABBA komi saman á Eurovision 2024 Sænsku tónlistarmennirnir Björn Ulvaeus og Benny Andersson hafa útilokað að hljómsveitin ABBA komi aftur saman þegar Eurovision fer fram í Svíþjóð í maí á næsta ári. Þá verða fimmtíu ár liðin frá því að ABBA vann Eurovision með lagi sínu Waterloo. Lífið 25. maí 2023 08:32
Keyptu 2.700 fermetra hús Tónlistarstjörnuparið Jay Z og Beyoncé eru sögð hafa keypt rúmlega 2.700 fermetra hús í borginni Malibu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. Þá eru þau sögð hafa fengið húsið á góðu verði, það er að segja miðað við verðmiðann sem var settur á það. Lífið 24. maí 2023 21:55
Tina Turner látin: „Heimurinn hefur misst tónlistargoðsögn“ Söngkonan Tina Turner er látin, 83 ára að aldri, að því fram kemur í yfirlýsingu frá talsmanni hennar. Lífið 24. maí 2023 18:39
Settu allan peninginn í tónlistarmyndbandið Theódór Pálsson, sem gengur undir listamannsnafninu Theó Paula, gaf nýverið út sitt fyrsta tónlistarmyndband við lagið Devil never Killed. Lífið 24. maí 2023 16:16
Lára Sóley áfram framkvæmdastjóri Sinfó Stjórn Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur ákveðið að endurráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hún hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra frá sumri 2019 en ráðið er í stöðuna til fjögurra ára í senn. Menning 24. maí 2023 14:02
Birgir Steinn og Rakel eiga von á barni Birgir Steinn Stefánsson, tónlistarmaður og flugþjónn, og unnusta hans Rakel Sigurðardóttir eiga von á sínu fyrsta barni. Lífið 23. maí 2023 17:13
Sveitarstjórn Múlaþings ekki á móti þjóðsöngnum Sveitarstjórn Múlaþings er ekki á móti því að þjóðsöngurinn sé sunginn á 17. júní að sögn Berglindar Hörpu Svavarsdóttur, formanns byggðarráðs. Tillaga um að söngurinn yrði fluttur hafi hins vegar ekki átt neitt erindi inn í umræðu um fjárveitingar. Innlent 23. maí 2023 12:09
Fiðlubogasnillingar tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs Fiðluleikarinn Elfa Rún Kristinsdóttir og hljómsveitin Sigur Rós eru tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Tilkynnt verður um verðlaunahafann í Ósló þann 31. október. Þetta kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Lífið 23. maí 2023 10:41
Kristján Jóhannsson hefur háð harða baráttu við krabbamein Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur. Innlent 23. maí 2023 09:02
Fertugur Bent skálaði við foss og naut í Hvammsvík Ágúst Bent rappari fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi á flakki um suðvesturhornið í gær. Vinir hans sungu Stuðmannalag honum til heiðurs við Þórufoss. Lífið 22. maí 2023 13:00
Tekur við kjuðunum í Foo Fighters Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær. Lífið 22. maí 2023 11:58
Fjallar um þessa löngun til að finna sína leið Tónlistarkonurnar og vinkonurnar ЯÚN og RAVEN eða Guðrún Ólafsdóttir og Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir sendu frá sér lagið Handan við hafið fyrr í maí mánuði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Tónlist 20. maí 2023 17:01
Allt til alls í eina „djassþorpi“ landsins Búið er að umbreyta Garðatorgi í Garðabæ í djassþorp. Þar munu margir af hæfileikaríkustu tónlistarmönnum landsins spila ljúfa tjóna fyrir gesti og gangandi. Lífið 19. maí 2023 23:24
Forsetinn tók lagið með Helga Björns Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir í gær og greip í míkrafóninn ásamt Helga Björns á Úlfarsfelli í grenjandi rigningu og roki. Lagið sem varð fyrir valinu var „Vertu þú sjálfur“. Lífið 19. maí 2023 18:27
Bassaleikari The Smiths er látinn Andy Rourke, bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, er látinn, 59 ára að aldri. Lífið 19. maí 2023 07:40
Nýr staðarhljómsveitarstjóri Sinfó er 22 ára Bresk-finnski hljómsveitarstjórinn Ross Jamie Collins hefur verið ráðinn staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands starfsárið 2023-24. Collins verður 22 ára á þessu ári. Menning 18. maí 2023 13:16
Heiðra minningu Njalla með tónleikum Næstkomandi laugardag munu þrjár af vinsælustu sveitaballahljómsveitum landsins, Vinir vors og blóma, Land og synir og Sóldögg stíga á stokk í Háskólabíói og heiðra minningu hljómborðsleikara síns og vinar Njáls Þórðarsonar. Lífið 18. maí 2023 09:00
Heitustu sumartrendin í ár Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. Lífið 18. maí 2023 07:01
Billie Eilish orðin einhleyp á ný Poppstjarnan Billie Eilish og rokkarinn Jesse Rutherford, söngvari The Neighbourhood, eru hætt saman eftir sjö mánaða samband. Framhjáhald ku ekki vera ástæðan. Lífið 17. maí 2023 19:54
Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. Lífið 17. maí 2023 15:01
Hver vinnur keppnina um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu? Kosning um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu hófst á Vísi í síðustu viku. Lífið samstarf 17. maí 2023 13:13