Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Extreme Chill í fjórða sinn

Íslenska raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival – Undir jökli verður haldin í fjórða sinn helgina 12.-14. júlí á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls. Í ár koma um tuttugu íslenskir tónlistarmenn fram, auk fjögurra erlendra tónlistarmanna.

Tónlist
Fréttamynd

Plötusalan aukaatriði

Marcus Mumford úr hljómsveitinni vinsælu Mumford & Sons segir að plötusala skipti sveitina ekkert alltof miklu máli. „Við höfum beðið umboðsmanninn okkar um að láta okkur ekki vita hvernig plötusalan gengur. Við vitum vel hvernig miðasalan er á tónleikana okkar, vegna þess að við elskum að spila á tónleikum. Plötusala skiptir okkur í raun minna máli,“ sagði Mumford en plötur sveitarinnar hafa selst í milljónum eintaka.

Tónlist
Fréttamynd

Nýdönsk með árlega tónleika

"Eftir 25 ára afmælistónleikana í fyrra helltist yfir okkur löngun til að gera þetta aftur að ári. Þetta var svo einstök upplifun“, segir Jón Ólafsson, meðlimur í hljómsveitinni Nýdönsk. Hljómsveitin hefur nú ákveðið að blása til tónleika í Eldborgarsal Hörpunnar 21. september og er stefnan að stórtónleikar með sveitinni verði árlegur viðburður héðan í frá.

Tónlist
Fréttamynd

Forsala hafin á Sónar

Í dag hefst forsala á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fer fram dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Takmarkað magn miða verður í sölu á sérstöku verði, en þriggja daga miðar verða á 12.900. Fullt verð á hátíðina er 16.900 fyrir alla þrjá dagana. Hátíðin vakti mikla lukku er hún var haldin í fyrsta sinn hér á landi í byrjun árs. Icelandair hefur hafið sölu á sérstökum pakkaferðum á hátíðina. Fyrstu listamennirnir verða kynntir í maí en umfang hátíðarinnar verður stærra en síðast þar sem spilað verður á sex sviðum í Hörpu.

Tónlist
Fréttamynd

Þjálfari með útvarpsþætti um íslenska tónlist

"Ég er algert tónlistarnörd, þetta kemur í staðinn fyrir golfið hjá mér,“ segir Gunnlaugur Jónsson knattspyrnuþjálfari, sem síðustu mánuði hefur verið að undirbúa útvarpsþætti um íslenska tónlist sem nefnast Árið er… íslensk dægurlagasaga í tali og tónum.

Tónlist
Fréttamynd

Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda

Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir.

Tónlist
Fréttamynd

Hefur lengi dreymt um þennan samning

Dísa Jakobsdóttir vekur athygli með nýju lagi sínu, Sun. Lagið er innblásið af LoveStar eftir Andra Snæ Magnason. Dísa skrifaði nýlega undir samning við danska útgáfufyrirtækið Tigerspring, þar sem hennar uppáhaldssveitir eru fyrir.

Tónlist
Fréttamynd

Zola Jesus á Airwaves

Fjöldi listamanna hefur bæst við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem verður haldin í fimmtánda sinn í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrsta platan tilbúin

Fyrsta plata Robert the Roommate, sem er samnefnd hljómsveitinni, kemur út í dag. Öll lögin eru frumsamin og má helst lýsa tónlistinni sem þjóðlagaskotinni popp- og rokktónlist undir áhrifum frá Led Zeppelin, Fleet Foxes og fleiri böndum.

Tónlist
Fréttamynd

Tribute-tónleikar nýjasta æðið á Íslandi

"Þessi tribute kvöld hafa alveg slegið í gegn hjá okkur og hafa verið þau mest sóttu að undanförnu, fyrir utan stærstu nöfnin í tónlistinni í dag. Skálmöld fyllir auðvitað alltaf húsið og Retro Stefson líka, til að nefna dæmi, en þessi kvöld hafa oft komist mjög nálægt þeim í aðsóknartölum,“ segir Eiríkur Rósberg Eiríksson á Gamla Gauknum.

Tónlist
Fréttamynd

Jakobínarínumenn snúa aftur

Fyrrum meðlimir Jakobínarínu hafa stofnað nýja hljómsveit, Grísalappalísu. Hér er hægt að heyra fyrsta lag sveitarinnar, Lóan er komin.

Tónlist
Fréttamynd

Engar málamiðlanir

Sænski elektródúettinn The Knife gefur út sína fyrstu plötu í sjö ár, Shaking the Habitual, eftir helgi. Tónlistaráhugamenn hafa margir hverjir beðið hennar með mikilli eftirvæntingu, enda hlaut sú síðasta, Silent Shout, frábæra dóma og vefsíðan Pitchfork setti hana í efsta sæti yfir plötur ársins 2006.

Tónlist
Fréttamynd

Sólþurrkuð sixtísáhrif

Eitt af því sem Hróarskeldufarar þessa árs verða sviknir um eru tónleikar með Kaliforníu-dúóinu Foxygen og líklegt að einhver hluti téðs tónlistaráhugafólks hafi rekið upp harmakvein þegar eftirfarandi fréttatilkynning barst frá bandinu í vikunni.

Tónlist