Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Markaðsfræðingurinn og tískuáhugakonan Sigríður Margrét Ágústsdóttir er full innblæstri eftir tískuvikuna í Kaupmannahöfn. Þar tók hún meðal annars þátt í sýningu 66 norður og tók púlsinn á stefnu og straumum tískunnar. Tíska og hönnun 5.2.2025 20:03
Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Þessa dagana standa yfir húsgagnadagar hjá JYSK þar sem öll húsgögn eru á 20-40% afslætti. Húsgagnadögum hjá JYSK hefur verið tekið afar vel síðustu ár og er árið í ár engin undantekning. Lífið samstarf 5.2.2025 11:32
Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Alþingi var sett í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni í kjölfar eftirminnilegra kosninga 2024. Margir nýir þingmenn mæta til leiks í fyrsta sinn og má skynja eftirvæntingu í loftinu. Eftirfarandi spurning brennur eflaust á einhverjum lesendum: Hverjir klæddust hverju? Tíska og hönnun 4.2.2025 16:18
Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Plötusnúðurinn, blaða- og sjónvarpsstjarnan Dóra Júlía er nýgift Báru Guðmundsdóttir sem er meistaranemi sálfræði. Þær búa saman í hlíðunum í Reykjavík. Lífið 30. janúar 2025 14:01
Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Merki sem þykir sína Sjálfstæðisfálkann í nútímalegri útgáfu var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem tilkynnti áðan að hún hygðist gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Lífið 26. janúar 2025 15:23
Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fallegustu bækur í heimi má nú finna í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ en þar opnaði sýning þar sem þær má finna síðdegis. Lífið 23. janúar 2025 20:38
Risa endurkoma eftir áratug í dvala Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action. Lífið 20. janúar 2025 16:30
Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Arkitekt og verkstjóri á Vatnsstíg, þar sem nýtt hótel og íbúðarhús hafa gjörbreytt ásýnd götunnar, segja verkið eitt það allra erfiðasta sem þeir hafa ráðist í á ferlinum. Skipulag á reitnum hafi reynst afar flókið - og ekki má heldur gleyma mannlega þættinum. Lífið 17. janúar 2025 10:31
Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Athafnakonan og áhrifavaldurinn Tanja Ýr sem á von á sínu fyrsta barni hefur gaman að því að klæða sig skemmtilega upp á meðgöngunni. Tanja, sem er sannkölluð ofurskvísa, hefur óspart rokkað glæsileg meðgöngu „lúkk“ undanfarna mánuði þar sem hún leikur sér með þrönga kjóla, samfestinga og magaboli svo eitthvað sé nefnt. Tíska og hönnun 17. janúar 2025 07:02
„Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. Atvinnulíf 13. janúar 2025 07:01
Heitustu trendin árið 2025 Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum. Lífið 10. janúar 2025 07:02
Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, jafnan þekktur sem Prettyboitjokkó, er á skíðum í í Selva á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni og kærustunni, Friðþóru Sigurjónsdóttur. Tíska og hönnun 9. janúar 2025 16:13
Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Það var mikið um litadýrð á rauða dreglinum í gær þegar stórstjörnur heimsins komu saman á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Hollywood. Tískuunnendur fylgdust spenntir með fatavali stjarnanna sem fellur auðvitað alltaf mis vel í kramið en það var ekki laust við að tískustraumar frá árinu 2010 hafi gert vart við sig. Tíska og hönnun 6. janúar 2025 11:31
Halla í peysufötum langömmu sinnar Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist peysufötum af langömmu sinni Guðbjörgu Magnúsdóttur þegar hún ávarpaði þjóðina á nýársdag. Amma hennar var strandakona og var ávallt kölluð Gugga. Tíska og hönnun 3. janúar 2025 12:59
Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið. Lífið 22. desember 2024 23:31
Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Húsgagnaverslunin Signature er flutt í nýjan og glæsilegan sýningarsal að Stekkjarbakka 6 þar sem Garðheimar voru til húsa. Þar sameinast spennandi nýjungar í hönnun og vinsælar vörur sem hafa skapað versluninni sérstöðu. Lífið samstarf 19. desember 2024 10:10
Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Vöruleitin Já.is er stórsniðug leitarvél til að finna hina fullkomnu gjöf. Um áttahundruð innlendar vefverslanir eru inni í leitinni og í kringum tvær milljónir vara en Edda Ólafsdóttir hjá Já.is. hefur auðveldað okkur lífið með því að taka saman hugmyndalista. Lífið samstarf 19. desember 2024 08:50
Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Löngum hefur verið hefð að klæða sig upp á aðfangadag og ýta þjóðsögur um jólaköttinn undir mikilvægi þess. Lífið á Vísi ræddi við nokkra tískuspegúlanta um eftirminnileg jólaklæði og hvaða föt verða fyrir valinu í ár. Virðist rauði þráðurinn vera að þeir sæki meira í þægindin nú en áður. Tíska og hönnun 19. desember 2024 07:02
Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum. Innlent 18. desember 2024 23:41
Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Vöruleitin Já.is er stórsniðug leitarvél til að finna hina fullkomnu gjöf. Yfir tvær milljónir vara eru inni í Vöruleitinni en hér er búið að taka saman aðgengilegan lista. Lífið samstarf 18. desember 2024 11:53
Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. Lífið 17. desember 2024 21:07
Bestu vinkonur sameinast í listinni Vinkonurnar og listakonurnar Hulda Katarína og Helena Reynis ákváðu fyrr í vetur að sameina krafta sína og setja upp sýninguna Tabi-Sabi þar sem þær sækja innblástur í japanska hugmyndafræði. Þær opnuðu með pomp og prakt í Klei Atelier, Baldursgötu 36. Menning 17. desember 2024 16:00
Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Það var líf og fjör í versluninni Húrra í gærkvöldi þegar hönnuðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Pedro frumsýndi nýja vörumerkið sitt Lopedro. Tíska og hönnun 17. desember 2024 12:01
Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Samfélagsmiðlastjórinn Jón Breki Jónasson lifir og hrærist í heimi tískunnar og hefur brennandi áhuga fyrir henni. Hann fagnaði tvítugsafmæli sínu með glæsilegri og litríkri veislu í Höfuðstöðinni á laugardagskvöld og skein skært í klæðaburði sem hann lagði allt í. Tíska og hönnun 16. desember 2024 17:02