Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna. Körfubolti 7. apríl 2010 15:30
Fögnuður KR-stúlkna - myndir KR varð Íslandsmeistari í Iceland Express-deild kvenna í gær eftir spennuþrunginn oddaleik í DHL-höllinni. Körfubolti 7. apríl 2010 10:25
Kristrún: Stolt í svona liði „Það er ekki hægt að segja neitt annað en maður er stoltur að vera í svona liði. Þetta voru flottir leikir og flottar viðureignir á móti Keflavík en við vorum bara óheppnar að þetta datt ekki með okkur í dag," sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars, eftir tap gegn KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 6. apríl 2010 22:55
Unnur Tara: Betra liðið tók þetta að lokum „Þetta er ólýsanlegt. Ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í þriðja leikhluta og æðislegt að klára þetta dæmi hér í kvöld," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Körfubolti 6. apríl 2010 22:50
Umfjöllun: KR-stúlkur meistarar eftir sigur í oddaleik KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Körfubolti 6. apríl 2010 20:58
Julia Demirer og Unnur Tara efstar eftir fyrstu fjóra leikina KR og Hamar leika í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni þegar oddaleikur liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Frostaskjóli og hefst klukkan 19.15. Körfubolti 6. apríl 2010 13:44
Ágúst: Besti körfuboltaleikurinn í úrslitaeinvíginu Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ánægður eftir 81-75 sigur sinna stelpna í fjórða leik úrslitaeinvígisins á móti með KR í Hveragerði í gær en með honum tryggði Hamarsliðið sér oddaleik. Körfubolti 4. apríl 2010 10:00
Benedikt: Menn gleyma því oft hvað þetta Hamarslið er hrikalega gott Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tókst ekki að gera kvennalið að Íslandsmeisturum í Hveragerði í gær en KR-liðið fær annan möguleika á því í oddaleik á þriðjudaginn sem fram fer í DHL-höllinni. Körfubolti 4. apríl 2010 09:00
Íris: Ekki alveg tilbúnar að fara í sumarfrí strax Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði Hamars, brosti út að eyrum eftir 81-75 sigur á KR í Hveragerði í dag en Hamar náði þar með að jafna úrslitaeinvígið í 2-2 og tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 3. apríl 2010 21:00
Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 3. apríl 2010 20:16
Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - myndasyrpa Það verður oddaleikur um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir 81-75 sigur Hamar á KR í frábærum fjórða leik í Hveragerði í dag. Körfubolti 3. apríl 2010 19:30
Hildur: Villuvandræðin slógu okkur út af laginu KR-konum tókst ekki að verða Íslandsmeistarar í Hveragerði og liðsins bíður nú oddaleikur á heimavelli í þriðjudaginn. Hildur Sigurðardóttir lék vel í dag og var með 18 stig og 7 stoðsendingar. Körfubolti 3. apríl 2010 18:24
Julia Demirer: Vitum að við erum sterkari í jöfnu leikjunum „Ég er alveg dofinn í hnénu en ég finn hvort sem ekkert til þegar við vinnum," sagði Hamarskonan Julia Demirer, eftir 81-75 sigur Hamars á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag. Körfubolti 3. apríl 2010 18:11
Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - unnu KR 81-75 Hamar tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir 81-75 sigur í fjórða leiknum við KR sem fram fór í Hveragerði í dag. Oddaleikurinn verður í DHl-höllinni á þriðjudaginn. Körfubolti 3. apríl 2010 17:35
Unnur Tara aðeins einu stigi frá stigameti Íslendings KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábæran leik í 83-61 sigri KR á Hamar í DHL-höllinni í gær í þriðja leik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Unnur Tara skoraði 33 stig í leiknum og hitti úr 13 af 19 skotum sínum sem er mögnuð skotnýting í svona mikilvægum leik. Körfubolti 1. apríl 2010 14:00
Ágúst: Við þekkjum þessa stöðu KR getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna á laugardag. Liðið vann í kvöld Hamar örugglega og er komið í 2-1 forystu í einvíginu. Körfubolti 31. mars 2010 21:25
Benedikt: Bættum vörnina í seinni hálfleik Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, er ekki byrjaður að fagna þó liðið sé komið í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KR vann Hamar örugglega í kvöld og er komið í 2-1 í einvíginu. Körfubolti 31. mars 2010 21:19
Umfjöllun: Kvennalið KR einum sigri frá titlinum KR vann í kvöld Hamar 83-61 í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Staðan í einvíginu er orðin 2-1 fyrir Vesturbæjarliðið. Körfubolti 31. mars 2010 20:46
Sagan segir að sigurvegarinn í DHL-höllinni í kvöld verði meistari KR og Hamar mætast í kvöld þriðja leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga og hefst klukkan 19.15. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að útiliðin hafa unnið tvo fyrstu leikina og skipts á því að rústa hvoru öðru í frákastabaráttunni. Körfubolti 31. mars 2010 14:45
Benedikt til í að spila fimmta leikinn í Hveragerði KR-konur hafa sýnt að þær kunna vel við sig í blómabænum þar sem þær eru ósigraðar í vetur og það breyttist ekki í kvöld. Liðið vann Hamar örugglega og jafnaði metin í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í 1-1. Körfubolti 29. mars 2010 21:23
Ágúst: Liðið sem vildi þetta meira vann í dag Kvennalið KR vann öruggan sigur í Hveragerði í kvöld og hefur því jafnað metin í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn 1-1. Körfubolti 29. mars 2010 21:12
KR-konur unnu sannfærandi sigur í Hveragerði og jöfnuðu einvígið KR-konur unnu til baka heimavallarréttinn með sannfærandi tólf stiga sigri á Hamar, 69-81 í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í kvöld. Staðan er þar með 1-1 í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Körfubolti 29. mars 2010 18:11
KR-konur ósigraðar í Hveragerði í vetur - leikur tvö í kvöld KR-konur mæta til Hveragerðis í kvöld þar sem annar leikur Hamars og KR fer fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er búist við góðri mætingu á leikinn. Körfubolti 29. mars 2010 17:30
Hamarskonur skoruðu 92 stig í DHL-höllinni - myndasyrpa Hamar er komið í frábæra stöðu í úrslitaeinvíginu á móti KR eftir sannfærandi þrettán stiga sigur á deildarmeisturunum, 92-79, í DHL-höllinni í gær. Körfubolti 27. mars 2010 10:00
Sigrún: Vörnin og liðsheildin skiluðu þessum sigri Sigrún Ámundadóttir lék vel fyrir Hamarsliðið í kvöld í 92-79 sigri á hennar gömlu félögum í KR-liðinu í fyrsta úrslitaleik KR og Hamars um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 26. mars 2010 23:15
Ágúst: Við erum með marga leikmenn sem geta skorað Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var að sjálfsögðu ánægður með öruggan þrettán stiga sigur á heimavelli deildarmeistaranna í KR í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Körfubolti 26. mars 2010 22:34
Kristrún: KR kemur ekki aftur svona í næsta leik Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik í DHL-höllinni í kvöld þegar Hamar vann 92-79 sigur á KR í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Körfubolti 26. mars 2010 22:29
Hamar vann deildarmeistara KR örugglega í DHL-höllinni Hamar vann þrettán stiga sigur á deildarmeisturum KR, 92-79, í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en spilaði var í DHl-höllinni, heimavelli KR. Kristrún Sigurjónsdóttir átti frábæran leik með Hamar, skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. Körfubolti 26. mars 2010 17:26
Fimmtu lokaúrslitin í röð hjá Margréti Köru og Sigrúnu KR og Hamar spila í kvöld fyrsta leikinn sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfuboltanum. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHl-höll þeirra KR-inga en tveir leikmenn þekkja fátt annað en að vera í þessari stöðu á vorin. Körfubolti 26. mars 2010 16:30
Hamarskonur í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sögu félagsins Hamarskonur tryggði sér sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna eftir 93-81 sigur á Keflavík í hreinum úrslitaleik liðanna í Hveragerði en þetta var fimmti leikur liðanna í undanúrslitum. Keflavík var 2-1 yfir í einvíginu en Hamar tryggði sér sigur með sigur í tveimur síðustu leikjunum. Körfubolti 23. mars 2010 20:02
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti