Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Njarðvík 56-74 | Njarðvík leiðir 2-0 Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 7. apríl 2012 15:30 Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleiknum en leikurinn var allan tímann virkilega spennandi. Shanae Baker-Brice, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum í fyrri hálfleiknum og gerði 15 stig eða tæplega helmingur allra stiga Njarðvíkinga í hálfleiknum. Þegar leið á hálfleikinn komust Haukar meira og meira í takt við leikinn og aðeins munaði einu stigi á liðunum þegar stelpurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleiknum var í raun aðeins eitt lið inná vellinum og það voru gestirnir frá Njarðvík. Shanae Baker-Brice stjórnaði leiknum eins og herforingi og Lele Hardy átti gjörsamlega frákastabaráttuna undir körfunni. Hardy tók 20 fráköst í leiknum auk þess sem hún skoraði 18 stig. Baker-Brice gerði 27 stig fyrir Njarðvík í leiknum. Njarðvík vann að lokum 18 stiga sigur 74-56 og eru komnar með átta putta á titilinn en leikur þrjú fer fram næstkomandi miðvikudag í Njarðvík.Sverrir: Þetta er alls ekki komið hjá okkur„Það er flott að vera komnar í 2-0 en þetta er samt sem áður engan vegið búið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Það þarf að vinna þrjá leiki og við megum alls ekki fara fagna þessum titli of snemma. Lið hafa oft brennt sig á því að halda að einvígi séu búinn þegar þú kemst í 2-0, þannig hugsunarháttur má ekki koma upp hjá okkur." „Þegar maður er komin svona langt í úrslitakeppni og er að berjast við eins sterkt lið og Haukar eru þá er ekkert gefins. Við verðum að mæta alveg 100% í næsta leik í Njarðvík." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverri hér að ofan.Bjarni: Þurfum að hafa trú á því að þetta sé hægt„Þetta er ekki staðan sem við ætluðum að koma okkur í dag," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við getum bara sjálfum okkur um kennt og engum öðrum. Við vorum auðvita að spila á móti hörku liði en mér finnst við eiga mun meira inni en þetta." „Við þurfum fyrst og fremst að bæta hugarfarið hjá okkur. Liðið verður að hafa trú á því sem það er að gera. Við erum varla sáttar með það eitt að hafa komist í úrslit." „Við eigum eftir að mæta grimmar í næsta leik í Njarðvík og við erum staðráðnar í því að spila annan leik í þessu húsi."Hægt er að sjá viðtalið með því að ýta hér.Hér að neðan má lesa textalýsinguna sem var á meðan leik stóð.Fyrir leik: Það er allt klárt hér í Hafnafirðinum og leikurinn við það að hefjast.1. leikhluti: Heimastúlkur eru ákveðnari til að byrja með og leiða 9-7.1. leikhluti: Njarðvíkurstúlkur eru komnar af stað og hafa tekið völdin á vellinum. Staðan er 17-12 fyrir þeim grænu.2. leikhluti: Virkilega spennandi leikur hér í Hafnafirðinum en staðan er 24-22 fyrir Njarðvíkurstúlkur.2.leikhluti: Shanae Baker-Brice hefur farið mikinn fyrir gestina til að byrja með og hefur skoraði 12 stig. Staðan er 26-22 fyrir Njarðvík.2. leikhluti: Jafnt á öllum tölum en Haukastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Hálfleikur og staðan er 31-30 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Haukar byrja síðari hálfleikinn vel og hafa eins stig forystu 36-35. Boltinn er farinn að ganga betur á milli leikmanna og þær þurfa hafa minna fyrir hverju stigi.3. leikhluti: Heimastúlkur hafa enn eins stigs forystu 40-39 en það er nokkuð ljóst að þessi leikur verður jafn til enda.3. leikhluti: Ingibjörg Vilbergsdóttir var að setja niður risa þrist fyrir Njarðvík og kemur gestunum fimm stigum yfir 47-42. Þriðja leikhlutanum er að ljúka.3. leikhluti: Staðan er 47-44 fyrir Njarðvík eftir þrjá leikhluta. Spennan verður svakaleg í þeim fjórða.4. leikhluti: Fínt áhlaup hjá Haukum og þær eru komnar yfir 50-49.4. leikhluti: Það varði ekki lengi hjá Haukum. Njarðvík er komið yfir á ný 53-50 og fimm mínútur eftir.4. leikhluti: Það er spurning hvort Njarðvík sé að klára leikinn núna. Staðan er 58-50 og fjórar mínútur eftir. Það gengur lítið upp hjá heimastúlkum þessa stundina.4. leikhluti: Petrúnella Skúla var að negla niður þristi fyrir Njarðvík. Staðan er 63-53, þetta verður erfitt fyrir heimastúlkur héðan af. 3 mínútur eftir.4. leikhluti: Þetta er búið. Staðan er 65-53 fyrir Njarðvík og ein og hálf mínútu eftir af leiknum. Leik lokið: Njarðvík er komið í 2-0 í einvíginu og þurfa því aðeins ein sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með 74-56 sigri Njarðvíkinga. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Njarðvík vann öruggan sigur, 74-56, á Haukum í öðrum leik liðana um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og leiða því einvígið 2-0. Njarðvíkingar voru sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleiknum en leikurinn var allan tímann virkilega spennandi. Shanae Baker-Brice, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum í fyrri hálfleiknum og gerði 15 stig eða tæplega helmingur allra stiga Njarðvíkinga í hálfleiknum. Þegar leið á hálfleikinn komust Haukar meira og meira í takt við leikinn og aðeins munaði einu stigi á liðunum þegar stelpurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleiknum var í raun aðeins eitt lið inná vellinum og það voru gestirnir frá Njarðvík. Shanae Baker-Brice stjórnaði leiknum eins og herforingi og Lele Hardy átti gjörsamlega frákastabaráttuna undir körfunni. Hardy tók 20 fráköst í leiknum auk þess sem hún skoraði 18 stig. Baker-Brice gerði 27 stig fyrir Njarðvík í leiknum. Njarðvík vann að lokum 18 stiga sigur 74-56 og eru komnar með átta putta á titilinn en leikur þrjú fer fram næstkomandi miðvikudag í Njarðvík.Sverrir: Þetta er alls ekki komið hjá okkur„Það er flott að vera komnar í 2-0 en þetta er samt sem áður engan vegið búið," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn í dag. „Það þarf að vinna þrjá leiki og við megum alls ekki fara fagna þessum titli of snemma. Lið hafa oft brennt sig á því að halda að einvígi séu búinn þegar þú kemst í 2-0, þannig hugsunarháttur má ekki koma upp hjá okkur." „Þegar maður er komin svona langt í úrslitakeppni og er að berjast við eins sterkt lið og Haukar eru þá er ekkert gefins. Við verðum að mæta alveg 100% í næsta leik í Njarðvík." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Sverri hér að ofan.Bjarni: Þurfum að hafa trú á því að þetta sé hægt„Þetta er ekki staðan sem við ætluðum að koma okkur í dag," sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, eftir tapið. „Við getum bara sjálfum okkur um kennt og engum öðrum. Við vorum auðvita að spila á móti hörku liði en mér finnst við eiga mun meira inni en þetta." „Við þurfum fyrst og fremst að bæta hugarfarið hjá okkur. Liðið verður að hafa trú á því sem það er að gera. Við erum varla sáttar með það eitt að hafa komist í úrslit." „Við eigum eftir að mæta grimmar í næsta leik í Njarðvík og við erum staðráðnar í því að spila annan leik í þessu húsi."Hægt er að sjá viðtalið með því að ýta hér.Hér að neðan má lesa textalýsinguna sem var á meðan leik stóð.Fyrir leik: Það er allt klárt hér í Hafnafirðinum og leikurinn við það að hefjast.1. leikhluti: Heimastúlkur eru ákveðnari til að byrja með og leiða 9-7.1. leikhluti: Njarðvíkurstúlkur eru komnar af stað og hafa tekið völdin á vellinum. Staðan er 17-12 fyrir þeim grænu.2. leikhluti: Virkilega spennandi leikur hér í Hafnafirðinum en staðan er 24-22 fyrir Njarðvíkurstúlkur.2.leikhluti: Shanae Baker-Brice hefur farið mikinn fyrir gestina til að byrja með og hefur skoraði 12 stig. Staðan er 26-22 fyrir Njarðvík.2. leikhluti: Jafnt á öllum tölum en Haukastúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið undanfarið. Hálfleikur og staðan er 31-30 fyrir Njarðvík.3. leikhluti: Haukar byrja síðari hálfleikinn vel og hafa eins stig forystu 36-35. Boltinn er farinn að ganga betur á milli leikmanna og þær þurfa hafa minna fyrir hverju stigi.3. leikhluti: Heimastúlkur hafa enn eins stigs forystu 40-39 en það er nokkuð ljóst að þessi leikur verður jafn til enda.3. leikhluti: Ingibjörg Vilbergsdóttir var að setja niður risa þrist fyrir Njarðvík og kemur gestunum fimm stigum yfir 47-42. Þriðja leikhlutanum er að ljúka.3. leikhluti: Staðan er 47-44 fyrir Njarðvík eftir þrjá leikhluta. Spennan verður svakaleg í þeim fjórða.4. leikhluti: Fínt áhlaup hjá Haukum og þær eru komnar yfir 50-49.4. leikhluti: Það varði ekki lengi hjá Haukum. Njarðvík er komið yfir á ný 53-50 og fimm mínútur eftir.4. leikhluti: Það er spurning hvort Njarðvík sé að klára leikinn núna. Staðan er 58-50 og fjórar mínútur eftir. Það gengur lítið upp hjá heimastúlkum þessa stundina.4. leikhluti: Petrúnella Skúla var að negla niður þristi fyrir Njarðvík. Staðan er 63-53, þetta verður erfitt fyrir heimastúlkur héðan af. 3 mínútur eftir.4. leikhluti: Þetta er búið. Staðan er 65-53 fyrir Njarðvík og ein og hálf mínútu eftir af leiknum. Leik lokið: Njarðvík er komið í 2-0 í einvíginu og þurfa því aðeins ein sigur til viðbótar til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með 74-56 sigri Njarðvíkinga.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira