Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 93 - 85 Kristinn Páll Teitsson í Njarðvík skrifar 27. mars 2012 14:05 Mynd/Valli Njarðvík komust í 2-1 í undanúrslitarimmu sinni við Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Eftir hörkuspennu allan leikinn fengu Njarðvíkustúlkur fjölda vítakasta undir lok leiksins sem þær nýttu vel og tryggði það að lokum 93 - 85 sigur. Jafnt var í rimmu liðanna eftir tvo leiki en það þarf þrjá sigra til að bóka sæti sitt í úrslitunum. Njarðvík vann fyrsta leikinn í Ljónagryfjunni 87 - 84 en Snæfell svöruðu með 85-83 sigri í Stykkishólmi á sunnudaginn. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir það skiptust liðin á góðum köflum og forystunni með því. Njarðvíkurstúlkur byrjuðu betur og náðu upp góðu forskoti en 13-2 kafli gestanna jafnaði leikinn aftur fyrir lok annars leikhluta. Snæfell héldu áfram á góðu skriði frá lokakafla annars leikhluta og höfðu undirtökin allan þriðja leikhluta, þær náðu þó aldrei að hrista Njarðvíkinga frá sér og var staðan 71-67 í lok leikhlutans. Njarðvíkurstúlkur tóku við sér í fjórða leikhluta og voru fljótar að jafna leikinn. Allan fjórða leikhlutann skiptust liðin svo á forskotinu en náðu aldrei að hvort annað alveg frá sér. Það kom þó að því að Njarðvíkurstúlkur náðu góðum kafla sem kláraði leikinn, þar af munaði um að þær settu niður tíu víti á seinustu mínútu leiksins sem kláraði leikinn. Shanae Baker og Lele Hardy voru drjúgar í liði Njarðvíkur með 36 og 23 stig og reyndust liðinu dýrkeyptar þegar þær settu niður öll 10 vítaskot sín á síðustu mínútu leiksins. Í liði Snæfells átti Jordan Lee Murphree mjög góðann leik og var afar nálægt því að ná þrefaldri tvennu með 28/16 fráköst/9 stoðsendingar. Textalýsingu blaðamanns af leiknum má lesa hér fyrir neðan.Njarðvík 93 - 85 Snæfell (27-24, 48-48, 67-71, 93-85)Njarðvík: Shanae Baker 36, Lele Hardy 23/24, Petrúnella Skúladóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Harpa Hallgrímsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 5, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4.Snæfell: Jordan Lee Murphree 28/16 fráköst/9 stoðsendingar, Kieraah Marlow 17, Hildur Sigðardóttir 16, Alda Leif Jónsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 6. Ólöf: Áhorfendur eru að fá nóg fyrir peninginn sinnMynd/Valli„Góður sigur, það er alltaf gaman af svona spennuleikjum og það virðist alltaf vera tilvikið í leikjunum hjá okkur," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn. „Áhorfendur eru að fá meira en nóg fyrir peninginn sinn. Núna er leikur á laugardaginn í Stykkishólmi og við ætlum okkur að klára þann leik." „Eftir jafn marga leiki og við höfum spilað við hvor aðra í vetur þá þekkjast þessi lið gríðarlega vel. Mér finnst við hinsvegar vera með betra lið og ef við spilum okkar besta leik þá eigum við að vinna, þær eru hinsvegar með mikinn baráttuvilja og við verðum bara að jafna það í okkar leik." Eftir jafnræði meðal liðanna lengst framan af leiknum kláruðu Njarðvíkurstúlkur leikinn á síðustu mínútu leiksins. „Shanae og Lele eru báðar hrikalega góðir leikmenn sem klára leiki og eru með hjarta í að klára alla leiki, það munar gríðarlega um þær." „Þær þurftu að brjóta á okkur undir lokin en við náðum að klára leikinn á því, þær voru ekki að ná að ráða við vörnina okkar eftir að við skiptum í svæðisvörn þær þurftu að brjóta á okkur til að reyna að ná okkur en við náðum að nýta okkur það," sagði Ólöf. Hildur: Vill fá stútfulla höll á laugardaginnMynd/Valli„Þetta var frekar svekkjandi, jafn og spennandi leikur og lokatölurnar sýna ekki alveg gang leiksins," sagði Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Snæfells eftir leikinn. „Þær náðu að setja nokkur stig undir lokin og við neyddumst til að elta þær." Allir þrír leikirnir í þessari rimmu hingað til hafa unnist af heimaliðinu „Heimavöllurinn er náttúrulega mjög sterkur hjá báðum liðum. Allir leikirnir eru hinsvegar búnir að vera hnífjafnir og allir hefðu getað dottið hvoru megin. Mikið skorað í öllum leikjum, í kvöld fáum við á okkur 93 stig sem er allt of mikið ef þú ætlar að vinna leiki, við verðum að fara núna betur yfir hvað við getum gert til að stoppa þær." „Þær juku forskotið á vítalínunni undir lokin, við reyndum að brjóta á þeim til að minnka muninn en það datt allt ofaní hjá þeim." Snæfellsstúlkur eru nú komnar með bakið upp við vegg, Njarðvík þurfa aðeins einn sigur til að vinna seríuna. „Ég trúi varla öðru en að höllin verði stútfull á laugardaginn, ég treysti á alla hvort sem þeir eru fluttir burt eða ekki til að mæta og styðja á bakið á okkur," sagði Hildur. Sverrir: Þessir leikir taka á taugarnarMynd/Stefán„Þetta tekur vel á taugarnar, það eru allir leikirnir búnir að vera svona spennandi og ætli þetta verði ekki svona áfram," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Þetta er stál í stál og það er bara frábært, við vorum nálægt því að vinna í Stykkishólmi í síðasta leik og við vitum það nú að við þurfum aðeins einn sigur enn til að vinna seríuna," Þetta var þriðji leikurinn í seríu liðanna og hafa allir leikirnir verið hörkuspennandi fram á síðustu mínútur. „Liðin skiptust á forystunni allan leikinn, þetta datt hinsvegar fyrir okkur undir lokin. Við gerðum smá breytingu í vörninni sem skilaði betri árangri og það gerði gæfumuninn." „Það var mjög mikilvægt að setja vítin niður hérna undir lokin, þegar hitt liðið er að reyna að brjóta og vonast til að þú klikkir er rosalega drjúgt að setja þau öll niður, það klárar oft svona háspennuleiki," sagði Sverrir.Mynd/StefánLeik lokið| Njarðvík 93 - Snæfell 85: Góður lokakafli Njarðvíkurstúlkna tryggir þeim sigurinn hér í kvöld, þær settu niður tíu stig af vítalínunni á síðustu mínútunni.Fjórði leikhluti: Lele Hardy og Shanae Baker að ganga langt með að klára þennan leik, setja niður tvö vítaköst hver. 88-82 og 40 sekúndur á klukkunni.Fjórði leikhluti: Staðan er 84-82 fyrir Njarðvík þegar 1:18 er eftir á klukkunni og Njarðvík með boltann, þetta verða hörkuspennandi lokasekúndur.Fjórði leikhluti: Tvær körfur frá Njarðvík á stuttum tíma gefa þeim 2 stiga forskot þegar 5 mínútur eru eftir af fjórða leikhluta. Báðir leikir þessara liða hafa klárast með aðeins einnar körfu mun, fáum við annan eins spennandi lokakafla hér í kvöld?Fjórði leikhluti: Jahá, Njarðvík ekki lengi að svara. Komnar yfir 72-71 eftir aðeins 40 sekúndur í leikhlutanum, það eru spennandi 9 mínútur framundan.Þriðja leikhluta lokið | Njarðvík 67 - Snæfell 71 : Snæfell mun grimmari í þessum leikhluta, náðu snemma forskotinu og héldu því allan leikhlutann. Munurinn er þó ekki mikill og ennþá góður möguleiki fyrir Njarðvíkurstúlkur.Þriðji leikhluti: Snæfell byrja leikhlutann betur, eru komnar með 4 stiga forskot þegar 6 mínútur eru eftir af leikhlutanum, 58-54.Öðrum leikhluta lokið | Njarðvík 48 - Snæfell 48: Liðin fara jöfn inn til búningsklefanna eftir að hafa skiptst á forystunni í fyrri hálfleik. Shanae Baker er atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 18 stig á meðan Jordan Murphree er stigahæst hjá Snæfelli með 13 stig.Annar leikhluti: Liðin skiptast á forystunni, staðan er 42-42 þegar 2:30 eru eftir af öðrum leikhluta.Annar leikhluti: Gestirnir á góðu skriði síðustu mínútur, eru búnar að breyta stöðunni úr 19-27 í 32-29 sér í hag.Fyrsta leikhluta lokið | Njarðvík 27 - Snæfell 24 : Góður kafli hjá Njarðvíkurstúlkum gaf þeim 8 stiga forskot þegar mest var en gestirnir tóku við sér eftir það og náðu að minnka muninn niður í 3 stig fyrir lok leikhlutans.Fyrsti leikhluti: Góður kafli hjá Njarðvíkurstúlkum, eru búnar að breyta stöðunni í 20-15 sér í vil og Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells tekur leikhlé.Fyrsti leikhluti: Staðan 13 - 11 fyrir gestunum þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður.Fyrsti leikhluti: Jafnræði fyrstu mínúturnar, Shanae Baker byrjar vel í liði Njarðvíkur með 5 af fyrstu 8 stigum liðsins.Fyrir leik: Staðan er 1-1 í rimmu þessara liða, bæði unnu heimaleikina sína. Til að sigra einvígið þarf þrjá sigra.Fyrir leik: Áætla að um 50 manns séu mættir alla leiðina frá Stykkishólmi að styðja við bak gestanna.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Boltavaktin er mætt í Ljónagryfjuna að lýsa leik Njarðvíkur og Snæfells í úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira
Njarðvík komust í 2-1 í undanúrslitarimmu sinni við Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Eftir hörkuspennu allan leikinn fengu Njarðvíkustúlkur fjölda vítakasta undir lok leiksins sem þær nýttu vel og tryggði það að lokum 93 - 85 sigur. Jafnt var í rimmu liðanna eftir tvo leiki en það þarf þrjá sigra til að bóka sæti sitt í úrslitunum. Njarðvík vann fyrsta leikinn í Ljónagryfjunni 87 - 84 en Snæfell svöruðu með 85-83 sigri í Stykkishólmi á sunnudaginn. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en eftir það skiptust liðin á góðum köflum og forystunni með því. Njarðvíkurstúlkur byrjuðu betur og náðu upp góðu forskoti en 13-2 kafli gestanna jafnaði leikinn aftur fyrir lok annars leikhluta. Snæfell héldu áfram á góðu skriði frá lokakafla annars leikhluta og höfðu undirtökin allan þriðja leikhluta, þær náðu þó aldrei að hrista Njarðvíkinga frá sér og var staðan 71-67 í lok leikhlutans. Njarðvíkurstúlkur tóku við sér í fjórða leikhluta og voru fljótar að jafna leikinn. Allan fjórða leikhlutann skiptust liðin svo á forskotinu en náðu aldrei að hvort annað alveg frá sér. Það kom þó að því að Njarðvíkurstúlkur náðu góðum kafla sem kláraði leikinn, þar af munaði um að þær settu niður tíu víti á seinustu mínútu leiksins sem kláraði leikinn. Shanae Baker og Lele Hardy voru drjúgar í liði Njarðvíkur með 36 og 23 stig og reyndust liðinu dýrkeyptar þegar þær settu niður öll 10 vítaskot sín á síðustu mínútu leiksins. Í liði Snæfells átti Jordan Lee Murphree mjög góðann leik og var afar nálægt því að ná þrefaldri tvennu með 28/16 fráköst/9 stoðsendingar. Textalýsingu blaðamanns af leiknum má lesa hér fyrir neðan.Njarðvík 93 - 85 Snæfell (27-24, 48-48, 67-71, 93-85)Njarðvík: Shanae Baker 36, Lele Hardy 23/24, Petrúnella Skúladóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 8, Harpa Hallgrímsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 5, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4.Snæfell: Jordan Lee Murphree 28/16 fráköst/9 stoðsendingar, Kieraah Marlow 17, Hildur Sigðardóttir 16, Alda Leif Jónsdóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8, Hildur Björg Kjartansdóttir 6. Ólöf: Áhorfendur eru að fá nóg fyrir peninginn sinnMynd/Valli„Góður sigur, það er alltaf gaman af svona spennuleikjum og það virðist alltaf vera tilvikið í leikjunum hjá okkur," sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn. „Áhorfendur eru að fá meira en nóg fyrir peninginn sinn. Núna er leikur á laugardaginn í Stykkishólmi og við ætlum okkur að klára þann leik." „Eftir jafn marga leiki og við höfum spilað við hvor aðra í vetur þá þekkjast þessi lið gríðarlega vel. Mér finnst við hinsvegar vera með betra lið og ef við spilum okkar besta leik þá eigum við að vinna, þær eru hinsvegar með mikinn baráttuvilja og við verðum bara að jafna það í okkar leik." Eftir jafnræði meðal liðanna lengst framan af leiknum kláruðu Njarðvíkurstúlkur leikinn á síðustu mínútu leiksins. „Shanae og Lele eru báðar hrikalega góðir leikmenn sem klára leiki og eru með hjarta í að klára alla leiki, það munar gríðarlega um þær." „Þær þurftu að brjóta á okkur undir lokin en við náðum að klára leikinn á því, þær voru ekki að ná að ráða við vörnina okkar eftir að við skiptum í svæðisvörn þær þurftu að brjóta á okkur til að reyna að ná okkur en við náðum að nýta okkur það," sagði Ólöf. Hildur: Vill fá stútfulla höll á laugardaginnMynd/Valli„Þetta var frekar svekkjandi, jafn og spennandi leikur og lokatölurnar sýna ekki alveg gang leiksins," sagði Hildur Sigurðardóttir, leikmaður Snæfells eftir leikinn. „Þær náðu að setja nokkur stig undir lokin og við neyddumst til að elta þær." Allir þrír leikirnir í þessari rimmu hingað til hafa unnist af heimaliðinu „Heimavöllurinn er náttúrulega mjög sterkur hjá báðum liðum. Allir leikirnir eru hinsvegar búnir að vera hnífjafnir og allir hefðu getað dottið hvoru megin. Mikið skorað í öllum leikjum, í kvöld fáum við á okkur 93 stig sem er allt of mikið ef þú ætlar að vinna leiki, við verðum að fara núna betur yfir hvað við getum gert til að stoppa þær." „Þær juku forskotið á vítalínunni undir lokin, við reyndum að brjóta á þeim til að minnka muninn en það datt allt ofaní hjá þeim." Snæfellsstúlkur eru nú komnar með bakið upp við vegg, Njarðvík þurfa aðeins einn sigur til að vinna seríuna. „Ég trúi varla öðru en að höllin verði stútfull á laugardaginn, ég treysti á alla hvort sem þeir eru fluttir burt eða ekki til að mæta og styðja á bakið á okkur," sagði Hildur. Sverrir: Þessir leikir taka á taugarnarMynd/Stefán„Þetta tekur vel á taugarnar, það eru allir leikirnir búnir að vera svona spennandi og ætli þetta verði ekki svona áfram," sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Þetta er stál í stál og það er bara frábært, við vorum nálægt því að vinna í Stykkishólmi í síðasta leik og við vitum það nú að við þurfum aðeins einn sigur enn til að vinna seríuna," Þetta var þriðji leikurinn í seríu liðanna og hafa allir leikirnir verið hörkuspennandi fram á síðustu mínútur. „Liðin skiptust á forystunni allan leikinn, þetta datt hinsvegar fyrir okkur undir lokin. Við gerðum smá breytingu í vörninni sem skilaði betri árangri og það gerði gæfumuninn." „Það var mjög mikilvægt að setja vítin niður hérna undir lokin, þegar hitt liðið er að reyna að brjóta og vonast til að þú klikkir er rosalega drjúgt að setja þau öll niður, það klárar oft svona háspennuleiki," sagði Sverrir.Mynd/StefánLeik lokið| Njarðvík 93 - Snæfell 85: Góður lokakafli Njarðvíkurstúlkna tryggir þeim sigurinn hér í kvöld, þær settu niður tíu stig af vítalínunni á síðustu mínútunni.Fjórði leikhluti: Lele Hardy og Shanae Baker að ganga langt með að klára þennan leik, setja niður tvö vítaköst hver. 88-82 og 40 sekúndur á klukkunni.Fjórði leikhluti: Staðan er 84-82 fyrir Njarðvík þegar 1:18 er eftir á klukkunni og Njarðvík með boltann, þetta verða hörkuspennandi lokasekúndur.Fjórði leikhluti: Tvær körfur frá Njarðvík á stuttum tíma gefa þeim 2 stiga forskot þegar 5 mínútur eru eftir af fjórða leikhluta. Báðir leikir þessara liða hafa klárast með aðeins einnar körfu mun, fáum við annan eins spennandi lokakafla hér í kvöld?Fjórði leikhluti: Jahá, Njarðvík ekki lengi að svara. Komnar yfir 72-71 eftir aðeins 40 sekúndur í leikhlutanum, það eru spennandi 9 mínútur framundan.Þriðja leikhluta lokið | Njarðvík 67 - Snæfell 71 : Snæfell mun grimmari í þessum leikhluta, náðu snemma forskotinu og héldu því allan leikhlutann. Munurinn er þó ekki mikill og ennþá góður möguleiki fyrir Njarðvíkurstúlkur.Þriðji leikhluti: Snæfell byrja leikhlutann betur, eru komnar með 4 stiga forskot þegar 6 mínútur eru eftir af leikhlutanum, 58-54.Öðrum leikhluta lokið | Njarðvík 48 - Snæfell 48: Liðin fara jöfn inn til búningsklefanna eftir að hafa skiptst á forystunni í fyrri hálfleik. Shanae Baker er atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 18 stig á meðan Jordan Murphree er stigahæst hjá Snæfelli með 13 stig.Annar leikhluti: Liðin skiptast á forystunni, staðan er 42-42 þegar 2:30 eru eftir af öðrum leikhluta.Annar leikhluti: Gestirnir á góðu skriði síðustu mínútur, eru búnar að breyta stöðunni úr 19-27 í 32-29 sér í hag.Fyrsta leikhluta lokið | Njarðvík 27 - Snæfell 24 : Góður kafli hjá Njarðvíkurstúlkum gaf þeim 8 stiga forskot þegar mest var en gestirnir tóku við sér eftir það og náðu að minnka muninn niður í 3 stig fyrir lok leikhlutans.Fyrsti leikhluti: Góður kafli hjá Njarðvíkurstúlkum, eru búnar að breyta stöðunni í 20-15 sér í vil og Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells tekur leikhlé.Fyrsti leikhluti: Staðan 13 - 11 fyrir gestunum þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður.Fyrsti leikhluti: Jafnræði fyrstu mínúturnar, Shanae Baker byrjar vel í liði Njarðvíkur með 5 af fyrstu 8 stigum liðsins.Fyrir leik: Staðan er 1-1 í rimmu þessara liða, bæði unnu heimaleikina sína. Til að sigra einvígið þarf þrjá sigra.Fyrir leik: Áætla að um 50 manns séu mættir alla leiðina frá Stykkishólmi að styðja við bak gestanna.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Boltavaktin er mætt í Ljónagryfjuna að lýsa leik Njarðvíkur og Snæfells í úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Fleiri fréttir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Sjá meira