Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 74-79 | Gestirnir unnu í framlengdum leik Sigursælasta lið sögunnar, Keflavík, tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Þetta var leikur áhlaupa og hörkuskemmtun sem fór alla leið í framlengingu, þar höfðu gestirnir á endanum betur, 74-79. Körfubolti 8. desember 2021 23:56
„Þau eru bara áhorfendur og áhorfendur öskra“ Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, var sátt með nauman sigur í Keflavík eftir framlengdan leik, 74-79. Körfubolti 8. desember 2021 23:22
Njarðvík áfram á toppnum eftir dramatískan sigur | Haukar upp að hlið Keflavíkur Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Subway-deild kvenna í kvöld. Leikirnir í Njarðvík og Hafnafirði voru æsispennandi þó meira hafi verið um sterkar varnir en flæðandi sóknarleik. Körfubolti 8. desember 2021 21:16
Umfjöllun: Skallagrímur - Fjölnir 70-105 | Fjölnir vann sinn fjórða leik í röð Fjölnir vann sinn fjórða leik í röð þegar liðið mætti Skallagrími í Borgarnesi. Fjölnir fór illa með Skallagrím strax í fyrri hálfleik og var 34 stigum yfir í hálfleik. Fjölnir vann leikinn á endanum 70-105. Körfubolti 8. desember 2021 20:10
Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. Körfubolti 8. desember 2021 08:01
Grindavík lagði Keflavík | Skallagrímur enn án stiga Öllum leikjum dagsins í Subway-deild kvenna er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjunum fór það svo að Grindavík lagði nágranna sína í Keflavík og Breiðablik sá til þess að Skallagrímur er enn án stiga. Körfubolti 5. desember 2021 22:31
Topplið Njarðvíkur vann á Hlíðarenda Öllum leikjum dagsins í Subway-deild kvenna í körfubolta er nú lokið. Njarðvík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, lokatölur 60-69. Körfubolti 5. desember 2021 22:10
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Haukar 77-57 | Stórsigur í stórleiknum Fjölnir gerði sér lítið fyrir og pakkaði Haukum saman í stórleik í Subway-deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 77-57. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 5. desember 2021 19:50
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 71-54 | Heimakonur halda toppsætinu Njarðvík heldur toppsæti Subway-deildar kvenna í körfubolta þökk sé stórsigri á nágrönnum sínum í Grindavík, lokatölur 71-54 í kvöld. Körfubolti 1. desember 2021 23:10
Collier um hálfleiksræðu Rúnars Inga: „Hann lét okkur heyra það“ Aliyah Collier var enn eina ferðina stigahæst í liði Njarðvíkur, í þetta sinn með 18 stig í sigri á erkifjendunum í Grindavík. Körfubolti 1. desember 2021 23:00
Kaflaskiptur leikur er Fjölnir sótti sigur í Keflavík Keflavík tók á móti Fjölni í hörkuleik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 95-90 gestunum í vil. Körfubolti 1. desember 2021 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 72-98 | Valskonur sannfærandi í fjórða leikhluta Valur vann sinn þriðja leik í röð með sigri í Smáranum. Valur átti frábæran 4. leikhluta sem endaði með 26 stiga sigri 72-98. Körfubolti 1. desember 2021 20:35
Ólafur Jónas: Úrslitin gefa ekki rétta mynd af leiknum Valur valtaði yfir Breiðablik í fjórða leikhluta og endaði á að vinna leikinn með 26 stigum 72-98. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með þriðja sigur Vals í röð. Körfubolti 1. desember 2021 20:10
Fjölniskonur sóttu sigur í Hafnarfjörðinn Fjölniskonur gerðu góða ferð í Hafnarfjörð í Subway deildinni í körfubolta í dag þegar þær heimsóttu Haukakonur. Körfubolti 28. nóvember 2021 17:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 92-47 | Skyldusigur hjá Val sem framkvæmdu verkið fagmannlega Botnlið Subway-deildar kvenna, Skallagrímur, hafði ekki erindi sem erfiði þegar þær sóttu Íslandsmeistara Vals heim í Origo höllina í kvöld. Valskonur lentu fjórum stigum undir í blábyrjun leiksins en eftir að hafa náð vopnum sínum var stigið á bensíngjöfina og keyrt fram úr Skallagrím. Öruggur sigur Vals staðreynd þar sem lokatölur urðu 92-47. Körfubolti 24. nóvember 2021 22:32
Ólafur Jónas: Ánægður með kraftinn Þjálfari Valskvenna, Ólafur Jónas Sigurðsson, var ánægður með framlag sinna leikmanna í kvöld í leik sem hefði getað verið snúinn upp á það að gera að leikmenn myndu mæta með hugann við eitthvað annað en Skallagrímur er á botni deildarinnar. Hann var sammála því að þetta hafi litið þægilega út og var ánægður með ýmislegt. Körfubolti 24. nóvember 2021 22:06
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 90-75 | Öruggur sigur heimakvenna Grindavík vann öruggan 15 stiga sigur er liðið tók á móti Breiðablik í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 24. nóvember 2021 21:57
„Sakavottorðið fór ekki rétta leið“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var alls ekki sáttur eftir tap liðsins á útivelli gegn Grindavík í kvöld. Breiðablik er núna búið að tapa fjórum leikjum í röð og er í næst neðsta sæti deildarinnar. Ívar segist sakna þess mjög að geta ekki notað tvo bestu leikmenn sína. Sport 24. nóvember 2021 21:28
Góður þriðji leikhluti skilaði Njarðvík sigri gegn Fjölni Njarðvík vann góðan sjö stiga sigur er liðið heimsótti Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuboltaí kvöld. Lokatölur 64-71, en eftir jafnan fyrri hálfleik tóku gestirnir öll völd í þriðjal leikhluta og sigldu sigrinum heim. Körfubolti 24. nóvember 2021 20:57
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 56-63 | Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en gestirnir unnu sjö stiga sigur, 56-63. Körfubolti 21. nóvember 2021 22:19
Valskonur unnu öruggan sigur á nýliðunum Nýliðar Grindavíkur áttu ekki mikinn möguleika í Íslandsmeistara Vals þegar liðin mættust í Subway deildinni í körfubolta að Hlíðarenda í dag. Körfubolti 21. nóvember 2021 17:40
Njarðvíkingar ætla að nýta sér hraðprófin til að fá fimm hundruð á heimaleiki sína Mörg íþróttafélög á Íslandi hafa ákveðið að fara ekki hraðprófsleiðina á meðan harðari sóttvarnarreglur eru í gildi hér á landi en Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er þó ekki í þeim hópi. Körfubolti 18. nóvember 2021 10:31
Tjón vegna staks leiks getur numið hundruðum þúsunda: „Ofboðslega vont fyrir hreyfinguna“ „Það er ofboðslega vont fyrir hreyfinguna að fá þetta áhorfendabann enn einu sinni, því þetta er ekkert annað en tekjutap fyrir félögin okkar,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands. Þungt hljóð er í forsvarsmönnum körfu- og handboltafélaga landsins. Sport 18. nóvember 2021 10:00
Valin í WNBA nýliðavalinu í apríl en er nú komin í Breiðablik Kvennalið Breiðabliks hefur samið við nýjan bandarískan leikmann en Micaela Kelly mun leysa af Chelsey Shumpert. Körfubolti 16. nóvember 2021 12:16
Kallar á sautján ára stelpu til að koma inn fyrir Helenu Helena Sverrisdóttir getur ekki spilað með íslenska körfuboltalandsliðinu í þessum landsleikjaglugga og því varð landsliðsþjálfarinn Benedikt Guðmundsson að gera breytingu á hópnum sínum. Körfubolti 8. nóvember 2021 08:46
Unnu nágranna sína í fyrsta sinn í 93 mánuði Njarðvíkurkonur eru á toppnum í Subway-deild kvenna eftir sjö stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Körfubolti 4. nóvember 2021 13:00
„Erfitt að spila á móti gömlum liðsfélögum“ Kamilla Sól Viktorsdóttir, leikmaður Njarðvíkur, var ánægð með 77-70 sigur Njarðvíkur á Keflavík, sem var samt sem áður sérstakur fyrir hana. Kamilla Sól er uppalin í Keflavík og lék 6 leiki með liðinu á síðasta tímabili áður en hún skipti yfir til Njarðvíkur. Körfubolti 3. nóvember 2021 23:31
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 77-70 | Montrétturinn er Njarðvíkinga sem tylltu sér á toppinn Nýliðar Njarðvíkur kórónuðu frábæra byrjun sína á tímabilinu með því að skella grönnum sínum í Keflavík í Suðurnesja- og toppslag umferðarinnar í Subway-deild kvenna í körfubolta. Lokatölur í kvöld 77-70 og toppsætið sem og montrétturinn því Njarðvíkinga að svo stöddu. Körfubolti 3. nóvember 2021 23:00
Grindavík ekki í vandræðum með Skallagrím Barátta gulu liðanna í Subway-deild kvenna í körfubolta fór fram í Grindavík í kvöld þar sem Skallagrímur var í heimsókn. Fór að það svo að heimakonur unnu einkar sannfærandi sigur, lokatölur 88-61. Körfubolti 3. nóvember 2021 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 74-84 | Fjölnir lagði Íslandsmeistarana í framlengdum leik Skeinuhætt lið Fjölnis lagði Íslandsmeistara Vals í framlengdum leik á Hlíðarenda í kvöld er liðin mættust í Subway-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 74-84. Körfubolti 3. nóvember 2021 20:20