„Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2023 21:44 Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, fer yfir málin með sínu liði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur, var tíðrætt um samvinnu og liðsheild, eftir sigur hans kvenna á Val í úrslitaviðureign liðanna í Subway-deild kvenna í Keflavík í kvöld. Hans konur náðu að kalla fram þá kosti sem skiluðu þeim deildarmeistaratitlinum. „Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
„Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56