„Ég er með samning en er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. apríl 2023 21:45 Tímabilinu er lokið hjá Bjarna Magnússyni og stöllum hans í Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar töpuðu gegn Val á heimavelli 46-56. Þetta var annað tímabilið í röð sem Haukar tapa oddaleik á heimavelli. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var óviss hvort hann yrði þjálfari Hauka á næsta tímabili. „Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sjá meira
„Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sjá meira