Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Eru klár­lega með gæði til að spila í efstu deild Þýska­lands

    Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, getur ekki sagt til um það á þessum tímapunkti hvort lykilleikmenn Íslandsmeistaraliðsins, Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson verði á mála hjá liðinu á næsta tímabili. Þeir séu báðir með gæði til að spila í sterkri deild úti í heimi, til að mynda efstu deild Þýskalands.

    Körfubolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Utan vallar: Í reykjar­mekki alsælunnar

    Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shaq segist hundrað prósent

    Shaquille Rombley, miðherji Stjörnunnar, sést hita upp með liðinu í aðdraganda oddaleiksins og er skráður á leikskýrsluna í leiknum gegn Tindastóli sem fer fram í Síkinu í kvöld. Hann staðfesti í viðtalið við Andra Má Eggertsson að hann væri klár í slaginn í kvöld. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sam­félagið á Sauð­ár­króki ekki í vinnu­hæfu á­standi

    Spennuþrungið andrúms­loft er ríkjandi á Sauðárkróki. Úr­slitin í Bónus deildinni í körfu­bolta ráðast þar í kvöld í odda­leik úr­slita­ein­vígis Tindastóls og Stjörnunnar. For­maður körfu­knatt­leiks­deildar Tindastóls segir fólk á þeim bænum ekki í vinnu­hæfu ástandi, allir séu með hugann við leik kvöldsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tryllt eftir­spurn eftir miðum

    Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Fal­legasta sam­band sem hægt er að mynda“

    „Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Við máttum ekki gefast upp“

    Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“

    Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Daníel tekur við KR

    Daníel Andri Halldórsson, fyrrverandi þjálfari Þórs á Akureyri, var í dag kynntur sem nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta. Hann mun því stýra liðinu í efstu deild á næstu leiktíð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Menn vissu bara upp á sig sökina“

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var eðlilega ánægður með sigur í hörkuleik gegn Stjörnunni í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan var kjöldregin í leik tvö og var þjálfarinn sáttur með hvernig sínir menn svöruðu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“

    Pétur Rúnar Birgis­son, fyrir­liði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðs­félaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úr­slita­ein­vígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðin­legt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Steinar Kal­dal: Ó­trú­leg til­finning

    Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum.

    Körfubolti