

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.
Gísli Gunnar Oddgeirsson hlaut flest atkvæði til sveitarstjórnar í Grýtubakkahreppi í kosningum laugardagsins. Kosningin var óhlutbundin þar sem engir framboðslistar bárust.
Allsherjar- og menntamálanefnd verður með opinn fund sem hefst klukkan 9:10 í dag. Efni fundarins er fræðsla og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta.
Heimurinn er okkar er heitið á nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar sem samþykkt var af bæjarstjórn í apríl síðast liðinn. Lærdómssamfélagið í Mosfellsbæ kom að gerð stefnunnar og má nefna fulltrúa frá skóla- og frístundastarfi, börn, foreldra, starfsfólk, íbúa og kjörna fulltrúa.
Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík.
Forsætisráðherra segir Þórólf Guðnason, fráfarandi sóttvarnalækni, líklega vera þann mann sem hún hefur átt flest símtöl við undanfarin tvö ár. Hún rifjar upp skemmtilega sögu af því þegar Þórólfur vísaði henni og fjölskyldu hennar veginn til Borgarfjarðar eystri.
Prófessor í stjórnmálafræði segir óþol í garð þeirra átakastjórnmála sem einkennt hafa íslenska pólitík síðan eftir hrun hafa greitt veg Framsóknarflokksins.
Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman.
Oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík telur mikilvægt að félagshyggjustjórn taki við í borginni og að undarlegt sé að borgarstjóri hafi ekki hringt í sig.
Oddviti Framsóknarflokksins segir það ekki koma til greina að taka þátt í meirihlutasamstarfi undir stefnu Samfylkingarinnar. Viðræður við flokka í dag hafi verið óformlegar og að ekki hafi verið farið út í nein málefni.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og Laufey Rún Ketilsdóttir, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, eignuðust stúlkubarn fyrr í mánuðinum.
Línur eru farnar að skýrast víða um land hvaða flokkar muni reyna að ná saman og mynda meirihluta, í þeim sveitarfélögum þar sem einn flokkur náði ekki meirihluta.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að ekki megi oftúlka orð hennar um að útiloka ekki neinn. Oddvitar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafi talað sig saman um að vera í samfloti í gegnum meirihlutaviðræður.
Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni.
Fjörutíu og einn greiddi atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Skorradalshreppi á laugardag. Þó það virðist vera lítið var kjörsókn 87,2% en 47 voru á kjörskrá.
Meirihluti íbúa í Dalabyggð vill hefja sameiningarviðræður. Flestir þeirra vilja sameinast Sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms og næst flestir Húnaþingi vestra.
Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn.
Andrea Ýr Arnarsdóttir fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Hvalfjarðarsveit en þar voru listar ekki boðnir fram heldur var um persónukjör að ræða.
F-listinn fékk meirihluta atkvæða í Eyjafjarðarsveit á laugardag. Alls var 821 á kjörskrá í sveitarfélaginu og greiddu 587 atkvæði, eða 71,5%.
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra í Vogum fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum á laugardag. D-listinn og E-listinn náðu báðir þremur mönnum inn í bæjarstjórn.
J-listi Grósku hlaut flest atkvæði og tryggði sér meirihluta fulltrúa í sveitarstjórn Hörgársveitar í kosningunum á laugardaginn. H-listi Hörgársveitar fékk tvo fulltrúa kjörna.
D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra fékk flest atkvæði í sveitarstjórnarkosningum nýsameinaðs sveitafélags Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.
Af þeim 23 borgarfulltrúum sem náðu kjöri í kosningunum um helgina koma tíu nýir inn. Sumir hafa áður setið í borgarstjórn og einn tók sæti sem borgarfulltrúi á yfirstandandi kjörtímabili.
Ö-listi Öflugs samfélags tryggði sér fjóra fulltrúa af fimm í sveitarstjórn Skaftárhrepps í kosningunum á laugardag. Sjálfstæðismenn náðu inn einum manni.
Elín Höskuldsdóttir mun ekki taka sæti í sveitarstjórn Flóahrepps þrátt fyrir að hafa skipað annað sætið á lista sem hlýtur tvo fulltrúa. Útstrikanir ýttu henni niður listann og Harpa Magnúsdóttir fær sætið.
Sjálfstæðismenn í Rangárþingi eystra ætla að hefja formlegar viðræður um meirihlutasamstarf við N-lista Nýja óháða listans.
Litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn bæri sigur úr bítum í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra á laugardag. Ellefu atkvæðum munaði, að sögn oddvita flokksins, að hann hefði fengið meirihluta.
Listi Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna hlaut flesta fulltrúa kjörna, eða þrjá, í kosningum til sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra, í kosningunum á laugardag. Listar Nýs afls (N) og Sjálfstæðisflokksins (D) hlutu báðir tvo fulltrúa kjörna.
Á Akureyri voru það aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem strikuðu yfir nöfn frambjóðenda í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Strikað var yfir nöfn þeirra alls 120 sinnum. Af frambjóðendunum var það Þórhallur Jónsson í þriðja sæti listans sem fékk flestar útstrikanir, 81 talsins.
Óbundnar kosningar til sveitarstjórnar í Tálknafjarðarhreppi fóru fram á laugardaginn sem þýðir að allir íbúar voru í framboði. Jóhann Örn Hreiðarsson hlaut flest atkvæði, en hlutkesti réði ríkjum hver tók fimmta sætið í nýrri sveitarstjórn.