Hættir sem framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 16:21 Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur tilkynnt að hann muni láta af starfi sínu þann 1. maí nk. og fara á eftirlaun. Þetta kemur fram á vef sambandsins. Hann segist ætla að skila af sér góðu búi til arftaka síns. Karl var ráðinn bæjarstjóri á Selfossi árið 1986, aðeins 29 ára að aldri, og gegndi því starfi til ársins 1998 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra í hinu nýstofnaða sveitarfélagi Árborg. Árið 2002 tók hann við starfi sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, sem þá var nýstofnað, og sinnti því starfi þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri sambandsins 1. september 2008. Á fyrri árum starfaði hann sem sérfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Karl hefur átt sæti í fjölda nefnda, ráða, stjórna og starfshópa fyrir sambandið, sveitarfélögin og ríkið í tengslum við störf sín. Starfsferill hans, sem spannar rúmlega 40 ár frá því að hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr þjóðhagskjarna (Cand.oecon) frá Háskóla Íslands, hefur því allur verið helgaður sveitarstjórnar- og byggðamálum. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að hafa starfað á sveitarstjórnarstiginu öll þessi ár. Ég hef haft tækifæri til að kynnast fjölda skemmtilegs og áhugaverðs fólks á starfsævinni, vinnufélagar mínir og samstarfsfólk hafa veitt mér mikla gleði og færi ég öllum viðkomandi kærar þakkir fyrir samskiptin og samstarfið. Einnig er ég þakklátur fyrir allan þann skilning sem fjölskylda mín hefur sýnt öll þessi ár vegna þeirrar fjarveru frá heimili sem óhjákvæmilega fylgir þeim erilsömu störfum sem ég hef sinnt. Ég er þó ekki alveg hættur enn sem komið er og stefni ég að því að skila af mér góðu búi til arftaka míns þ. 1. maí nk.“, segir Karl Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri sambandsins. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði starf framkvæmdastjóra sambandsins auglýst laust til umsóknar. Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Karl var ráðinn bæjarstjóri á Selfossi árið 1986, aðeins 29 ára að aldri, og gegndi því starfi til ársins 1998 þegar hann tók við starfi bæjarstjóra í hinu nýstofnaða sveitarfélagi Árborg. Árið 2002 tók hann við starfi sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, sem þá var nýstofnað, og sinnti því starfi þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri sambandsins 1. september 2008. Á fyrri árum starfaði hann sem sérfræðingur hjá Framkvæmdastofnun ríkisins og sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Karl hefur átt sæti í fjölda nefnda, ráða, stjórna og starfshópa fyrir sambandið, sveitarfélögin og ríkið í tengslum við störf sín. Starfsferill hans, sem spannar rúmlega 40 ár frá því að hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr þjóðhagskjarna (Cand.oecon) frá Háskóla Íslands, hefur því allur verið helgaður sveitarstjórnar- og byggðamálum. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að hafa starfað á sveitarstjórnarstiginu öll þessi ár. Ég hef haft tækifæri til að kynnast fjölda skemmtilegs og áhugaverðs fólks á starfsævinni, vinnufélagar mínir og samstarfsfólk hafa veitt mér mikla gleði og færi ég öllum viðkomandi kærar þakkir fyrir samskiptin og samstarfið. Einnig er ég þakklátur fyrir allan þann skilning sem fjölskylda mín hefur sýnt öll þessi ár vegna þeirrar fjarveru frá heimili sem óhjákvæmilega fylgir þeim erilsömu störfum sem ég hef sinnt. Ég er þó ekki alveg hættur enn sem komið er og stefni ég að því að skila af mér góðu búi til arftaka míns þ. 1. maí nk.“, segir Karl Björnsson, fráfarandi framkvæmdastjóri sambandsins. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði starf framkvæmdastjóra sambandsins auglýst laust til umsóknar.
Vistaskipti Sveitarstjórnarmál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira