Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

DÓTTUR til for­ystu í Reykja­vík

Allir í crossfit heiminum kannast við hugtakið „dóttir”. Það stendur fyrir þann kraft og styrk sem felst í íslenskum konum og það hugrekki að trúa því að við getum gert allt það sem við ætlum okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil ásókn í að greiða at­kvæði utan kjör­fundar

Spennan magnast í kosningabaráttunni nú þegar innan við einn og hálfur sólarhringur er þar til landsmenn ganga að kjörborðinu. Fleiri hafa nú greitt atkvæði utan kjörfundar en fyrir síðustu kosningar og búist er við að fjölmargir greiði atkvæði á morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Firðinum er vonandi ekki mikil hætta búin“

Frambjóðandi VG í Múlaþingi telur andstöðu Seyðfirðinga við fyrirhugað fiskeldi fordæmalausa á landsvísu. Þá hafi bæjarbúar sýnt að þeir séu færir um atvinnusköpun með öðrum leiðum. Heimastjórnarmaður telur andstöðuna ofmetna og segir eldið ómissandi fyrir uppbyggingu.

Innlent
Fréttamynd

Setjum fólkið í fyrsta sæti!

Um helgina verður kosið um forgangsröðun verkefna á borðum þeirra sem með völdin fá að fara að fengnu umboði kjósenda og skattgreiðenda.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í upp­byggingu í­búða í Hafnar­firði

Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

Skoðun
Fréttamynd

Hol­óttir vegir plaga kjós­endur á Akra­nesi

Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Geir Ólafs með óhefðbundin skilaboð til kjósenda

Fréttastofa fór á stúfana í dag á nokkrar kosningaskrifstofur á höfuðborgarsvæðinu og þar gat að líta allt frá djögglandi frambjóðendum sem í örvæntingu sinni reyna að komast inn í borgarstjórn og til Geirs Ólafssonar, sem sló tóninn með áhrifaríku tóndæmi.

Innlent
Fréttamynd

Hoppu­kastalinn

Þegar Píratar og óháðir opnuðu kosningaskrifstofu sína með pomp og prakt hér í Reykjanesbæ. Þá var ég settur yfir hoppukastalann sem börnin fengu í tilefni dagsins að leika sér í sól skein í heiði þó það væri svoldið kalt og pínu vindur.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skóla­mál – fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag

Á lofti eru ýmsar hugmyndir stjórnmálaflokka þessa dagana um leikskólamál, fría daggæslu, stórfelldum breytingum á uppsetningu leikskólanna, fjölgun leikskóla og fleira og fleira. Allt eru þetta góðir valkostir en enginn talar um þörf á endurskoðun á því hvernig leikskólar eru reknir í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hlutinn sem gleymdi að byggja

Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug.

Skoðun
Fréttamynd

Látum verkin tala í Garða­bæ

Kæru Garðbæingar.Nú er komið að lokasprettinum í kosningabaráttunni. Við í Miðflokknum, höfum farið fram með mörg sterk málefni og verið samkvæm sjálfum okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Eru 4.300 í­búar Kópa­vogs hunsaðir?

Fjölmenningarráð hafa verið sett á fót í mörgum stórum og smáum bæjarfélögum. Þar má nefna Reykjavík, Hafnarfjörð, Akureyri og Hornafjörð. Fjölmenningarráð hafa það mikilvæga hlutverk að standa vörð um og vinna að málefnum innflytjenda.

Skoðun
Fréttamynd

Fólks­fjölgun í fyrsta skipti í þrjá­tíu ár

Mikið uppbyggingarskeið er hafið á norðanverðum Vestfjörðum í fyrsta skipti í þrjá áratugi. Um hundrað íbúðir fara í byggingu þar í ár og gera sveitarstjórar þar ráð fyrir að nokkur hundruð manns muni flytja vestur á næstu árum.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju Bæjar­listann fyrir Hafnar­fjörð?

Það gleymist oft að þegar framboðslistar og flokkar eru í harðri keppni um völdin í Hafnarfirði að snýst sú keppni ekki eingöngu um setu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, heldur þeim mun meira um það góða fólk sem stendur að bakið framboðunum, einstaklingana sem koma til með að taka sæti í ýmsu ráðum og nefndum bæjarins, einstaklingar sem brenna fyrir því að sveitafélagið standi betur á öllum sviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Bitist um borgina í hörðum kappræðum

Oddvitar níu framboða af ellefu í Reykjavík mættust í kappræðum á Stöð 2 í gærkvöldi og reyndu hvað þeir gátu að sannfæra áhorfendur um að þau væru einmitt rétta fólkið til að stjórna borginni.

Innlent
Fréttamynd

Kominn tími á al­vöru mið­bæ í Reykja­nes­bæ

Reykjanesbær er vel staðsettur þegar kemur að því að laða til sín verslun og þjónustu við íbúa á Suðurnesjum. Það á ekki síður við um ferðamenn sem renna hjá í milljónatali rétt eins og bærinn sé ekki til. Því miður er fátt sem gleður augað nema breiður af bílaleigubílum sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur verið valinn staður í augnahæð milljóna ferðamanna.

Skoðun
Fréttamynd

Bæjar­full­trúar valdi valdinu

Kjörtímabilið 2014 til 2018 var B-listi Framfarasinna með fjóra af sjö bæjarfulltrúum og þar með hreinan meirihluta, D-listi Sjálfstæðismanna með tvo og Ö-listi Félagshyggjufólks með einn.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna bjóðum við okkur fram

Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum.

Skoðun
Fréttamynd

Valið er skýrt í Reykja­vík

Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­aukin þjónusta fyrir heimilis­laust fólk

Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira.

Skoðun
Fréttamynd

Megi heppnin vera með þér… að loknu fæðingar­or­lofi

Við maðurinn minn erum heppin, ég er á leið aftur að vinna í haust eftir dásamlegt fæðingarorlof og við erum ein af þessum heppnu. Við erum nefnilega með pláss hjá dagforeldri. Þetta er staðreynd og hún er pínulítið galin. Það á ekki að vera spurning um heppni að barn fái dagvistun að loknu fæðingarorlofi.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í leik­skóla­málum

Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti.

Skoðun
Fréttamynd

Höfnum ekki stórum hug­myndum

Nú eru kosningar á laugardaginn og við í Miðflokknum viljum að allir mæti á kjörstað og nýti kosningarétt sinn. Þeir sem hafa búið á Íslandi í 3 ár eða lengur hafa kosningarétt í bæjar- og sveitastjórnarkosningum.

Skoðun