Skora á Snorra að gefa kost á sér Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði skorar á Snorra Másson að gefa kost á sér í embætti varaformanns Miðflokksins á komandi landsþingi. Um þetta ályktaði stjórnin í dag en landsþing flokksins fer fram 10. til 12. október næstkomandi. Innlent 28. september 2025 13:15
„Það verður boðið fram í nafni VG“ Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist ekki ætla að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor og segir að flokkurinn muni bjóða sig fram undir eigin formerkjum í Reykjavík. Innlent 27. september 2025 23:24
„Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segir það óskiljanlegt með öllu að ekki sé búið að kalla saman þjóðaröryggisráð Íslands í ljósi drónaumferðar yfir flugvöllum í Danmörku. Núverandi utanríkisráðherra segist sýna því skilning en bendir á að kalla eigi þjóðröryggisráð af „yfirvegun en ekki einhverri einhverri pólitískri tækifærismennsku.“ Innlent 27. september 2025 20:57
Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Um 24 þúsund manns eru nú á örorkubótum á Íslandi og þar af eru um 40% konur 60 ára og eldri. Nýtt örorku- og endurhæfingarlífeyriskerfi var til umræðu á fundi Samfylkingarinnar í dag og einnig fór fram flokksstjórnarfundur á Hellu. Innlent 27. september 2025 19:56
Þór sækist eftir endurkjöri Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, hyggst aftur bjóða sig fram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill efna „stærsta loforð“ flokksins, að byggja nýjan leikskóla. Á sama tíma hafa foreldrar í bæjarfélaginu gagnrýnt bæjaryfirvöld þar sem ekki hafa öll ungbörn á Nesinu fengið leikskólapláss. Innlent 27. september 2025 19:16
„Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ríkissstjórnina hafa sett saman sérstakan húsnæðis- og efnahagspakka. Hún ávarpaði flokksstjórnarfund Samfylkingarinnar á Hellu í dag. Innlent 27. september 2025 13:28
Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Sveitarstjórnarkosningar í Hafnarfirði hafa áratugum saman snúist um það sama. Það er hvort Sjálfstæðisflokkur eða Samfylking fái að setjast í bæjarstjórastólinn. Þetta leikrit endurtekur sig á fjögurra ára fresti. Skoðun 27. september 2025 11:32
Mansalsmál á Íslandi Enn og aftur koma upp á yfirborðið mansalsmál hér á landi. Fréttaskýringarþátturinn Kveikur upplýsti í vikunni um fjölda mála sem tengd er starfsemi nagla- og snyrtistofum. Ég vil byrja á því að hrósa eftirlitsaðilum fyrir það að koma upp um þessi tilvik sem fram hafa komið en á undanförnum misserum hefur vinnustaðaeftirlit verkalýðsfélaganna innan Alþýðusambands Íslands verið sérstaklega mikilvægur drifkraftur í að upplýsa um mál sem þessi. Skoðun 27. september 2025 09:32
Hættur heimsins virða engin landamæri Heimurinn stendur frammi fyrir mikilli neyð. Átök, hungursneyð, loftslagsvá og náttúruhamfarir ógna lífi og framtíð milljóna barna. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum býr á átakasvæði og sá fjöldi hefur tvöfaldast á 30 árum. Þrátt fyrir sívaxandi þörf hafa mörg ríki dregið úr framlögum til þróunar- og mannúðaraðstoðar og eyða margfalt meira í hernað. Skoðun 27. september 2025 09:02
Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Jónína Brynjólfsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis ritara Framsóknarflokksins. Ásmundur Einar Daðason lét af embættinu í dag, en kosið verður um nýjan ritara á miðstjórnarfundi flokksins 18. október. Innlent 26. september 2025 20:16
Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Gerður Sigtryggsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Fyrrverandi sveitarstjóri, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, hefur þegar lokið störfum og Gerður tekin við. Innlent 26. september 2025 18:53
Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur látið af embætti ritara Framsóknar. Hann segir skilið við stjórnmálin og snýr sér að öðrum verkefnum. Innlent 26. september 2025 15:02
„Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Katrín Júlíusdóttir fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar og rithöfundur segir af og frá að hún íhugi framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framboðstankur hennar sé tómur og hugur hennar sé við glæpasagnaskrif. Innlent 26. september 2025 14:38
Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs féllst á beiðni Sigrúnar Huldu Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar, um varanlega lausn frá störfum út kjörtímabilið á fundi sínum á þriðjudag. Hún hefur starfað sem deildarstjóri leikskóladeildar Kópavogsbæjar undanfarin misseri. Innlent 26. september 2025 11:27
Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. Innlent 26. september 2025 11:01
„Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Fundarstjóri pallborðs með forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Ástralíu og Íslands ruglaðist aðeins á landafræðinni þegar hún kynnti inn Kristrúnu Frostadóttur fyrr í dag. Lífið 26. september 2025 11:00
Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd á ráðstefnunni Global Progress Action Summit í Lundúnum, þar sem hún tekur þátt í pallborði ásamt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Innlent 26. september 2025 09:46
Sex ára sáttmáli Í dag eru sex ár síðan forsætis-, fjármála- og innviðaráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir Samgöngusáttmálann. Hann var gerður að norrænni fyrirmynd og var sameiginleg framtíðarsýn þessara aðila sem saman bera ábyrgð á samgöngumálum á svæðinu ásamt langtíma framkvæmdaáætlun. Skoðun 26. september 2025 07:30
Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Hugmyndir um framtíð Toppstöðvarinnar voru lagðar fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum en þar stendur til að opna „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta“. Innlent 26. september 2025 06:51
„Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Innlent 25. september 2025 23:32
„Þau eru að herja á börnin okkar“ Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Innlent 25. september 2025 21:33
Stjórnendur sem mega ekki stjórna Mennta- og barnamálaráðherra hyggst setja á fót fjórar til sex svæðisskrifstofur sem taki yfir rekstur og stjórnsýslu framhaldsskóla. Markmiðin eru göfug og verðskulda athygli. Þau snerta m.a. sjónarmið um jafnt aðgengi, betri þjónustu og aukinn faglegan stuðning. Skoðun 25. september 2025 19:00
Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sex starfsmönnum Fjársýslu ríkisins var sagt upp störfum í dag. Viðskipti innlent 25. september 2025 16:21
Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið. Innlent 25. september 2025 16:15
Pjattkratar taka til Í fréttum af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er það helst að frétta að ríkisstjórnin sem er skipuð pjattkrötum úr þrem flokkum stendur í tiltekt. Tiltekt pjattkratanna felst í nokkrum atriðum sem skilgreina flokkana þrjá. Skoðun 25. september 2025 15:32
Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Á Íslandi eru engar kröfur um lágmarksbirgðir eldsneytis. Þetta er alvarlegt mál.Alþjóðaorkumálastofnunin mælist til að ríki hafi ávallt yfir að ráða 90 daga olíubirgðum. Evrópusambandið leggur slíka kröfu á aðildarríki sín. Skoðun 25. september 2025 13:00
Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Innlent 25. september 2025 12:55
Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Skoðun 25. september 2025 12:47
Austurstræti orðið að göngugötu Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi. Innlent 25. september 2025 12:19
Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Reykjavíkurborg hefur fallið frá framkvæmdum við Streng þar sem átti að koma fyrir grenndargámastöð. Íbúar höfðu kvartað yfir fyrirhugaðri staðsetningu og sendu fjölda áskorana á borgina. Innlent 25. september 2025 12:10