Samtalið

Samtalið

Samtalið er þjóðmálaþáttur fréttastofunnar sem verður á dagskrá alla fimmtudaga í vetur. Hann er í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns.

Fréttamynd

Óttast að Evrópu­för ríkis­stjórnarinnar endi sem bjölluat

Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra vill að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og útilokar ekki að að hún bjóði sig fram til formanns. Þrátt fyrir stórt fylgistap bjóði staða flokksins upp á tækifæri í þeim miklu breytingum sem væru að eiga sér stað í innaríkis- og utanríkismálum. Þá óttast hún að ný aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu endi sem bjölluat og ferlið reynast nýrri ríkisstjórn fjötur um fót.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þýðir ekki að fara á taugum segir borgar­stjóri og hyggur á endur­kjör

Einar Þorsteinsson borgarstjóri lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slægt gengi Framsóknarflokksins í könnunum bæði á landsvísu og í borginni. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagðist hann hafa fulla trú á að árangur flokksins í borginni muni skila sér í næstu kosningum og telur farsælast að Sigurður Ingi Jóhannsson haldi áfram að leiða Framsóknarflokkinn á landsvísu. 

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sam­eigin­lega sam­nefnara

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra og einn stofnenda Viðreisnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segja nýliðnar alþingiskosningar staðfesta miklar breytingar á flokkakerfinu. Þau telja að þeir flokkar sem nú reyna að mynda ríkisstjórn ættu að geta fundið sameiginlegan samnefnara og eru bjartsýn á að þeim takist að mynda ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­verk flokksforingja stór­lega of­metið í kosninga­bar­áttunni

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá strax að loknum fréttum og Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld.Hann hefur lengst af farið fyrir kosningarannsóknum á Íslandi sem hófust árið 1983 og standa enn. Hann segir rannsóknir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn taki helst atkvæði frá hvor öðrum.

Innlent
Fréttamynd

Milljónir ekki komið til Ís­lands þótt þær gætu það

Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál

Þingflokksformaður Pírata telur að boða ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu sem fyrst um hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Ríkisstjórnin hafi með ósanngirni búið til flóttamannavandamál úr hælisleitendum frá Venesúela sem hún hafi fyrst boðið til landsins og svo ákveðið að reka á brott með ærnum tilkostnaði. Píratar stefni að því að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Píratar vilja stofnun til að rann­saka spillingu á Ís­landi

Þingflokksformaður Pírata segir hreyfinguna stefna á að komast í stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún enn nauðsynlegra en áður að taka upp viðræður um aðild að Evrópusambandinu eftir að Donald Trump var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Píratar stefna á stjórnar­sam­starf án Sjálf­stæðis­flokksins

Þórhildur Sunna Ævardóttir þingflokksformaður Pírata er sannfærð um að hreyfingunni takist að koma fulltrúum á þing þótt á brattan hafi verið að sækja í könnunum að undanförnu. Í Samtalinu með Heimi Má segir hún Pírata stefna að því að komast í ríkisstjórn en muni þó ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir um­boði þjóðarinnar til breytinga

Hún kom eins og óskrifað blað inn í íslensk stjórnmál fyrir alþingiskosningarnar 2021 og var orðin formaður Samfylkingarinnar um ári síðar. Fljótlega varð ljóst að hún var stjórnmálamaður af annarri skúffu en flestir. Hún ferðaðist um landið með opna fundi og upp úr þeim ferðum mótaði hún nýja stefnu fyrir Samfylkinguna sem var nálægt því að þurrkast út í kosningunum 2016.

Innlent
Fréttamynd

Krist­rún hefur beðið Dag af­sökunar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar hefur beðið Dag B. Eggertsson afsökunar á að hafa kallað hann aukaleikara sem ekki væri ráðherraefni flokksins að loknum kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Forystukonan sem sögð er hafa grátið sig á þing

Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætir í Samtalið með Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum og Íslandi í dag í kvöld. Hún segir eðlilega breytingar eiga sér stað á framboðslistum flokksins, þótt einn þingmanna hans hafi sagt sig úr flokknum vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Skrifar sundur­lyndið ekki bara á Vinstri græn

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi mætir í Sam­talið á ólgutímum

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14:00. Seinna í dag liggur leið hans á Bessastaði til að taka einnig við innviðaráðuneytinu í minnihluta starfsstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land má ekki vera sölu­vara er­lendra glæpagengja

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins vill að allir þeir sem koma að landmærum Íslands til að sækja um hæli verði tafarlaust sendir til baka. Þeir missi jafnframt réttinn til að sækja um vernd á Íslandi. Þá væri ekki hægt að ætlast til að Íslendingar aðlagi sig að menningu og siðum þeirra sem hingað flytja, heldur verði fólk sem vilji búa hér að aðlaga sig að íslensku samfélagi.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur í villu og svima

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur komst á for­síðuna en ekki Messi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld.

Innlent
Fréttamynd

Riddari kannana mætir í Sam­talið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Flokkur hans tapaði miklu fylgi í kosningunum 2021 en fer nú með himinskautum í könnunum.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2