„En samt sem áður er þetta tiltölulega einangraður hægrimarkaður. Skipti þessarra tveggja flokka við aðra flokka eru minni heldur en er að færast á milli allra hinna flokkanna. Þannig að það er eins og þú sért með mengi 30 prósent hægrisinnaðara kjósenda og þeir séu allir í sínum egin bergmálshelli. En það séu ekki margir utan bergmálshellisins að hlusta á þá," segir Ólafur.
Að mörgu leyti minni staðan í skoðanakönnunum nú á niðurstöður kosninga árið 1978 þegar A-flokkarnir svo kölluðu, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag, unnu sigra og náðu samanlagt 45 prósentum atkvæða. Eftir þær kosningar mynduðu flokkarnir stjórn undir forystu Ólafs Jóhannessonar þáverandi formanns Framsóknarflokksins.
Ekki missa af Samtalinu með Heimi Má í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld.
Hér er Samtalið í heild sinni: