Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2024 10:42 Katrín Jakobsdóttir ræddi meðal annars rithöfundarferilinn við Heimi Má. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands segir að hún og Ragnar Jónasson hafi fengið margar áskoranir um að skrifa framhald af glæpasögunni Reykjavík. Hún segist ekki myndu geta látið myrða pólitíska andstæðinga sína í mögulegum skáldverkum og segist aðallega vera að huga að endurminningum. Þetta er meðal þess sem fram kom í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt var í gærkvöldi. Um er að ræða hennar fyrsta viðtal eftir að hún steig til hliðar sem forsætisráðherra og bauð sig fram í forsetakosningum fyrr á þessu ári. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um höfundarstörfin í Samtalinu Hefur verið að skrifa Í Samtalinu spyr Heimir Katrínu að því hvort hún sé ekki farin að huga að því að leita í eigin reynslu og skrifa skáldsögu. Jafnvel pólitískan thriller eða morðsögu? „Úr því að þú spyrð þá hef ég alveg verið að skrifa. Reyndar ekki skáldskap, heldur hef ég nú verið aðeins að rifja upp pólitískar minningar. Því ég sit uppi með það að ég er með skjöl á þremur brettum í Þjóðskjalasafninu sem ég er að grysja núna.“ Katrín bætir því við að hún sé reyndar eiginlega ekkert að grysja þau, þetta hafi gengið allt of hægt og það tekið mun meiri tíma en hún hafi átt von á. Hún sé ekkert sérlega vinsæl á safninu fyrir vikið. Katrín segir þar um að ræða skrif sem hún ætli sér ekki endilega að birta, þetta sé fyrst og fremst fyrir hana sjálfa og strákana hennar. Þú ert að gera upp þennan tíma á meðan þú manst hann? „Já minnið er nefnilega mjög brigðult. Ég er aðeins að vinna úr þessu. Þetta eru náttúrulega ótrúlegir tímar sem maður hefur lifað. Ég veit ekkert hvort þetta kemur út.“ Gæti vel gert framhald af Reykjavík Þá spyr Heimir Katrínu að því hvort það blundi ekkert í henni að skrifa um morð í fjármálaráðuneytinu sem dæmi. Eða búa til persónu líkt og Erlend í bókum Arnalds eða góða konu sem leysir málin og vísar til þess að Katrín hafi skrifað glæpasöguna Reykjavík með Ragnari Jónassyni sem kom út árið 2022. „Það eru náttúrulega allir að skrifa glæpasögur. Ég var að skoða Bókatíðindi, mér sýnist þetta vera mjög mikið af glæpasögum,“ segir Katrín. „En við Ragnar erum búin að fá margar áskoranir um að skrifa framhald. Það getur vel verið að við gerum það, við erum alveg með hugmyndir.“ Þú gætir fengið útrás fyrir að drepa fyrrverandi pólitíska andstæðinga þína í bók? „En þá fara allir að þekkja þá þegar þeir mæta,“ segir Katrín hlæjandi. „Menn sem líta út eins og Bjarni og Sigurður Ingi og eru drepnir hræðilega. Heldurðu að þetta væri nú gott?“ segir hún á léttum nótum í Samtalinu. Viðtalið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan. Menning Samtalið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bókmenntir Tengdar fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. 12. desember 2024 19:45 Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. 12. desember 2024 14:47 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt var í gærkvöldi. Um er að ræða hennar fyrsta viðtal eftir að hún steig til hliðar sem forsætisráðherra og bauð sig fram í forsetakosningum fyrr á þessu ári. Klippa: Katrín Jakobsdóttir um höfundarstörfin í Samtalinu Hefur verið að skrifa Í Samtalinu spyr Heimir Katrínu að því hvort hún sé ekki farin að huga að því að leita í eigin reynslu og skrifa skáldsögu. Jafnvel pólitískan thriller eða morðsögu? „Úr því að þú spyrð þá hef ég alveg verið að skrifa. Reyndar ekki skáldskap, heldur hef ég nú verið aðeins að rifja upp pólitískar minningar. Því ég sit uppi með það að ég er með skjöl á þremur brettum í Þjóðskjalasafninu sem ég er að grysja núna.“ Katrín bætir því við að hún sé reyndar eiginlega ekkert að grysja þau, þetta hafi gengið allt of hægt og það tekið mun meiri tíma en hún hafi átt von á. Hún sé ekkert sérlega vinsæl á safninu fyrir vikið. Katrín segir þar um að ræða skrif sem hún ætli sér ekki endilega að birta, þetta sé fyrst og fremst fyrir hana sjálfa og strákana hennar. Þú ert að gera upp þennan tíma á meðan þú manst hann? „Já minnið er nefnilega mjög brigðult. Ég er aðeins að vinna úr þessu. Þetta eru náttúrulega ótrúlegir tímar sem maður hefur lifað. Ég veit ekkert hvort þetta kemur út.“ Gæti vel gert framhald af Reykjavík Þá spyr Heimir Katrínu að því hvort það blundi ekkert í henni að skrifa um morð í fjármálaráðuneytinu sem dæmi. Eða búa til persónu líkt og Erlend í bókum Arnalds eða góða konu sem leysir málin og vísar til þess að Katrín hafi skrifað glæpasöguna Reykjavík með Ragnari Jónassyni sem kom út árið 2022. „Það eru náttúrulega allir að skrifa glæpasögur. Ég var að skoða Bókatíðindi, mér sýnist þetta vera mjög mikið af glæpasögum,“ segir Katrín. „En við Ragnar erum búin að fá margar áskoranir um að skrifa framhald. Það getur vel verið að við gerum það, við erum alveg með hugmyndir.“ Þú gætir fengið útrás fyrir að drepa fyrrverandi pólitíska andstæðinga þína í bók? „En þá fara allir að þekkja þá þegar þeir mæta,“ segir Katrín hlæjandi. „Menn sem líta út eins og Bjarni og Sigurður Ingi og eru drepnir hræðilega. Heldurðu að þetta væri nú gott?“ segir hún á léttum nótum í Samtalinu. Viðtalið í heild sinni má horfa á hér fyrir neðan.
Menning Samtalið Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bókmenntir Tengdar fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. 12. desember 2024 19:45 Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. 12. desember 2024 14:47 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Grautfúl að tapa forsetakosningunum Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. 12. desember 2024 19:45
Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. 12. desember 2024 14:47