
Óaðfinnanleg Elín Klara skaut Haukum upp í þriðja sætið
Haukar eru komnir í 3. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta eftir góðan sigur á ÍR sem áttu engin svör við stórbrotnum leik Elínar Klöru Þorkelsdóttur.
Haukar eru komnir í 3. sæti Olís-deildar kvenna í handbolta eftir góðan sigur á ÍR sem áttu engin svör við stórbrotnum leik Elínar Klöru Þorkelsdóttur.
Fram lagði ÍBV með níu marka mun í 6. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Aðeins munaði stigi á liðunum fyrir leik en það sást ekki í leik kvöldsins.
„Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt. Við auðvitað töpuðum leiknum svo maður var smá tapsár en sældartilfinningin eiginlega trompaði það,“ segir Karen Knútsdóttir um fyrsta handboltaleik sinn í rúm tvö ár. Hún er snúin aftur á völlinn og ætlar að loka handboltaferlinum á eigin forsendum.
Valskonur lögðu Hauka með sex marka mun í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 28-22 í leik þar sem heimakonur í Val voru með yfirhöndina allan tímann.
Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Olís-deildinni þegar liðið lagði lið Hauka í N1 höllinni í 5. umferð deildarinnar. Lokatölur 28-22 þar sem var á brattan að sækja fyrir gestina allan tímann.
Óhætt er að segja að spennan hafi verið gríðarleg í leikjum dagsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Tvö jafntefli voru gerð og Stjarnan vann Gróttu með tveggja marka mun.
ÍBV lagði Stjörnuna með þremur mörkum í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur í Garðabænum 22-25.
Selfoss vann í kvöld sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna og er þar með komið á blað í deildinni. ÍR er hins vegar enn án sigurs.
Gróttu beið afar slæmt tap þegar liðið heimsótti Hauka í fjórðu umferð Olís deildar kvenna. 30-11 urðu lokatölur, Haukum í vil.
Fram og Valur hafa marga hildi háð á handboltavellinum og mætast í 4. umferð Olís-deildar kvenna, í Lambhagahöllinni.
Haukar lentu ekki í teljandi vandræðum með Stjörnuna í 3. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta þökk sé frábærri frammistöðu tveggja lykilmanna.
Fram fór illa með Gróttu í Olís-deild kvenna í handbolta þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi í kvöld, fimmtudag. Lokatölur 20-29 og gestirnir fara því með stigin tvö heim í Grafarholtið.
Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram.
Valur lagði Selfoss með sjö mörkum, 30-23, í 3. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld.
ÍR tóku á móti ÍBV í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld þar sem hart var barist og leikar enduðu jafnir 22-22. Karen Tinna Demian gerði sér lítið fyrir og skoraði helming marka ÍR-liðsins í kvöld.
ÍR og ÍBV áttust við í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld. ÍR sem hafði fyrir leikinn ekki enn náð í sitt fyrsta stig á mótinu voru grátlega nálægt því að leggja ÍBV af velli en urðu að sætta sig við stigið þar sem leiknum lauk með jafntefli 22-22.
„Mér fannst frammistaðan frábær. Auðvitað er alltaf eitthvað sem þú getur rýnt í og allt það en mér fannst við heilt yfir frábærar,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Fram, eftir eins marks sigur sinna kvenna á liði Hauka. Lokatölur 27-26 í Lambhagahöllinni.
Fram vann eins marks sigur á Haukum í 2. umferð Olís-deildar kvenna. Lokatölur 27-26 í leik þar sem allt var í járnum.
Stjarnan vann sinn fyrsta sigur í Olís deild kvenna í handbolta í dag og Fram lék það síðan eftir í Olís deild karla.
Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu þægilegan sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 16-26. Grótta fór þá í góða ferð á Selfoss.
Elín Rósa Magnúsdóttir verður áfram í herbúðum Íslandsmeistara Vals í handboltanum sem eru gleðifréttir fyrir Hlíðarendafélagið.
Leikmenn kvennaliða ÍBV í handbolta og fótbolta sluppu vel þegar rúta þeirra lenti í árekstri á leið heim úr Reykjavík í dag. Einn leikmaður var þó sendur á sjúkrahús til skoðunar.
Íslandsmeistarar Vals hófu leiktíðina í Olís-deild kvenna í handbolta á stórsigri gegn ÍR, 35-26. Nýliðar Gróttu, sem spáð er neðsta sæti, voru nálægt því að fá stig gegn ÍBV en Eyjakonur unnu 23-21 sigur á Seltjarnarnesinu.
Stjarnan átti sér ekki viðreisnar vorn þegar liðið sótti Fram heim 1. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Þá vann ÍR öruggan sigur á Fjölni í 1. umferð Olís-deildar karla.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir lék sinn fyrsta deildarleik með Haukum í kvöld þegar liðið vann sannfærandi tólf marka sigur á nýliðum Selfoss.
Nýliðar Selfoss fengu slæman skell þegar liðið mætti Haukum í fyrstu umferð Olísdeildar kvenna í handbolta að Ásvöllum í kvöld.
Íslandsmeistarabikararnir í handbolta verða áfram í Kaplakrika og á Hlíðarenda ef marka má árlega spá þjálfara, leikmanna og formanna félaganna í Olís-deildunum.
Rakel Dögg Bragadóttir verður ein þriggja kvenkyns aðalþjálfara í Olís-deild kvenna í handbolta í vetur. Hún fagnar fjölgun kvenna í stéttinni en segist hafa lent á veggjum vegna kyns síns.
Íslandsmeistarar Vals byrja nýtt tímabil vel í kvennahandboltanum en liðið vann stórsigur á Stjörnunni í Meistarakeppni HSÍ í dag.
Það er gömul saga og ný að kostnaðarsamt sé fyrir íslensk íþróttalið að taka þátt í Evrópukeppnum í handbolta. Haukakonur ætla að þrífa bíla um helgina til að safna fyrir sinni þátttöku.