„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 14:31 Elín Rósa varð Evrópubikarmeistari með Val síðasta laugardag og hefur leik í úrslitakeppninni gegn Haukum í kvöld. vísir / anton brink Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni. Lítill tími gefst milli leikja, aðeins þrír dagar. Valskonur fögnuðu sigrinum vel síðasta laugardag og hafa eytt síðustu tveimur dögum í endurheimt. „Við tókum frí á sunnudaginn og æfðum létt í gær, tókum fund og æfingu. Skipulögðum okkar og erum bara klárar í þetta.“ Hápunktur tímabilsins að baki Evrópubikarinn er mesta afrek í sögu íslensks kvennahandbolta, en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er eftir. „Þetta er mjög sérstakt. Að vera mjög hátt uppi ennþá í gær og þurfa bara að hætta því. Maður þarf bara að stoppa. Það er mjög erfitt, en við erum góðar í að halda fókus á mikilvægasta verkefnið hverju sinni og nú eru það Haukar.“ Reynir á andlegu hliðina Þó liðið sé gott í því að halda fókus segir Elín það sannarlega reyna á hausinn, andlegu hliðina. „Maður er ennþá að fá sendar myndir og allt það. Ennþá verið að tala um þetta í kringum mann. Þannig að það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa á næsta verkefni.“ Evrópubikarinn gefur ekkert í úrslitaeinvíginu Þá var fókusinn færður á úrslitaeinvígið sjálft, sem hefst á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld. Liðin mættust einnig í úrslitum í fyrra, þar sem Valur vann einvígið 3-0. Á þessu tímabili mættust liðin þrisvar, Valur vann tvo leiki á heimavelli en tapaði leiknum á Ásvöllum. „Þetta er frábært lið og verður ekkert auðveldara þó við séum orðnar Evrópubikarmeistarar. Það skiptir engu máli í þessu samhengi. Frábært Haukalið með frábæra leikmenn og við munum þurfa að setja allt í þetta til þess að eiga möguleika.“ Elín var að lokum spurð út í stuðninginn sem liðið fékk síðasta laugardag og hvort hún ætti von á því að hann myndi haldast í úrslitaeinvíginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við þurfum á góðum stuðningi að halda, ekki bara í Evrópubikarnum. Það er nóg um að vera þegar þú ert Valsari, karlarnir líka í úrslitaeinvíginu, en við þurfum áfram góðan stuðning og ég vona að það verði þannig í kvöld“ sagði Elín Rósa að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Lítill tími gefst milli leikja, aðeins þrír dagar. Valskonur fögnuðu sigrinum vel síðasta laugardag og hafa eytt síðustu tveimur dögum í endurheimt. „Við tókum frí á sunnudaginn og æfðum létt í gær, tókum fund og æfingu. Skipulögðum okkar og erum bara klárar í þetta.“ Hápunktur tímabilsins að baki Evrópubikarinn er mesta afrek í sögu íslensks kvennahandbolta, en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er eftir. „Þetta er mjög sérstakt. Að vera mjög hátt uppi ennþá í gær og þurfa bara að hætta því. Maður þarf bara að stoppa. Það er mjög erfitt, en við erum góðar í að halda fókus á mikilvægasta verkefnið hverju sinni og nú eru það Haukar.“ Reynir á andlegu hliðina Þó liðið sé gott í því að halda fókus segir Elín það sannarlega reyna á hausinn, andlegu hliðina. „Maður er ennþá að fá sendar myndir og allt það. Ennþá verið að tala um þetta í kringum mann. Þannig að það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa á næsta verkefni.“ Evrópubikarinn gefur ekkert í úrslitaeinvíginu Þá var fókusinn færður á úrslitaeinvígið sjálft, sem hefst á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld. Liðin mættust einnig í úrslitum í fyrra, þar sem Valur vann einvígið 3-0. Á þessu tímabili mættust liðin þrisvar, Valur vann tvo leiki á heimavelli en tapaði leiknum á Ásvöllum. „Þetta er frábært lið og verður ekkert auðveldara þó við séum orðnar Evrópubikarmeistarar. Það skiptir engu máli í þessu samhengi. Frábært Haukalið með frábæra leikmenn og við munum þurfa að setja allt í þetta til þess að eiga möguleika.“ Elín var að lokum spurð út í stuðninginn sem liðið fékk síðasta laugardag og hvort hún ætti von á því að hann myndi haldast í úrslitaeinvíginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við þurfum á góðum stuðningi að halda, ekki bara í Evrópubikarnum. Það er nóg um að vera þegar þú ert Valsari, karlarnir líka í úrslitaeinvíginu, en við þurfum áfram góðan stuðning og ég vona að það verði þannig í kvöld“ sagði Elín Rósa að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38