„Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2025 08:00 Sólveig á hliðarlínunni sem þjálfari ÍR þar sem að hún hefur unnið afar gott starf undanfarin þrjú ár. Vísir „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun," segir Sólveig Lára Kjærnested sem hefur, eftir stöðug framfaraskref síðustu þrjú ár með kvennalið ÍR í handbolta, sagt starfi sínu lausu. Óvíst er hvort framhald verði á þjálfaraferli hennar. Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við. Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Sólveig tók við þjálfun ÍR árið 2022 og var það hennar fyrsta starf í þjálfun eftir farsælan feril sem leikmaður lengst af með Stjörnunni og íslenska landsliðinu. Af hverju er komið að leiðarlokum hjá henni og ÍR? „Það er bara komið að ákveðnum tímapunkti í mínu lífi. Þetta er tíma- og orkufrekt, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega skemmtilegt þá krefst þetta mikils af manni. Ég held ég sé að skilja við liðið á góðum stað og að þetta sé rétti tímapunkturinn,“ segir Sólveig í samtali við íþróttadeild. Undir stjórn Sólveigar Láru síðustu þrjú ár hefur ÍR tekið hvert framfaraskrefið á fætur öðru. Farið upp í úrvalsdeild, komist í undanúrslit í bikar og núna í undanúrslit efstu deildar sem er besti árangur kvennaliðs ÍR í handbolta til þessa. Árangurinn ekki síður ánægjulegur með það fyrir augum að ekki eru mörg ár síðan að uppi var umræða um að leggja niður liðið en sem betur fer varð ekkert af því. „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust. Við erum búnar að taka hvert skrefið á fætur öðru. Ég tek við liðinu í næstefstu deild og þar er okkur spáð fjórða sæti. Við förum hins vegar upp í efstu deild í gegnum umspil eftir frábæra rimmu við Selfoss sem var ákveðinn lykilpunktur fyrir félagið og þetta lið. Við náum svo góðu tímabili í fyrra og komum inn með aðeins meiri pressu á okkur á nýafstöðnu tímabili. Það er erfitt að koma ekki á óvart og fara í gegnum annað árið í efstu deild en stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og eru mjög nálægt því að festa sig virkilega í sessi í þessari deild sem er frábær árangur.“ Sólveig sem er alinn upp hjá ÍR en spilaði lengst af með liði Stjörnunnar sem og íslenska landsliðinu, ætlaði sér ekki að fara í þjálfun á sínum tíma en sér ekki eftir að hafa tekið skrefið þangað í dag. „Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun, að hafa tekið skrefið. Þetta kom alveg á óvart á sínum tíma. Hugurinn leitaði ekkert þangað. Kannski er maður alltaf að gera lítið úr sjálfum sér og hafði kannski ekki beint trú á að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert. En það var mannskapur hérna hjá félaginu sem barði í mig trú og var viss um að ég gæti þetta. Ég er þeim aðilum ótrúlega þakklát. Ég er svo þakklát fyrir þessi þrjú ár, fólkið sem ég hef búin að fá að kynnast hérna og vináttuna sem hefur myndast. Ég gæti ekki verið sáttari.“ Brotthvarf Sólveigar á ekki að þýða endastöð góðs árangurs fyrir vel mannað lið ÍR „Ég veit að þeim á eftir að vegna vel. Þessi hópur og þetta lið er frábært. Samheldnin í þessu liði er einstök og ég veit það með nokkurri vissu núna að þeim muni vegna vel. Hver sem tekur við mínu starfi er með frábært lið í höndunum. Það er mjög dýrmætt fyrir mig að geta komið inn í þetta og skilið núna við liðið á þessum stað.“ Óvíst er hvað tekur við á þjálfaraferli Sólveigar eða hvort hann yfir höfuð haldi áfram. „Eins og þetta horfir við mér í dag er ég að fara kúpla mig aðeins út. Hlúa aðeins að sjálfri mér og fjölskyldunni, þeim verkefnum sem við erum að fást við.
Olís-deild kvenna Handbolti ÍR Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira