Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Harri: Vorum algjörir aumingjar í fyrri hálfleik

    HK tapaði sínum fyrsta leik á árinu 2022 gegn Haukum á Ásvöllum. Fyrri hálfleikur Hauka var frábær og enduðu heimakonur á að vinna átta marka sigur 28-20. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik.

    Sport
    Fréttamynd

    Valskonur fóru illa með botnliðið

    Valskonur unnu afar sannfærandi 16 marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 37-21 og Valskonur halda í við topplið Fram.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur

    „Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. 

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram fór illa með botnliðið

    Fram og Afturelding mættust í eina leik kvöldsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Heimakonur unnu sannkallaðan stórsigur en leiknum lauk með sextán marka sigri Fram, lokatölur 38-22.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rakel Dögg hætt með Stjörnuna

    Rakel Dögg Bragadóttir og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um starfslok. Rakel Dögg verður því ekki lengur þjálfari liðsins í Olís-deild kvenna í handbolta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

    Handbolti