Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valsmenn unnu fyrstu bikartvennuna á öldinni

    Valur varð um síðustu helgi bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki í handbolta eftir sigra í úrslitaleikjunum á Ásvöllum. Það er langt frá því að vera árlegur viðburður að sama félag vinni bikarinn hjá báðum kynjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Í draumaheimi myndi það gerast“

    Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar framlengja við lykilmenn

    Rut Jónsdóttir, handknattleikskona ársins 2021, verður áfram í herbúðum KA/Þórs í Olís-deild kvenna næstu tvö árin, en hún skrifaði undir nýjan samning í dag. Þá skrifaði unnusti hennar, Ólafur Gústafsson, einnig undir tveggja ára samning við KA.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjarnan tók mikilvæg stig af HK

    Stjarnan vann góðan þriggja marka sigur er liðið tók á móti HK í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 27-24, en Stjarnan er nú með fimm stiga forskot á HK í sjötta sæti deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Annika kveður Hauka

    Færeyski markvörðurinn Annika Friðheim Petersen hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka. Hún hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Nykøbing-Falster.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Harri: Vorum algjörir aumingjar í fyrri hálfleik

    HK tapaði sínum fyrsta leik á árinu 2022 gegn Haukum á Ásvöllum. Fyrri hálfleikur Hauka var frábær og enduðu heimakonur á að vinna átta marka sigur 28-20. Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari HK, var afar svekktur eftir leik.

    Sport
    Fréttamynd

    Valskonur fóru illa með botnliðið

    Valskonur unnu afar sannfærandi 16 marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur urðu 37-21 og Valskonur halda í við topplið Fram.

    Handbolti