„Skandall að hún sé að hætta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 13:00 Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik KA/Þórs og Hauka sem Norðankonur unnu 26-25. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik Þórs/KA og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina en hún tilkynnti nýverið að skórnir væru komnir upp í hillu. Hún var því til umræðu í Seinni bylgjunni. Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira