„Skandall að hún sé að hætta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 13:00 Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik KA/Þórs og Hauka sem Norðankonur unnu 26-25. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik Þórs/KA og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina en hún tilkynnti nýverið að skórnir væru komnir upp í hillu. Hún var því til umræðu í Seinni bylgjunni. Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira
Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Sjá meira