Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Rosalega gaman að fá tvær svona góðar fréttir með stuttu millibili“

    Í stað þess að selja frosna þorskhnakka á Íslandi til að safna fé fyrir félagið sitt getur Darri Aronsson gætt sér á hvítvínslegnum sniglum við bakka Signu í borg ástarinnar, París, sem atvinnumaður í handbolta frá og með næstu leiktíð. Hann er afar spenntur fyrir því að spila í einni albestu deild heims en staðráðinn í að kveðja Hauka með titli og helst titlum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    „Stríð er það versta sem til er“

    Eins og aðrir Úkraínumenn hefur Igor Kopyshynskyi, handboltamaður í Haukum, miklar áhyggjur af stöðunni þar í landi. Hann hefur hafið söfnun til styrktar börnum í Úkraínu. Ef ekki hefði verið fyrir símtal frá Haukum hefði hann mögulega verið í Úkraínu þegar stríðið þar braust út.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn unnu fyrstu bikartvennuna á öldinni

    Valur varð um síðustu helgi bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki í handbolta eftir sigra í úrslitaleikjunum á Ásvöllum. Það er langt frá því að vera árlegur viðburður að sama félag vinni bikarinn hjá báðum kynjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Örvhentu skytturnar áfram hjá meisturunum

    Eftir að hafa tryggt sér annan bikarmeistaratitil sinn í röð um helgina tilkynntu Íslands- og bikarmeistarar Vals í handbolta karla um að samningar hefðu verið framlengdir við helstu örhventu skyttur liðsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Snorri Steinn: Svakalega glaður og stoltur af liðinu

    Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir sigurinn á KA, 36-32, í úrslitaleik Coca Cola bikar karla í handbolta í dag. Þetta var fjórði stóri titilinn sem Valur vinnur undir stjórn Snorra og sá þriðji á síðustu níu mánuðum. Þeir hafa allir unnist á Ásvöllum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler

    „Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna

    KA og FH mættust í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA heimilinu í kvöld. KA fyrir leikinn í 8. sæti en FH í þriðja sæti með tvo leiki til góða á efstu liðin. Að lokum fór KA með sterkan fimm marka sigur af hólmi, 32-27, eftir virkilega flottan síðari hálfleik.

    Handbolti