Talaði við fjölskylduna, fór til Noregs og þeim leist best á mig Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 09:00 Sander Sagosen er aðalmaður norska landsliðsins og leikmaður Kiel en mun halda heim til nýja ofurliðsins í Noregi, Kolstad, á næsta ári. Getty/Nikola Krstic Tvær af allra stærstu handboltastjörnum heims eru í hópi skjólstæðinga umboðsmannsins Arnars Freys Theodórssonar sem var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni. Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Arnar Freyr er umboðsmaður um það bil sextíu handboltamanna og þar á meðal er stærstur hluti íslenska landsliðshópsins, til að mynda Aron Pálmarsson. Önnur stórstjarna handboltans sem Arnar Freyr hefur séð um frá því að hann var unglingur er Norðmaðurinn Sander Sagosen. Arnar útskýrði í þættinum hvernig það kom til að hinn 27 ára gamli Sagosen, sem nú hefur spilað með Aalborg, PSG og Kiel, valdi Íslending sem sinn umboðsmann. „Ég sá hann spila þegar hann var sextán ára og svo var mér bent á hann af Manolo Cadenas (fyrrverandi þjálfara Barcelona og spænska og argentínska landsliðsins). Hann sagði mér að þessi gæi yrði bestur í heimi. Þá var ég búinn að sjá hann einu sinni og fannst hann alveg áhugaverður, en fór þá að skoða hann mikið betur,“ sagði Arnar. „Ég hafði svo samband við fjölskylduna hans, fór til Noregs og hitti hann, og þeim leist best á mig af öllum. Þetta er ekkert flóknara en það,“ bætti hann við. „Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn“ Sagosen, sem heldur til nýja norska ofurliðsins Kolstad á næsta ári, var eins og fyrr segir ungur þegar Arnar tók hann að sér. Arnar segist vanalega kjósa að handboltamenn fari sér hægt þegar þeir séu ungir að árum: „Hann var bara 17 ára þarna. Vanalega tala ég ekki við svona unga leikmenn. Handboltinn nýtur góðs af því að þú þarft ekki að taka ákvarðanir svona ungur. Þú ert bara barn og átt ekki að þurfa að pæla í umboðsmanni eða fara út að spila þegar þú ert bara 17 ára. Þú átt að fá að njóta þín þar sem þú ert, vaxa og dafna, og leika þér í handbolta. Þess vegna tala ég vanalega ekki við svona unga leikmenn.“ Hægt er að hlusta á nýjasta hlaðvarpsþátt Seinni bylgjunnar hér að neðan en auk spjallsins við Arnar Frey er þar hitað upp fyrir 3. umferðina í Olís-deild karla og skoðað hvað íslensku atvinnumennirnir gerðu í vikunni.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira