Kartafla í útrýmingarhættu? Fréttablaðið sagði frá því gær að kartöflurækt á Íslandi ætti í erfiðleikum. Óhagstætt veðurfar síðustu ár og lágt verð á kartöflum hefur komið niður á afkomu greinarinnar, framleiðendum hefur fækkað úr um 200 í 32 á áratug. Það helgast að einhverju leyti af því að fyrirtækin hafa stækkað í viðleitni til að ná aukinni hagkvæmni. Fastir pennar 22. janúar 2014 06:00
Bankaskattsfúsk Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Skoðun 21. janúar 2014 06:00
Skrúfað fyrir bull Atli Harðarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, gerði vel í því að gagnrýna furðulegar tillögur frá menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að standa í umsagnarbréfi um nemendur sem klára framhaldsskólapróf. Skoðun 18. janúar 2014 09:52
Vitum við að vatnið er hreint? Gnótt af vatni er ein mikilvægasta auðlind Íslands. Í hátíðarræðum, túristabæklingum og spjalli okkar hvers og eins við útlendinga er ítrekað fullyrt að Íslendingar eigi hreinasta og bezta vatn í heimi. Fastir pennar 17. janúar 2014 06:00
Herlausa borgin Jón Gnarr strengdi þess heit í upphafi árs að koma því í gegn áður en borgarstjóratíð hans lyki að Reykjavík yrði lýst herlaus borg. Af ummælum sem borgarstjórinn hefur látið falla má ætla að í því felist að hermenn séu almennt ekki velkomnir í Reykjavík, herflugvélar megi ekki lenda á Reykjavíkurflugvelli og herskip ekki leggjast að í Reykjavíkurhöfn. Bono í U2 finnst þetta víst frábær hugmynd. Fastir pennar 15. janúar 2014 07:00
Máli drepið á dreif Umræður um hver eigi að vera næstu skrefin í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins taka æ furðulegri stefnu. Fyrir kosningar voru lykilmenn í báðum núverandi stjórnarflokkum á því að gera ætti hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þeirra. Fastir pennar 14. janúar 2014 07:00
Þvingun eða val? Undanfarið hefur verið fjallað talsvert um svokallaða ungbarnaleikskóla, sem taka við börnum um eins árs aldurinn eða jafnvel fyrr, strax eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Alþingi samþykkti fyrir jólin ályktun um að fela menntamálaráðherra, í samstarfi við Samband íslenzkra sveitarfélaga, að "meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur.“ Fastir pennar 11. janúar 2014 06:00
Höft og hlutabréfamarkaður Merki eru farin að sjást um að eignabóla geti orðið til á íslenzka hlutabréfamarkaðnum. Það er mat tveggja sérfræðinga sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, þeirra Stefáns Brodda Guðjónssonar hjá greiningardeild Arion banka og Jóhanns Viðars Ívarssonar hjá IFS greiningu. Skoðun 10. janúar 2014 06:00
Ekki spilla þjóðarsáttinni Þegar skrifað var undir kjarasamningana á almenna vinnumarkaðnum fyrir jólin var mjög skýrt að ein forsenda þess að þeir væru gerðir – og að hægt yrði að gera nýja og jafnskynsamlega samninga eftir ár – væri að verðhækkunum yrði haldið í skefjum. Ef verðbólgan fer af stað, er kaupmáttaraukningin sem í samningunum felst fljót að hverfa. Fastir pennar 9. janúar 2014 07:00
Blindan á stóru myndina Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, skrifaði í síðustu viku grein á vef sinn, sem vakti talsverða athygli. Þar gagnrýnir hann harðlega að sorpbrennslustöðin í Vestmannaeyjum skyldi svipt starfsleyfi vegna þess að hún uppfyllti ekki reglur um mengunarvarnir. Fastir pennar 8. janúar 2014 06:00
Viðkvæmt en brýnt Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Fastir pennar 7. janúar 2014 07:00
Hlusta eða fara Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Kryddsíldinni á Stöð 2 á gamlársdag að hann væri afslappaður gagnvart tímasetningunni á þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, sem báðir stjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar. Fastir pennar 4. janúar 2014 06:00
Vígamenn netsins Bæði Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands og Ólafur Ragnar Grímsson forseti gerðu umræðuhætti þjóðarinnar að umtalsefni í áramótaávörpum sínum. "Við erum ekki öll eins og við erum ekki öll með sömu skoðanir. En eitt af grundvallaratriðum mannlegra samskipta er að virða skoðanir annarra,“ sagði Agnes biskup. "Það er ljótt að sjá það á bloggsíðum og í athugasemdakerfum á netinu þegar lítið er gert úr skoðunum fólks, það hreinlega lagt í einelti með sífelldu niðurtali og háði.“ Fastir pennar 3. janúar 2014 07:00
Evra við Eystrasalt Ísland var fyrst ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna, Eistlands, Lettlands og Litháens, þegar þau lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum 1991. Íslendingar hafa alla tíð staðið með þessum ríkjum í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Fastir pennar 2. janúar 2014 00:00
Týnt tækifæri Opið hagkerfi, greið milliríkjaviðskipti og alþjóðleg bandalög hafa verið lykillinn að velgengni margra ríkja, ekki sízt þeirra smærri. Víða í ríkjunum sem við berum okkur saman við ríkir nokkuð breið samstaða um utanríkis- og utanríkisviðskiptapólitíkina og það er ein forsenda Fastir pennar 31. desember 2013 06:00
Æ mikilvægara björgunarstarf Nú stendur ein mesta fjáröflunarvertíð björgunarsveitanna fyrir dyrum, flugeldasalan fyrir áramótin. Það er óhætt að hvetja alla landsmenn, sem á annað borð ætla að kaupa flugelda, til að styrkja björgunarsveitirnar með framlagi sínu. Við eigum alveg gríðarlega mikið undir því að búnaður og tæki sveitanna sé eins og bezt verður á kosið. Við vitum aldrei hvenær við eða okkar nánustu geta þurft á aðstoð þeirra að halda. Fastir pennar 28. desember 2013 07:00
Skynsamlegir kjarasamningar Staðhæfingar um að lítið hafi verið gert fyrir þá lægst launuðu eru ekki réttar. Ákvæði um lágmarkskrónutöluhækkun þýða að lægstu launin hækka um fimm prósent og allir taxtar undir 230 þúsundum hækka sérstaklega. Fastir pennar 27. desember 2013 07:00
Fæðingarsaga Í kvöld hlustum við enn og aftur á söguna af umtöluðustu fæðingu allra tíma. Hún fór ekki fram við kjöraðstæður; fæðingarstaðurinn var fjárhús og enginn heilbrigðisstarfsmaður var viðstaddur. Það er hætt við að fáir íslenzkir foreldrar létu bjóða sér "hreiður“ af því tagi, Fastir pennar 24. desember 2013 06:00
Krukkað í ónýtt kerfi Margir bundu talsverðar vonir við að þegar nýr samningur Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) tók gildi árið 1995 myndi hann stuðla að aukinni samkeppni á íslenzkum búvörumarkaði. Fastir pennar 20. desember 2013 00:00
Veikburða stjórnsýsla Setning laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum er að mörgu leyti undarlegt mál. Ákvæði um að ákveðið hlutfall af eldsneytinu sem við kaupum á benzínstöðvum verði að vera lífdísill, metanól eða eitthvað svipað taka gildi um áramót. Fastir pennar 18. desember 2013 07:00
Siðferðisbrestur og tvískinnungur Málflutningur stjórnarliðsins um IPA-styrkina svokölluðu frá Evrópusambandinu verður æ furðulegri. Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, var í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni á laugardaginn orðinn jafnhissa og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra á því að Evrópusambandið ætlaði ekki að halda áfram að styrkja verkefni sem komin voru af stað. Fastir pennar 17. desember 2013 07:00
Skammstafanir og möppudýr Það þarf nú ekki að koma nokkrum manni á óvart hvernig möppudýr með excelskjal fyrir sjóndeildarhring bregðast við róttækustu aðgerð í heimi í þágu skuldsettra heimila. Már seðlabankastjóri og peningastefnunefnd bankans voru með tóm leiðindi, eins og við mátti búast. Peningastefnunefndin telur líklegt að stóra skuldaleiðréttingin muni auka verðbólgu og skapa þrýsting á lækkun krónunnar. Fastir pennar 13. desember 2013 07:00
Íslenzki tvískinnungurinn Um síðustu helgi náðist samkomulag á ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um að liðka fyrir alþjóðaviðskiptum á ýmsa lund. Meðal annars var samið um að hraða tollafgreiðslu á matvörum sem hætt er við skemmdum, Fastir pennar 12. desember 2013 06:00
Með hreinum keimlíkindum Fréttablaðið sagði frá því í gær að fjármála- og efnahagsráðherrann hefði lagt fram á Alþingi frumvarp, sem gerir meðal annars ráð fyrir að Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins geti neitað að taka í sölu áfenga drykki sem eru í umbúðum sem líkjast um of umbúðum annarra vara, til dæmis óáfengra drykkja. Fastir pennar 11. desember 2013 08:34
Horft í naflann Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í fréttum RÚV í fyrrakvöld að lækka ætti fyrirhuguð framlög til þróunarsamvinnu um "einhver hundruð milljóna til þess að forgangsraða í þágu heilbrigðisþjónustunnar“, eins og hann orðaði það. Fastir pennar 10. desember 2013 06:00
Fyrirmynd fallin frá Nelson Mandela er heimsbyggðinni harmdauði. Hann er ekki eingöngu syrgður í heimalandi sínu Suður-Afríku heldur víða um lönd. Hann var líklega áhrifamesti stjórnmálamaður og þjóðarleiðtogi samtímans, jafnvel þótt hann væri löngu hættur formlegum afskiptum af pólitík, enda orðinn 95 ára gamall. Fastir pennar 9. desember 2013 07:00
Hlustum á viðvörunarbjöllur Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra að niðurstaðan í alþjóðlegu PISA-könnuninni er áfall fyrir þjóðina alla. Tíundu bekkingar á Íslandi standa mun verr en fyrir áratug, ástandið hefur versnað miklu meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu Fastir pennar 6. desember 2013 06:00
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun