Sérhagsmunamatið Ólafur Stephensen skrifar 27. febrúar 2014 07:58 Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn býr sig nú undir að stíga lokaskrefið í átt að markmiðinu um að festast í rúmlega fjórðungsfylgi. Með þeirri stefnu að neita þjóðinni um að greiða atkvæði um aðildarsamning við Evrópusambandið - og nú með því að svíkja kosningaloforðið um að þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna yrði haldin á kjörtímabilinu - hefur forysta flokksins fælt frá honum stóran hóp kjósenda. Það er fólk sem telur að Ísland eigi heima í ESB - eða hefur jafnvel ekki gert upp hug sinn, en vill fá að sjá aðildarsamninginn og kjósa um hann. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstöðu meðal hófsamra hægriflokka í Evrópu, sem langflestir eru hlynntir ESB-aðild á forsendum frjálsra viðskipta og vestrænnar samvinnu. Flokkurinn vill ekki eiga heima í þeirra hópi; árið 2011 yfirgaf hann samtök þeirra, EPP, og þar með til dæmis norrænu íhaldsflokkana. Í staðinn gekk hann í AECR, samtök hægriflokka með efasemdir um Evrópusamstarfið, en þar eru brezki Íhaldsflokkurinn og ýmsir (aðallega smærri) flokkar sem sumir hafa heldur ógeðfellda stefnu, til dæmis í málum innflytjenda og samkynhneigðra. Forystu flokksins hefur orðið tíðrætt um að afstaða hans sé byggð á mati á hagsmunum Íslands. Það mat virðist bæði þröngt og mótsagnakennt. Forysta Sjálfstæðisflokksins hlustar á hagsmunasamtök gömlu undirstöðuatvinnugreinanna, sjávarútvegs og landbúnaðar. Hún hlustar hins vegar ekki á heildarsamtök atvinnulífsins, SA eða Viðskiptaráð, og ekki heldur á ASÍ, en þessi þrenn samtök vilja öll ljúka aðildarviðræðunum við ESB. Flokksforystan hlustar alls ekki á fulltrúa nýrra atvinnugreina sem byggja á þekkingu og hugviti og kalla eftir stöðugum gjaldmiðli og fjárfestingarumhverfi, sem fengist með inngöngu í ESB. Þó eru þetta vaxtarbroddar atvinnulífsins, sem með réttu ættu að skapa þjóðinni mest verðmæti í framtíðinni af því að þeir eru ekki háðir takmörkuðum náttúruauðlindum. Forystan hlustar ekki einu sinni á þann part af landsfundarályktunum flokksins sem kveða á um að krónan geti ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands og "kanna eigi til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar". Þess í stað rýkur hún til og útilokar eina raunhæfa kostinn á öðrum gjaldmiðli en krónunni. Matið virðist því fremur sérhagsmunamat en mat á heildarhagsmunum þjóðarinnar og hvernig Ísland haldi sem flestum möguleikum opnum. Það er breyting frá því sem einu sinni var. Og þrátt fyrir allt talið um fullveldi, sættir forysta Sjálfstæðisflokksins sig glöð við þá fullveldisskerðingu sem felst í að fá stóran hluta löggjafar landsins sendan beint frá Brussel, án þess að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hana. Sumir hafa spáð klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna væntanlegra slita á viðræðunum við ESB. Sá klofningur hefur í rauninni átt sér stað. Evrópusinnarnir voru flestir farnir annað. Nú er ljóst að þeir hafa ekki ástæðu til að koma nokkurn tímann aftur. Einhverjir til viðbótar munu svo fara sömu leið. Það er heldur ekki líklegt að alveg á næstunni verði til nýr Evrópusinnaður mið-hægriflokkur eins og kjósendur eiga val um í flestum nágrannalöndum okkar. Til þess er of langt í næstu þingkosningar. Hitt er deginum ljósara að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur búið til gott pláss fyrir slíkan flokk.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun