Frjáls viðskipti, frjálsir borgarar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. janúar 2014 06:00 Alþingi staðfesti í gær fríverzlunarsamning Íslands og Kína, sem undirritaður var í vor. Miklir efnahagslegir hagsmunir felast í samningnum. Verð á kínverskum vörum mun væntanlega lækka hér á landi og vonir eru bundnar við að útflutningur íslenzkra fyrirtækja til Kína aukist verulega og rétti af hallann á viðskiptum landanna. Ýmsir hafa á undanförnum vikum sagt að þingið ætti ekki að staðfesta samninginn vegna ástands mannréttindamála í Kína. Það er að sönnu afar slæmt. Í umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um samninginn er vitnað til skýrslu Amnesty International, þar sem segir að einræðisstjórnin í Kína hafi „haldið pólitískum aðgerðasinnum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum aðgerðasinnum í heljargreipum. Þeir hafi ítrekað sætt ógnunum, áreitni, þurft að sæta fangelsun eftir geðþótta og margir hafi horfið sporlaust á liðnum mánuðum. Aðgangur að réttlæti hafi verið takmarkaður verulega fyrir marga; múslímar, búddistar og kristnir sem ræktu trú sína utan leyfðra staða ásamt Falun Gong-iðkendum sættu pyntingum, áreitni, fangelsun og öðrum takmörkunum á trúfrelsi þeirra“. Beiðnir eftirlitsstofnana Sameinuðu þjóðanna um heimsóknir til að sannreyna ástand mannréttindamála hafa verið hunzaðar. Mannréttindaskrifstofan hvatti Alþingi hins vegar ekki til að hafna staðfestingu samningsins, ekki frekar en Amnesty. Hún hvetur íslenzk stjórnvöld þvert á móti til að „grípa hvert tækifæri, þar á meðal það sem að vissu leyti gefst með umræddum fríverslunarsamningi, til þess að berjast fyrir mannréttindum“. Það er hin rétta afstaða í málinu. Með frjálsum viðskiptum við Kína aukast samskipti vestrænna lýðræðisríkja við þarlend stjórnvöld, fyrirtæki og almenning. Það er líklegra til að vinna mannréttindum brautargengi en að loka á samskipti við Kína. Alþingi gerði því rétt í að staðfesta samninginn. En þingið ætti líka að samþykkja þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og þingmanna úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki, um fordæmingu á ofsóknum kínverskra stjórnvalda gagnvart Tíbetum. Sömuleiðis ætti að samþykkja þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar og þingmanna úr öllum flokkum nema stjórnarflokkunum, um að þingið biðji iðkendur Falun Gong afsökunar á aðgerðum íslenzkra stjórnvalda gegn þeim árið 2002. Þá var fólki meinað að nota rétt sinn til friðsamlegra mótmæla við opinbera heimsókn forseta Kína, undir miklum þrýstingi frá Kínastjórn. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi fyrir stuttu að hann hefði ekki verið hrifinn af síðarnefndu þingsályktunartillögunni og ekki talið hana alveg „þjóna tilgangi sínum“. Tilgangurinn er þó alveg augljós. Með þessu móti væru skilaboðin til Kínverja skýr: Við viljum gjarnan eiga við ykkur sem mest og frjálsust viðskipti. En við látum viðskiptahagsmuni að sjálfsögðu ekki draga úr okkur að fordæma mannréttindabrot í Kína og höft á frelsi borgaranna. Við látum Kínverja heldur aldrei aftur þrýsta á okkur að takmarka frelsi fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Alþingi staðfesti í gær fríverzlunarsamning Íslands og Kína, sem undirritaður var í vor. Miklir efnahagslegir hagsmunir felast í samningnum. Verð á kínverskum vörum mun væntanlega lækka hér á landi og vonir eru bundnar við að útflutningur íslenzkra fyrirtækja til Kína aukist verulega og rétti af hallann á viðskiptum landanna. Ýmsir hafa á undanförnum vikum sagt að þingið ætti ekki að staðfesta samninginn vegna ástands mannréttindamála í Kína. Það er að sönnu afar slæmt. Í umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um samninginn er vitnað til skýrslu Amnesty International, þar sem segir að einræðisstjórnin í Kína hafi „haldið pólitískum aðgerðasinnum, baráttufólki fyrir mannréttindum og öðrum aðgerðasinnum í heljargreipum. Þeir hafi ítrekað sætt ógnunum, áreitni, þurft að sæta fangelsun eftir geðþótta og margir hafi horfið sporlaust á liðnum mánuðum. Aðgangur að réttlæti hafi verið takmarkaður verulega fyrir marga; múslímar, búddistar og kristnir sem ræktu trú sína utan leyfðra staða ásamt Falun Gong-iðkendum sættu pyntingum, áreitni, fangelsun og öðrum takmörkunum á trúfrelsi þeirra“. Beiðnir eftirlitsstofnana Sameinuðu þjóðanna um heimsóknir til að sannreyna ástand mannréttindamála hafa verið hunzaðar. Mannréttindaskrifstofan hvatti Alþingi hins vegar ekki til að hafna staðfestingu samningsins, ekki frekar en Amnesty. Hún hvetur íslenzk stjórnvöld þvert á móti til að „grípa hvert tækifæri, þar á meðal það sem að vissu leyti gefst með umræddum fríverslunarsamningi, til þess að berjast fyrir mannréttindum“. Það er hin rétta afstaða í málinu. Með frjálsum viðskiptum við Kína aukast samskipti vestrænna lýðræðisríkja við þarlend stjórnvöld, fyrirtæki og almenning. Það er líklegra til að vinna mannréttindum brautargengi en að loka á samskipti við Kína. Alþingi gerði því rétt í að staðfesta samninginn. En þingið ætti líka að samþykkja þingsályktunartillögu Birgittu Jónsdóttur og þingmanna úr öllum flokkum nema Framsóknarflokki, um fordæmingu á ofsóknum kínverskra stjórnvalda gagnvart Tíbetum. Sömuleiðis ætti að samþykkja þingsályktunartillögu Guðmundar Steingrímssonar og þingmanna úr öllum flokkum nema stjórnarflokkunum, um að þingið biðji iðkendur Falun Gong afsökunar á aðgerðum íslenzkra stjórnvalda gegn þeim árið 2002. Þá var fólki meinað að nota rétt sinn til friðsamlegra mótmæla við opinbera heimsókn forseta Kína, undir miklum þrýstingi frá Kínastjórn. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi fyrir stuttu að hann hefði ekki verið hrifinn af síðarnefndu þingsályktunartillögunni og ekki talið hana alveg „þjóna tilgangi sínum“. Tilgangurinn er þó alveg augljós. Með þessu móti væru skilaboðin til Kínverja skýr: Við viljum gjarnan eiga við ykkur sem mest og frjálsust viðskipti. En við látum viðskiptahagsmuni að sjálfsögðu ekki draga úr okkur að fordæma mannréttindabrot í Kína og höft á frelsi borgaranna. Við látum Kínverja heldur aldrei aftur þrýsta á okkur að takmarka frelsi fólks.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun