Fíll í felum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. janúar 2014 06:00 Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fyrirheit stjórnarflokkanna um afnám verðtryggingar á neytendalánum hefur frá upphafi verið innantómt. Ástæðan er að það gengur þvert á þá stefnu ríkisstjórnarinnar að halda í íslenzku krónuna sem gjaldmiðil og hafna öðrum kostum sem eru í boði. Verðtryggingin er nefnilega verðið sem við greiðum fyrir krónuna. Hún er veikur og óstöðugur gjaldmiðill sem rýrnar stöðugt. Engum dettur í hug að lána fólki krónur til langs tíma nema hafa tryggingu fyrir því að fá jafnverðmætar krónur til baka. Verðtrygging er eitt form slíkrar tryggingar, annað er háir vextir sem geta tekið stökk ef krónan fellur og verðbólga eykst og það þriðja gengisviðmiðun, sem búið er að dæma ólöglega. Verðtryggingin er í rauninni bara fylgikvilli þess undirliggjandi sjúkleika íslenzka hagkerfisins sem felst í því að búa við krónuna. Með tillögum nefndar um afnám verðtryggingar neytendalána, sem skilaði af sér í fyrradag, er einungis reynt að fást við fylgikvillann – og það með einhvers konar smáskammta- eða skottulækningum. Það verður að teljast nokkurt afrek, en í fjörutíu og fimm blaðsíðna skýrslu nefndarinnar er ekki að finna stafkrók um samhengi verðtryggingarinnar og veiks gjaldmiðils. Það mætti halda að það hafi staðið í erindisbréfinu að bezt væri að nefna það ekki. Í tillögum nefndarinnar felst ekkert afnám verðtryggingar á neytendalánum. Þvert á móti er skýrslan á löngum köflum ágætur rökstuðningur fyrir því að við núverandi aðstæður í hagkerfinu (sem ekki er fyrirséð að breytist) sé ómögulegt og í rauninni stórhættulegt að afnema verðtrygginguna. Það eina sem nefndin kreistir upp úr sér er að banna eigi verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára og sömuleiðis verðtryggð lán með skamman lánstíma. Þetta mun hafa lítil áhrif önnur en þau að fækka valkostum neytenda sem vilja taka lán, þyngja greiðslubyrðina hjá fólki sem tekur ný lán og gera þeim tekjulægri erfiðara fyrir að eignast húsnæði. Löngu verðtryggðu húsnæðislánin eru að sönnu andstyggileg og skiljanlegt að fólk vilji vera laust við þau; eignamyndunin er óskaplega hæg og höfuðstóllinn fer stundum hækkandi árum saman. Þau verja hins vegar fólk, og þá sérstaklega þá tekjulægri, fyrir höggum verðbólgunnar með því að fresta greiðslubyrðinni í stað þess að taka út áfallið strax eins og gerist með óverðtryggðum lánum. Og í hagkerfi þar sem verðbólguskotin eru tíð og í beinu samhengi við gengisfall krónunnar hefur þetta lánsform reynzt skárra en óverðtryggðu lánin; samanburður sem Alþýðusambandið gerði fyrir nokkrum misserum sýndi að til langs tíma væru raunvextir verðtryggðra lána neytendum hagstæðari en þeirra óverðtryggðu, af því að lánastofnanir reikna verðbólguáhættu inn í vexti þeirra síðarnefndu. Nefndin lætur eins og eftir tvö ár sé hægt að skoða það að taka næsta skref; að afnema verðtryggingu neytendalána að fullu. Þegar skýrslan er lesin vel sést að nefndin hefur í raun enga trú á að hægt sé að gera það án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar. Umræðan um afnám verðtryggingar snýst að miklu leyti um hluti sem skipta í raun ekki máli. Ef við viljum losna við verðtrygginguna verðum við að tala um fílinn í stofunni, ónýtan gjaldmiðil, sem virðist hafa tekizt svona ljómandi vel að fela sig fyrir nefnd forsætisráðherra.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun