Varð vinsælasta smáforritið á Íslandi á sólarhring Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum. Lífið 8. mars 2022 17:30
„Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“ Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum. Lífið 2. mars 2022 11:31
Þórey ráðin fjármálastjóri VAXA Þórey G. Guðmundsdóttir, sem starfaði áður um árabil sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá hátæknigróðurhúsinu VAXA. Mun hún taka við starfinu innan fárra vikna. Klinkið 1. mars 2022 17:30
Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni „Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur. Innherji 28. febrúar 2022 07:01
„Öskuhaugarnir lagðir niður að fullu og öllu“ Ein af skemmtilegri sögum úr rekstri Héðins hf. er frá árinu 1959. Þegar menn töldu að framtíðarlausnin á sorpurðun væri fundin. Atvinnulíf 27. febrúar 2022 08:01
Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið. Innherji 25. febrúar 2022 11:33
Baader kaupir restina af hlutfé Skagans 3X Þýska fyrirtækið Baader hefur samið um kaup á 40 prósent hlutafjár í hátæknifyrirtækinu Skaganum 3X. Árið 2020 keypti Baader 60 prósent hlutafjár í fyrirtækinu. Viðskipti innlent 21. febrúar 2022 17:28
Nýsköpunarfyrirtækið Taktikal með nýja lausn í rafrænum undirskriftum Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Taktikal gaf út fyrr í þessum mánuði nýja lausn í alþjóðlegum rafrænum undirritunum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem ekki hefur verið í boði hér á landi áður. Er lausnin sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við erlenda aðila eða starfa á alþjóða vettvangi. Innherji 20. febrúar 2022 15:00
„Fyrirtækið var skírt þessum Bjarnhéðni til heiðurs“ Þeir unnu allan sólahringinn segir í gamalli blaðagrein um stofnendur Héðins hf. Fyrirtækis sem telst eitt af framúrskarandi fyrirtækjum landsins og hefur skapað þúsundir starfa á Íslandi í heila öld. Atvinnulíf 20. febrúar 2022 08:01
Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum. Innherji 16. febrúar 2022 16:23
Íslenskir frumkvöðlar í Fjarðarkaup Frumkvöðladagar standa nú yfir í Fjarðarkaup. Fimmtán framleiðendur taka þátt og kynna vörur sínar í versluninni fram til 19. febrúar. Viðskiptavinir geta smakkað spennandi nýjungar og kynnst hugmyndinni á bak við vörurnar og framleiðendur en allir framleiðendurnir koma frá Eldstæðinu, atvinnueldhúsi fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur. Lífið samstarf 16. febrúar 2022 15:46
Nýr banki kominn með starfsleyfi hjá Seðlabankanum Seðlabanki Íslands veitti í dag áskorendabankanum indó leyfi til að starfa sem sparisjóður. Indó tryggði sér tæplega 600 milljóna króna fjármögnun síðastliðið haust. Viðskipti innlent 15. febrúar 2022 18:32
Heiður í tölum Ég sá Gunnar Þórðarson um helgina og það var auðséð að hann er ekki ungur enn. Skoðun 14. febrúar 2022 16:07
Létu skort á öldruðum sauðfjárbændum ekki á sig fá Fólkið á bak við TVÍK, tæknivædda íslenskukennarann, vill umbylta tungumálakennslu og hjálpa fleirum að þora að tala íslensku. Teymið skipar Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson en þau unnu nýverið nýsköpunarkeppnina Gulleggið. Viðskipti innlent 13. febrúar 2022 10:01
Reykjavíkurborg styrkir Hringiðu um rúmar tíu milljónir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups undirrituðu í morgun samstarfssamning sem miðar að því að efla frumkvöðlastarfsemi sem byggir á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Viðskipti innlent 11. febrúar 2022 15:47
Fengu Nýsköpunarverðlaun forseta fyrir gagnasjá fyrir gjörgæsludeild Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Innlent 10. febrúar 2022 13:51
Byggir nýja ráðuneytið á hugmyndafræði Amazon og Google Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vill að nýstofnað ráðuneytið beri þess skýr merki að vera búið til árið 2022. Innherji 7. febrúar 2022 11:00
Huld óskaði eftir að láta af störfum Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor. Viðskipti innlent 5. febrúar 2022 18:49
TVÍK hlaut Gulleggið 2022 Teymið á bak við TVÍK, eða tæknivædda íslenskukennarann, vann Gulleggið 2022, elstu frumkvöðlakeppni landsins. Viðskipti innlent 4. febrúar 2022 21:05
Lokakeppni Gulleggsins 2022 Lokakeppni Gulleggsins fer fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni keppa til úrslita. Hægt er að fylgjast með viðburðinum sem hefst klukkan 16 í Grósku í spilaranum hér fyrir neðan og á stöðinni Stöð 2 Vísi. Viðskipti innlent 4. febrúar 2022 15:01
Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins. Innherji 4. febrúar 2022 08:20
Keppast um að komast í hóp Controlant, Meniga og Pay Analytics Tíu teymi keppa til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í dag en keppnin hófst 15. janúar. Alls bárust 155 hugmyndir í ár og þar af yfir áttatíu kynningar frá teymum sem vildu freista þess að komast í lokakeppnina. Viðskipti innlent 4. febrúar 2022 07:00
Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema „Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs. Atvinnulíf 3. febrúar 2022 07:01
Nýsköpunarlandið Reykjavík Ofurtrú á nágrannalöndin og hvað þau gera í sínum málum á það til að byrgja íslenskum stjórnmálamönnum sýn. Minnimáttarkennd Íslendinga hefur það í för með sér að við eltum aðra en tökum sjaldnast af skarið. Skoðun 2. febrúar 2022 17:31
Tugir með meira en 500 milljónir undir í Controlant Vísissjóðurinn Frumtak 2, stærsti hluthafi Controlant, seldi fjórðung af eignarhlut sínum í íslenska tæknifyrirtækinu í fyrra. Hluthöfum fjölgaði töluvert á árinu 2021 og nú eiga fleiri en 90 hluthafar eignarhlut sem er metinn á meira en 100 milljónir króna. Þetta má lesa úr hluthafalista Controlant við árslok 2021 sem Innherji hefur undir höndum. Innherji 2. febrúar 2022 07:52
Ráðinn framkvæmdastjóri hjá YGG Björgvin Stefán Pétursson lögfræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Yggdrasil Carbon ehf. Viðskipti innlent 1. febrúar 2022 13:16
Gegnir embætti ráðuneytisstjóra næstu þrjá mánuðina Ásdís Halla Bragadóttir hefur verið skipuð ráðuneytisstjóri háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytisins, tímabundið til þriggja mánaða á meðan auglýst er efir ráðuneytisstjóra fyrir hið nýja ráðuneyti. Innlent 31. janúar 2022 18:02
Þorsteinn snýr aftur í leikjabransann með Rocky Road sem landaði 300 milljónum Hið íslenska tölvuleikjafyrirtæki Rocky Road hefur lokið fyrsta áfanga fjármögnunar upp á tvær og hálfa milljón Bandaríkjadala sem jafngildir 326 milljónum íslenskra króna. Innherji 27. janúar 2022 15:01
Yfir hundrað teymi fylgdust með Masterclass Gulleggsins Masterclass frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fór fram um liðna helgi. Yfir hundrað teymi fylgdust með fyrirlestrunum sem fóru fram í beinu streymi að þessu sinni vegna hertra sóttvarna. Samstarf 21. janúar 2022 08:51
Fyrrverandi forstjóri Sony Music UK gengur til liðs við OverTune Nick Gatfield, fyrrverandi forstjóri Sony Music UK og forstöðumaður hjá EMI Records, er nýr hluthafi í íslenska sprotafyrirtækinu OverTune og mun leiða ráðgjafaráð fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21. janúar 2022 08:00