Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Vilja eyða hleðslu­kvíða á djamminu

Þau sem hafa lagt það í vana sinn að stunda næturlíf Reykjavíkurborgar kannast eflaust ófá við vandamálin sem geta fylgt því hversu mikið tak snjalltæki hafa á okkur flestum. Þegar á djammið er komið getur verið sérstaklega mikilvægt að hafa símann við hönd, og þá er eins gott að hann sé vel hlaðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hreppamjólk á flöskum hefur slegið í gegn

Kýrnar á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi hafa varla undan að framleiða mjólk í nýja mjólkurvinnslu á bænum þar sem gerilsneytt ófitusprengd mjólk er sett á flöskur og seld í sjálfsölum í gleri. Þegar mjólkin er búin úr glerflöskunni er hægt að endurnýta flöskurnar aftur og aftur og fá áfyllingar á þær.

Innlent
Fréttamynd

EpiEndo stækkar stjórnendateymið með ráðningu Stefáns sem fjármálastjóra

Lyfjaþróunarfyrirtækið EpiEndo Pharmaceuticals hefur ráðið Stefán Pétursson, sem stýrði fjármálasviði Arion banka í ellefu ár þangað til hann lét af störfum í fyrra, sem fjármálastjóra. Eftir ráðningu Stefáns eru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 19 talsins og hefur fjöldi þeirra tvöfaldast frá því í september í fyrra.

Innherji
Fréttamynd

Ís­­lenskt hag­­kerfi er að verða hug­­verka­drifið

Ísland er ríkt af auðlindum og verðmætasköpun og útflutningur þjóðarinnar hefur síðustu áratugi fyrst og fremst byggt á atvinnugreinum sem hafa takmarkaða vaxtamöguleika og byggja á auðlindanýtingu, líkt og sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýsköpun forsenda verðmætasköpunar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Hringiðu, hraðal um nýsköpun í hringrásarhagkerfinu sem er í umsjá KLAK – Icelandic Startups. Í hraðlinum felast skipulagðir fundir, fyrirlestrar og vinnustofur með reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og innlendum og erlendum sérfræðingum.

Samstarf
Fréttamynd

Varð vin­sælasta smá­forritið á Ís­landi á sólar­hring

Smáforritið OverTune kom út formlega núna síðasta laugardag og var strax orðið það mest sótta í App Store hér á landi sólarhring síðar. Forritinu er ætlað að gera notendum þess kleift að semja tónlist á einfaldan máta fyrir samfélagsmiðla með svokölluðum taktpökkum.

Lífið
Fréttamynd

Þórey ráðin fjármálastjóri VAXA

Þórey G. Guðmundsdóttir, sem starfaði áður um árabil sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá hátæknigróðurhúsinu VAXA. Mun hún taka við starfinu innan fárra vikna.

Klinkið
Fréttamynd

Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni

„Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur.

Innherji
Fréttamynd

Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.

Innherji
Fréttamynd

Nýsköpunarfyrirtækið Taktikal með nýja lausn í rafrænum undirskriftum

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Taktikal gaf út fyrr í þessum mánuði nýja lausn í alþjóðlegum rafrænum undirritunum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem ekki hefur verið í boði hér á landi áður. Er lausnin sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við erlenda aðila eða starfa á alþjóða vettvangi.

Innherji
Fréttamynd

Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó

Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum.

Innherji
Fréttamynd

Íslenskir frumkvöðlar í Fjarðarkaup

Frumkvöðladagar standa nú yfir í Fjarðarkaup. Fimmtán framleiðendur taka þátt og kynna vörur sínar í versluninni fram til 19. febrúar. Viðskiptavinir geta smakkað spennandi nýjungar og kynnst hugmyndinni á bak við vörurnar og framleiðendur en allir framleiðendurnir koma frá Eldstæðinu, atvinnueldhúsi fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Heiður í tölum

Ég sá Gunnar Þórðarson um helgina og það var auðséð að hann er ekki ungur enn.

Skoðun
Fréttamynd

Fengu Ný­sköpunar­verð­laun for­seta fyrir gagna­sjá fyrir gjör­gæslu­deild

Verkefnið „Betri gjörgæslumeðferð með gagnasjá“, sem unnið var af þeim Margréti Völu Þórisdóttur og Signýju Kristínu Sigurjónsdóttur, báðar með BS í hagnýtri stærðfræði við Háskóla Íslands, og Valgerði Jónsdóttur, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands, hreppti Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands sem afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Huld óskaði eftir að láta af störfum

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá sjóðnum. Starfið verður auglýst á næstu dögum en hún mun gegna starfinu fram að ráðningu nýs framkvæmdastjóra í vor.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loka­keppni Gull­eggsins 2022

Lokakeppni Gulleggsins fer fram í Grósku í dag þar sem tíu stigahæstu teymin í nýsköpunarkeppninni keppa til úrslita. Hægt er að fylgjast með viðburðinum sem hefst klukkan 16 í Grósku í spilaranum hér fyrir neðan og á stöðinni Stöð 2 Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóri Marel: Við fórum viljandi af stað á undan vextinum

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, boðar stórar yfirtökur í því skyni að ná metnaðarfullum markmiðum um tekjuvöxt sem þarf að vera töluvert meiri á næstu fimm árum en hann hefur að meðaltali verið á síðustu fimm. Hann segir að fjárfesting í sölu- og þjónustuneti í miðjum heimsfaraldri hafi skilað sér í því að tæknifyrirtækið sé í góðri stöðu miðað við keppinauta og býst við að „dulinn kostnaður“ vegna tafa og verðhækkana í aðfangakeðju, sem nemur um tveimur prósentum af tekjum Marel, muni ganga til baka á seinni hluta ársins.

Innherji
Fréttamynd

Í hröðum vexti og horfa hýru auga til háskólanema

„Við höfum fengið háskólanema til okkar sem hafa unnið lokaverkefni sín í samstarfi við okkar starfsfólk, og slík samvinna hefur leitt til sumarstarfa og fastráðninga,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir sem dæmi um það hversu gjöfult það getur verið að efla tengsl og samvinnu á milli háskólasamfélagsins og atvinnulífs.

Atvinnulíf