Tæknin tekur yfir leigubílamarkaðinn Fyrir aðeins ári síðan hófu Hopp leigubílar starfsemi á Íslandi og hafa á þessum stutta tíma orðið áberandi á leigubílamarkaðnum. Með nýjungum og tækniþróun hefur fyrirtækið breytt því hvernig bæði bílstjórar og farþegar nýta sér leigubílaþjónustu. Samstarf 21. júní 2024 14:05
Fleiri kaupi ódýrar íbúðir án þess að taka lán Leiguverð hækkaði langt umfram verðbólgu og íbúðaverð síðustu tólf mánuði. Fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði fer fækkandi en erfiðara er fyrir þá að koma sér inn á markaðinn en áður. Viðskipti innlent 20. júní 2024 13:33
Meðalheildarlaun 935 þúsund og hæst hjá ríkinu Grunnlaun á vinnumarkaði hækkuðu um rúm ellefu prósent í síðustu kjarasamningslotu. Að teknu tilliti til verðlagsþróunar jókst kaupmáttur grunntímakaups um 2,6 prósent. Neytendur 20. júní 2024 10:20
Mikilvægi Vaxtamálsins -lántakar verjist Árið 2021 fengu Neytendasamtökin fulltingi VR til að stefna bönkunum vegna skilmála og vaxtaákvarðana lána með breytilegum vöxtum. Að mati samtakanna eru skilmálarnir óskýrir, verulega matskenndir og ógegnsæir og þess vegna ekki hægt að sannreyna hvort vaxtaákvarðanir séu réttmætar. Skoðun 19. júní 2024 09:31
Tæpar 2500 krónur fyrir litla samloku á Geysi Meðlimur í Facebook-hópnum Vertu á verði - eftirlit með verðlagi vekur athygli á að samlokur á stærð við rúnstykki á matsölustaðnum við Geysi kosti tæpar 2500 krónur. Eigandi staðarins segir samlokurnar matarmiklar og nýsmurðar með áleggi beint frá býli. Neytendur 18. júní 2024 14:35
Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið. Innlent 16. júní 2024 15:25
Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku í vikunni Isavia stefnir að því að hefja gjaldtöku af bílastæðum á þremur innanlandsflugvöllum í vikunni, annaðhvort á miðvikudag eða á fimmtudag. Það að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki skrifað upp á þjónustusamning Svandísar Svavarsdóttur innviðaráðherra og Isavia virðist engu breyta þar um. Innlent 16. júní 2024 13:27
Festi fær að kaupa Lyfju Festi og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. Með sáttinni samþykkir Samkeppniseftirlitið samrunann með skilyrðum sem sett eru til að efla og vernda virka samkeppni á þeim mörkuðum sem samruninn hefur áhrif á. Neytendur 14. júní 2024 14:51
Blár Opal seldist á fimmtán þúsund Í gær varð uppi fótur og fit á Feisbúkksíðunni Braskogbrall.is, þegar auglýstur var til sölu pakki af Bláum Opal frá árinu 2002. Auglýst verð var fimmtán þúsund krónur. Neytendur 14. júní 2024 14:12
Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum „Mér finnst þetta merkilegt að við séum komin í svona mikla steinefnaneyslu. Það getur líka verið hættulegt að nota of mikið af steinefnum. Það ruglar í vökvajafnvægi í líkamanum og myndar bjúg og annað.“ Neytendur 13. júní 2024 14:00
MAST varar við ólöglegu innihaldsefni í fæðubótarefni Matvælastofnun (MAST) varar við neyslu á fæðubótarefninu, Fermented mushroom blend, sem ProHerb ehf. flytur inn til landsins. Varan er framleidd í Bandaríkjunum. Neytendur 12. júní 2024 16:04
„Sársaukafullt að sjá“ IKEA vasa dýrari í Góða hirðinum Dyggur viðskiptavinur nytjamarkaða rak upp stór augu í dag þegar hún sá að IKEA blómavasi til sölu í Góða hirðinum kostaði meira en sami blómavasi nýr úr IKEA. Hún hefur áhyggjur af hækkandi verðum í versluninni. Forsvarsmaður Góða hirðisins segir tilfelli þegar vara er dýrari en ný teljast til algerra undantekninga. Verslunin sé fyrst og fremst óhagnaðardrifið umhverfisverkefni. Neytendur 12. júní 2024 09:01
Fjórar snyrtistofur sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Viðskipti innlent 11. júní 2024 12:41
„Rétturinn til viðgerðar“ væntanlegur til landsins „Rétturinn til viðgerðar“ er væntanlegur til landsins en það mun gera neytendum auðveldara að óska viðgerða í stað þess að skipta út vörum. Viðgerðarþjónusta mun verða aðgengilegri og gegnsærri. Neytendur 9. júní 2024 09:00
Borgar 760 þúsund fyrir flísalögn sem átti að kosta þrjár milljónir Ófaglærðum verktaka sem rukkaði viðskiptavin sinn um þrjár milljónir fyrir flísalögn hefur verið gert að gjörlækka greiðslukröfu sína til viðskiptavinarins, niður í 760 þúsund krónur. Neytendur 9. júní 2024 08:01
500 manns sóttu um störf hjá OCHE Reykjavík Alþjóðlega veitingastaða- og afþreyingakeðjan Oche opnar á gamla Stjörnutorgi Kringlunnar í næstu viku. Framkvæmdastjóri staðarins segir 500 starfsumsóknir hafa borist, þar af fimmtíu frá plötusnúðum. Viðskipti innlent 8. júní 2024 13:32
Pepsíunnandi til margra ára kveður drykkinn eftir breytinguna Pepsíunnandi til margra ára segist hættur að drekka drykkinn eftir að sykurmagnið var minnkað og sætuefni settí staðinn. Næringarfræðingur segir sætuefni ekki skárri en sykur. Neytendur 7. júní 2024 20:02
„Það sem þú greiðir niður, það kemur aldrei aftur“ Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Fjármálaráðgjafi segir almennt best að ráðstafa fjármunum beint inn á höfðustól lána. Það sé þó ekki algilt. Neytendur 6. júní 2024 19:17
Vísar ásökunum um „vopnaðan frið“ um verðlag á bug Verkefnastjóri hjá ASÍ segir samkeppni á raftækjamarkaði hafa verið slegið á frest og að vopnaður friður ríki mili ELKO og Heimilistækja, þar sem verðmunur sé oft lítill sem enginn. Framkvæmdastjóri ELKO vísar því á bug. Neytendur 6. júní 2024 12:01
Lítil samkeppni milli raftækjarisa Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu. Neytendur 6. júní 2024 09:12
Aldrei verið minna af sykri í íslensku Pepsí Íslenskir neytendur hafa fundið fyrir því nýverið að minni sykur er í venjulegu Pepsí en áður. Þess í stað hafa verið sett sætuefni í staðinn, neytendum til mismikillar gleði. Ölgerðin segir ákall hafa verið eftir minna sykurmagni í drykknum. Neytendur 6. júní 2024 07:01
Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða króna sem greiddar voru í svokallað aflgjald af framleiðendum raforku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innheimta Landsnets á téðu gjaldi væri ólögmæt. Neytendur 5. júní 2024 17:35
Keypti gallaðan kveikjara og fær 50 þúsund krónur Sölumaður sem seldi konu kveikjara á fimmtíu þúsund krónur ber að endurgreiða henni upphæð kveikjarans á þeim grundvelli að kveikjarinn reyndist gallaður eftir að hann hafði verið seldur. Neytendur 5. júní 2024 16:41
Landsvirkjun vann og neytendur borga brúsann Hæstiréttur hefur dæmt innheimtu Landsnets á svokölluðu aflgjaldi af framleiðendum raforku ólögmæta. Sama niðurstaða á neðri dómstigum gerði það að verkum að Landsnet færði aflgjaldið yfir á notendur raforku, neytendur. Neytendur 5. júní 2024 14:26
Reykjavík Marketing sektað vegna fullyrðinga um vörur frá Lifewave Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Reykjavík Marketing fyrir ósannaðar fullyrðingar um vörur seldar undir merkinu Lifewave, að því er fram kemur á vefsíðu stofnunarinnar. Neytendur 5. júní 2024 13:26
Herða eftirlit með kínverskum verslunarrisa í leiftursókn Kínverski netverslunarrisinn Temu sem hefur vaxið hratt í Evrópu mun sæta strangara eftirliti Evrópusambandsins á næstunni. Íslensk eftirlitsstofnun bættist í hóp bandarískra og evrópskra stofnana sem vara neytendur við vörum sem Temur selur. Viðskipti innlent 5. júní 2024 07:00
Lét bóna bílinn, lenti illa í því og fær 1,6 milljónir í bætur Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað fyrirtæki sem annast þrif á bílum til þess að greiða einstaklingi rétttæpar 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna bíls sem fór illa úr þrifum hjá fyrirtækinu. Neytendur 4. júní 2024 07:02
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. Neytendur 3. júní 2024 11:38
Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Innlent 30. maí 2024 11:43
Verðbólgan tekur smá kipp upp á við Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósentustig í maí. Hún stendur nú í 627,3 stigum og hefur hækkað um 6,2 prósent á undanförnum tólf mánuðum. Viðskipti innlent 30. maí 2024 10:09