NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Versti víta­skot­stíll NBA-deildarinnar fundinn

Að skjóta vítaskotum í körfubolta er ákveðin kúnst. Meðan þeir bestu klikka varla af línunni eru aðrir sem eiga í stökustu vandræðum með að viðhalda góðri nýtingu þaðan. Moses Brown, leikmaður Portland Trail Blazers, er sannarlega einn af þeim.

Körfubolti
Fréttamynd

Meiðsli herja á­fram á Ball-bræðurna

NBA-bræðurnir LaMelo og Lonzo Ball eru óheppnari en flestir þegar kemur að meiðslum. Sá fyrrnefndi mun ekki spila á meira á leiktíðinni á meðan Lonzo hefur ekki spilað síðan í janúar 2022.

Körfubolti
Fréttamynd

„Veit að Kobe væri stoltur af mér“

Dejounte Murray, leikmaður Atlanta Hawks, tók 44 skot í óvæntum sigri Hawks á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Aðeins Russell Westbrook og Kobe Bryant hafa tekið fleiri skot í einum og sama leiknum á undanförnum 20 árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston heldur flugi og Oklahoma á toppinn

Leikmenn Boston Celtics virðast ætla að fara á miklu flugi inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, sem nú fer að styttast í, en þeir unnu sinn áttunda sigur í röð í nótt þegar þeir lögðu Detroit Pistons að velli, 129-102.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: Dream Team eða Redeem Team?

Lögmál leiksins, umfjöllunarþáttur Stöðvar 2 um NBA deildina, var sundurklofinn eftir rökræður um landslið Bandaríkjanna í körfubolta árin 1992 og 2012. Hreinstefnusinnarnir Kjartan Atli og Tómas Steindórsson létu ekki af sannfæringu sinni gegn módernistunum Sigurði Orra og Herði Unnsteinssyni. 

Körfubolti
Fréttamynd

Luka-laust Dallas gætið endað í um­spili

Oklahoma City Thunder lagði Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Tapið þýðir að Dallas – líkt og Phoenix Suns – eru við það að falla niður í umspilssæti Vesturdeildar ef Los Angeles Lakers og Golden State Warriors girða sig í brók.

Körfubolti
Fréttamynd

Klaufa­legar staf­setningar­villur á Kobe-styttunni

Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur.

Körfubolti