NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Fær yfir fjóra milljarða vegna mynda af slysstað

Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, hefur komist að samkomulagi við Los Angeles sýslu um bætur vegna mynda sem fóru í dreifingu, af líkamsleifum Kobe, dóttur þeirra og sjö öðrum eftir þyrluslysið fyrir þremur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Vitum að Kyri­e mun gera fólk brjálað eftir smá“

Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þætti af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem er að frétta í NBA-deildinni. Farið var yfir hvort Dallas væri verra eftir að Kyrie Irving gekk í raðir liðsins, hvort Orlando kæmist í umspilið, hversu líklegir Denver Nuggets væru og hvort Russell Westbrook hjálpi Los Angeles Clippers.

Körfubolti
Fréttamynd

Lög­mál leiksins: „Það er vond vara“

„Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins þar sem farið er yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar í körfubolta. Farið var yfir fjölda deildarleikja sem stjörnur deildarinnar hvíla þessa dagana. Það er ekki góð vara sagði sérfræðingur þáttarins.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap í fyrsta leik Doncic og Irving

Dallas Mavericks tapaði fyrir Sacramento Kings í nótt en leikurinn var sá fyrsti sem Kyrie Irving og Luka Doncic léku í saman hjá Dallas. Þá vann Los Angeles Lakers góðan sigur á Golden State Warriors.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þessi tilraun mistókst“

Körfuboltaheilinn Kjartan Atli Kjartansson segir að eftir tíðindi vikunnar í NBA-deildinni geti Phoenix Suns klárlega gert tilkall til meistaratitils og Los Angeles Lakers mögulega farið langt í úrslitakeppninni.

Körfubolti