Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2024 07:02 Alex Caruso er af mörgum talinn með betri varnarmönnum NBA-deildarinnar. Michael Reaves/Getty Images „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gær, mánudag. Þar var farið yfir ótrúlegt stigaskor leikmanna í NBA-deildinni undanfarið. Einnig var farið yfir hversu góðir New York Knicks eru þessa dagana, hvort 65 leikir sé of mikið og hvort Boston Celtics séu á niðurleið. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31