Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2024 07:02 Alex Caruso er af mörgum talinn með betri varnarmönnum NBA-deildarinnar. Michael Reaves/Getty Images „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gær, mánudag. Þar var farið yfir ótrúlegt stigaskor leikmanna í NBA-deildinni undanfarið. Einnig var farið yfir hversu góðir New York Knicks eru þessa dagana, hvort 65 leikir sé of mikið og hvort Boston Celtics séu á niðurleið. „Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
„Nei eða Já“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar – Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson að þessu sinni – svara játandi eða neitandi. Í kjölfarið rökstyðja þeir svo svar sitt og oftar en ekki endar það með skemmtilegum rökræðum. Deildin þarf að koma í veg fyrir óhóflega skorun „Menn búnir að vera skora 70 plús stig að undanförnu. Þarf deildin að gera eitthvað? Þetta er búið að vera stóra umræðuefnið. Hvað segir þú Hörður,“ spurði Kjartan Atli. „Ég er á já, finnst það verða koma frá reglugerðarmönnum í deildinni. Finnst þurfa að koma böndum yfir – og við höfum talað um þetta áður – villuköll og vítaskot í deildinni. Held það sé eina leiðin til að stemma stigu við þessu er að leyfa aðeins harðari vörn. Þá er ég aðallega að tala um villur þar sóknarmaðurinn býr til snertingu. Joel Embiid villurnar.“ „Svo þegar þú ert kominn í 40 stig þá er það bara út af í fimm mínútur. „Kominn í 40, út af kallinn minn.“ Ef þú vilt koma böndum yfir þetta,“ sagði Tómas í kjölfarið. „Það má ekki taka þetta of mikið niður,“ sagði Kjartan Atli eftir að þeir höfðu rætt hinar ýmsu leiðir til að minnka stigaskor. Hörður benti þá á að um „plástra“ væri að ræða. „Það sem fer mest í taugarnar á mér er skeytingarleysi í vörn. Sem er algjört hjá liðum fyrsta, annan og þriðja leikhluta. Svo hífa menn upp stuttbuxurnar í fjórða leikhluta. Þetta er of lítil vörn fyrir minn smekk. Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn. Er ekki að tala um 80-70 leiki,“ sagði Kjartan Atli áður en Hörður fékk orðið að nýju. „Deildin getur ekki breytt því en hún getur gert það auðveldara fyrir þig að spila vörn án þess að þú sért alltaf að lenda í þessum ömurlegu villu-köllum.“ Aðrar fullyrðingar voru svohljóðandi: New York Knicks fara í úrslit Austurdeildar 65 leikir er of ströng krafa fyrir MVP (verðmætasti leikmaðurinn) og All-NBA (úrvalslið deildarinnar). Líkurnar á Boston Celtics vinni NBA-deildina hafa minnkað undanfarið. Klippa: Lögmál leiksins: Kallið mig rómantíker af gamla skólanum en ég vil fá smá vörn
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Íslendingar vöktu athygli í Boston og afneituðu LeBron James Í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld verður meðal annars kíkt á innslag frá Boston þar sem tveir íslenskir körfuboltaáhugamenn vöktu mikla athygli. 5. febrúar 2024 16:31