Doncic í stuði í stórsigri og hetjudáðir Steph Curry tryggðu sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. febrúar 2024 09:31 Steph Curry tryggði Golden State Warriors sigurinn á seinustu sekúndu leiksins. Lachlan Cunningham/Getty Images Luka Doncic var stigahæsti maður vallarins er Dallas Mavericks vann 35 stiga stórsigur gegn Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 146-111. Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Doncic og félagar höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda og skoruðu hvorki meira né minna en 47 stig í fyrsta leikhluta gegn 30 stigum gestanna. Heimamenn máttu því alveg við því að Oklahoma-liðið myndi vinna annan leikhluta með átta stiga mun og staðan var því 71-62, Dallas Mavericks í vil, þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn héldu svo áfram að byggja upp forskot sitt í seinni hálfleik og leiddu mest með 41 stigi. Sigur þeirra var því aldrei í hættu og Dallas Mavericks fagnaði að lokum 35 stiga sigri, 146-111. Luka Doncic var sem áður segir stigahæsti maður vallarins með 32 stig, en hann tók einnig átta fráköst og gaf níu stoðsendingar. Næstur á eftir honum kom Kyrie Irving með 25 stig. Í liði gestanna var Shai Gilgeous-Alexander atkvæðamestur með 25 stig. 🏀 SATURDAY'S FINAL SCORES 🏀Luka Doncic scores 32, including 18 in the 1Q, as the new-look @dallasmavs get the win to make it 4 in a row!Kyrie Irving: 25 PTS, 6 REB, 8 ASTDaniel Gafford (Mavs debut): 19 PTS, 9 REB pic.twitter.com/GjaZnBft7n— NBA (@NBA) February 11, 2024 Hetjudáðir Steph Curry Í viðureign Golden State Warriors og Phoenix Suns var hins vegar heldur meiri spenna. Ekkert virtist geta skilið liðin að og sést það best á því að 16 sinnum var jafnt í leiknum og 16 sinnum skiptust liðin á að hafa forystuna. Gestirnir frá Phoenix leiddu með tveimur stigum þegar rétt rúmar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum, en skot Steph Curry lengst utan af velli rataði í körfuna þegar 0,7 sekúndur voru eftir og heimamenn fögnuðu því dramatískum eins stigs sigri, 113-112. STEPHEN CURRY GIVES THE WARRIORS THE 113-112 LEAD IN THE 4Q WITH .7 SECONDS LEFT ON THE CLOCK 😱Suns-Warriors | LIVE on ABC pic.twitter.com/WfxMXpvOUm— NBA (@NBA) February 11, 2024 Úrslit næturinnar Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
Oklahoma City Thunder 111-146 Dallas Mavericks Detroit Pistons 106-112 Los Angeles Clippers San Antonio Spurs 103-123 Brooklyn Nets Philadelphia 76ers 119-113 Washington Wizards Chicago Bulls 108-114 Orlando Magic Memphis Grizzlies 106-115 Charlotte Hornets Cleveland Cavaliers 119-95 Toronto Raptors Indiana Pacers 125-111 New York Knicks Houston Rockets 113-122 Atlanta Hawks Phoenix Suns 112-113 Golden State Warriors New Orleans Pelicans 93-84 Portland Trailblazers
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira