NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Kobe Bryant fékk feitan tékka í gær

Kobe Bryant er ekki enn farinn að spila með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta enda að ná sér eftir hásinarslit. Þessi snjalli leikmaður hafði þó ástæðu til að brosa í gær þegar hann fékk risastóra upphæð inn á bankareikning sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Tvö töp í röð hjá Miami Heat

Miami Heat tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lá á móti Brooklyn Nets en þetta var í fyrsta sinn í tíu mánuði sem NBA-meistararnir tapa tveimur leikjum í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Heimsfriður tók lestina

Metta World Peace, leikmaður New York Knicks í NBA-deildinni, ferðaðist með neðanjarðarlest á sinn fyrsta heimaleik í deildinni með Knicks en leikmaðurinn gekk í raðir félagsins fyrir tímabilið.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Rose með sigurkörfu Chicago Bulls

Derrick Rose var hetja Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta í nótt í fyrsta heimaleik sínum eftir að hann snéri til baka eftir eins og hálfs árs fjarveru vegna krossbandsslita. Chris Paul átti stórkostlegan leik þegar Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta leik á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Segið LeBron að hafa áhyggjur af Miami

Ummæli LeBron James um þá Kevin Garnett og Paul Pierce á dögunum fóru illa í leikmennina. James gagnrýndi þá fyrir að yfirgefa Boston en þeir gagnrýndu Ray Allen mikið er hann fór frá Boston á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant til Þýskalands í læknismeðferð

Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers leitar nú allra ráða til þess að ná sem fyrst fullum styrk eftir að hafa slitið hásin í apríl á síðasta tímabili. Það var mikil bjartsýni hjá kappanum fyrr í sumar en það hefur dregið aðeins úr henni upp á síðkastið. Nýjust fréttirnar af Bryant eru þó ekki af hásinarvandamálum leikmannsins.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron hefði farið í Ohio State

Hefði LeBron James farið eitt ár í háskóla hefði ríkisháskólinn í Ohio, Ohio State, orðið fyrir valinu. Þau skilaboð sendi körfuknattleikskappinn fyrir fullu húsi í St. John höllinni í Columbus á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Spoelstra framlengir við Miami

Erik Spoelstra hefur verið hjá Miami Heat í næstum tvo áratugi og hann er ekkert á förum á næstunni. Spoelstra hefur skrifað undir nýjan samning við félagið um að þjálfa lið þess næstu árin.

Körfubolti