Baráttan um LeBron: Spilar hann með Melo og Bosh í Phoenix? Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 11:30 LeBron James vill ríflega 20 milljónir dala í laun fyrir fyrsta árið hjá nýju liði. vísir/getty Baráttan um þjónustu LeBronsJames í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram eftir að hann varð formlega laus allra mála frá Miami Heat á þriðjudaginn. LeBron er að skoða sín mál og er tilbúinn að yfirgefa Miami finni hann rétt lið sem getur borgað honum uppsett verð og smíðað meistaralið í kringum hann. Samkvæmt heimildum ESPN hafa forráðamenn Phoenix Suns, Houston Rockets, Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers hitt Rich Paul, umboðsmann LeBrons, að máli í Cleveland þar sem skrifstofur hans eru.Mitch Kupchak, framkvæmdasjóri Los Angeles Lakers, flýgur svo til Cleveland í dag og ræðir við Paul, að því fram kemur í frétt ESPN.Carmelo Anthony verður líklega ekki áfram hjá New York.vísir/gettyPhoenix Suns er sagt íhuga að mæta til leiks með ofurlið á næsta ári en RobertSarver, eigandi Suns, ræddi við umboðsmann LeBrons á miðvikudaginn. Hann er sagður vilja lokka besta körfuboltamann heims til Phoenix með því að semja einnig við CarmeloAnthony og ChrisBosh. Báðir eru lausir allra mála frá sínum félögum og eru á félagaskiptamarkaðnum. Spennandi hlutir eru að gerast í Phoenix en liðið kom gríðarlega á óvart á síðustu leiktíð og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina.Mark Cuban, milljarðamæringurinn skrautlegi sem á Dallas Mavericks, hafnar því reyndar að hafa verið í Cleveland á dögunum til að ræða við Rich Paul. Hann segist hafa verið þar í tökum fyrir sjónvarpsþáttinn Shark Tank sem hann er stór hluti af.Dwayne Wade og Chris Bosh geta samið við önnur lið.vísir/gettyLeBron James ætlar ekki að hitta nein lið formlega sjálfur eins og hann gerði fyrir fjórum árum heldur mun umboðsmaður hans sjá um allt. LeBron er í fríi með fjölskyldunni og ætlar að sjá úrslitaleik HM í fótbolta í Ríó þann 13. júlí. Ekki er útilokað að LeBron verði áfram í Miami, en þar á bæ eru menn að reyna að búa til annað meistaralið í kringum hann. Það mun þó reynast Miami-mönnum erfitt því bæði Dwayne Wade og Chris Bosh eru með lausa samninga og vilja fá ríkulega borgað. Fari Bosh er líklegt að PauGasol komi frá Lakers en forráðamenn Miami hafa átt í viðræðum við hann um að koma fyrir viðráðanlegan samning. NBA Tengdar fréttir LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Baráttan um þjónustu LeBronsJames í NBA-deildinni í körfubolta heldur áfram eftir að hann varð formlega laus allra mála frá Miami Heat á þriðjudaginn. LeBron er að skoða sín mál og er tilbúinn að yfirgefa Miami finni hann rétt lið sem getur borgað honum uppsett verð og smíðað meistaralið í kringum hann. Samkvæmt heimildum ESPN hafa forráðamenn Phoenix Suns, Houston Rockets, Dallas Mavericks og Cleveland Cavaliers hitt Rich Paul, umboðsmann LeBrons, að máli í Cleveland þar sem skrifstofur hans eru.Mitch Kupchak, framkvæmdasjóri Los Angeles Lakers, flýgur svo til Cleveland í dag og ræðir við Paul, að því fram kemur í frétt ESPN.Carmelo Anthony verður líklega ekki áfram hjá New York.vísir/gettyPhoenix Suns er sagt íhuga að mæta til leiks með ofurlið á næsta ári en RobertSarver, eigandi Suns, ræddi við umboðsmann LeBrons á miðvikudaginn. Hann er sagður vilja lokka besta körfuboltamann heims til Phoenix með því að semja einnig við CarmeloAnthony og ChrisBosh. Báðir eru lausir allra mála frá sínum félögum og eru á félagaskiptamarkaðnum. Spennandi hlutir eru að gerast í Phoenix en liðið kom gríðarlega á óvart á síðustu leiktíð og var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina.Mark Cuban, milljarðamæringurinn skrautlegi sem á Dallas Mavericks, hafnar því reyndar að hafa verið í Cleveland á dögunum til að ræða við Rich Paul. Hann segist hafa verið þar í tökum fyrir sjónvarpsþáttinn Shark Tank sem hann er stór hluti af.Dwayne Wade og Chris Bosh geta samið við önnur lið.vísir/gettyLeBron James ætlar ekki að hitta nein lið formlega sjálfur eins og hann gerði fyrir fjórum árum heldur mun umboðsmaður hans sjá um allt. LeBron er í fríi með fjölskyldunni og ætlar að sjá úrslitaleik HM í fótbolta í Ríó þann 13. júlí. Ekki er útilokað að LeBron verði áfram í Miami, en þar á bæ eru menn að reyna að búa til annað meistaralið í kringum hann. Það mun þó reynast Miami-mönnum erfitt því bæði Dwayne Wade og Chris Bosh eru með lausa samninga og vilja fá ríkulega borgað. Fari Bosh er líklegt að PauGasol komi frá Lakers en forráðamenn Miami hafa átt í viðræðum við hann um að koma fyrir viðráðanlegan samning.
NBA Tengdar fréttir LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30 Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
LeBron vill stærsta samning sem mögulega má bjóða honum Besti körfuboltamaður heims hættur að taka á sig launalækkun fyrir liðið. 1. júlí 2014 13:30
Forráðamenn Lakers ræddu við LeBron og Carmelo í nótt Forráðaðamenn Los Angeles Lakers höfðu samband við LeBron James, Carmelo Anthony og Pau Gasol um leið og leyfi gafst til þess að ræða við samningslausa leikmenn í nótt. 1. júlí 2014 22:30