Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Sögu­leg rappveisla í Laugar­dalnum

Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. 

Tónlist
Fréttamynd

Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn

Grínistinn og þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun snúa aftur á skjáinn með spjallþátt sinn Jimmy Kimmel Live! á morgun. Hlé var gert á framleiðslu þáttanna í síðustu viku eftir að ummæli Kimmels um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk ollu usla.

Erlent
Fréttamynd

Björk neitar Ísraelum um tón­list sína

Björk Guðmundsdóttir hefur fjarlægt alla tónlist sína af streymisveitum í Ísrael. Það eru ísraelskir miðlar sem greina frá þessu en söngkonan hefur ekki gefið frá sér formlega yfirlýsingu vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

Enginn að rífast í partýi á Prikinu

Það var líf og fjör á Prikinu síðastliðinn laugardag þegar tónlistarfólkið Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Ólafsson, betur þekkt sem Kusk og Óviti, fögnuðu splunkunýrri plötu með útgáfutónleikum og almennilegu djammi.

Lífið
Fréttamynd

Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram

„Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými.

Menning
Fréttamynd

Með Banksy í stofunni heima

„Mamma er listsafnari og mjög dugleg að spotta alls konar sniðugt,“ segir klínískri barnasálfræðineminn og listsafnarinn Snæfríður Blær Tindsdóttir sem fékk lítið og mjög svo einstakt verk í gjöf frá móður sinni eftir alræmda listamanninn Banksy.

Menning
Fréttamynd

Lítill rappari á leiðinni

Rapparinn og Breiðhyltingurinn Birgir Hákon og kærasta hans Sigríður Birta eiga von á sínu fyrsta barni. Birgir Hákon hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi og fagnaði á dögunum sjö ára edrúmennsku.

Lífið
Fréttamynd

Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý

Ný sýning Johönnu Seeleman, Vitrum, opnaði í HAKK gallerý við Óðinsgötu 1 á föstudag. Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuðum að því að gefa gleri sem annars væri urðað, nýtt líf.

Menning
Fréttamynd

Fram­tíð hljóðsins er lent á Ís­landi

WiiM hefur með framúrskarandi hætti náð að gera hágæða hljóð aðgengilegt fyrir alla. Tónlistar streymisspilarar WiiM bjóða upp á einstaka blöndu af nýjustu tækni með Hi-Res streymi, fjölherbergjaspilun, fullkomnum tónjafnara og herbergisleiðréttingu, framúrskarandi hljómgæðum og einstaklega notendavænu viðmóti, allt á verði sem áður var óhugsandi.

Samstarf
Fréttamynd

Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas

Öldungadeildaþingmaðurinn Ted Cruz, Repúblikani frá Texas, líkti hótunum Brendan Carr, forstjóra Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), um að afturkalla útvarpsleyfi ABC-stöðva vegna ummæla spjallþáttastjórnandans Jimmy Kimmel, við taktík skipulagðra glæpaforingja, mafíósa, í kvikmyndinni Goodfellas frá árinu 1990.

Erlent
Fréttamynd

Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi

Ágústa Eva Erlendsdóttir, söngvari og leikkona, hefur fundið ástina í örmum grafíska hönnuðarins Antonio Otto Rabasca. Nýlega sást til þeirra leiðast í Hljómskálagarðinum ástfangin upp fyrir haus.

Lífið
Fréttamynd

Emilíana Torrini fann ástina

Söngkonan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru eitt nýjasta og jafnframt huggulegasta par landsins, að því herma heimildir fréttastofu.

Lífið
Fréttamynd

Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl

Stjórnendur spjallþátta vestanhafs voru nokkuð þungir á brún vegna þess að þáttur Jimmys Kimmel var tekinn úr loftinu í vikunni en gerðu þrátt fyrir það stólpagrín að vendingunum og Donald Trump, forseta, þar sem þeir lofuðu hann í hástert, með mikilli kaldhæðni.

Erlent
Fréttamynd

Upp­selt, upp­selt og auka­tón­leikum bætt við Sumar á Sýr­landi

Viðtökur við 50 ára afmælistónleikum fyrstu breiðskífu Stuðmanna, Sumars á Sýrlandi hafa farið fram úr björtustu vonum. Samstundis seldist upp á fyrstu tónleikana sem fóru í sölu og svo gott sem samstundis á tónleika númer tvö. Mikil eftirspurn er enn eftir miðum og efna skipuleggjendur því til þriðju tónleikanna, föstudagskvöldið 14. nóvember.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Al­vöru bíó en hægt brenna Eldarnir

Skáldsagan Eldarnir. Ástin og aðrar hamfarir, eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, vakti verðskuldaða athygli þegar hún kom út 2020 og hefur í raun verið í brennidepli síðan þá því jörð hefur vart hætt að skjálfa eða upp úr henni að gjósa á Reykjanesi.

Gagnrýni
Fréttamynd

Alls­gáður í sjö ár: „Mæli með“

Rapparinn Birgir Hákon Guðlaugsson fagnaði þeim áfanga í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í sjö ár. Hann kveðst hamingjusamur og þakklátur fyrir lífið sem hann lifir í dag.

Lífið
Fréttamynd

Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnaði því í nótt að forsvarsmenn Disney og sjónvarpsstöðvarinnar ABC, sem er í eigu Disney, hefðu tekið þá ákvörðun að hætta að sýna þátt Jimmy Kimmel í óákveðinn tíma, eftir að yfirmaður Fjarskiptastofnunar Bandaríkjanna (FCC), gaf til kynna að útsendingaleyfi gæti verið tekið af sjónvarpsstöðvum sem sýna þættina.

Erlent
Fréttamynd

Kynlífsmyndband í Ás­mundar­sal

„Ég er svo glaður að vera kominn aftur til Reykjavíkur. Það er ótrúlega verðmætt að fá að vera með sýningu hérna heima,“ segir listamaðurinn Viðar Logi Kristinsson sem hefur unnið náið með tónlistarkonunni Björk undanfarin ár. Hann og kærastinn hans Miles Greenberg eru að opna sýninguna s*x tape.

Lífið
Fréttamynd

Er Lína Langsokkur woke?

Leikhúsveturinn hófst af krafti í Þjóðleikhúsinu um helgina með frumsýningu á Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. Þetta er klassísk barnasýning í fremur hefðbundinni uppfærslu sem ætti að kæta og gleðja bæði börn og fullorðna. Söguna um Línu þekkja flestir vel og er henni fylgt samviskusamlega án þess að verið sé að breyta eða nútímavæða hlutina – sem er gott því auðvelt væri að nýta sér persónu eins og Línu í þeim átökum og klofningi sem einkenna umræðuna á okkar tímum.

Gagnrýni
Fréttamynd

Inn­blástur frá handanheiminum

Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar nokkur fjöldi sýninga opnaði undir sama þaki. Fjöldi fólks leit við og menningin tók yfir í samtali við náttúrukrafta og handanheiminn.

Menning
Fréttamynd

Bullandi boltastemning á árs­há­tíð Sýnar

Það var mikið líf og fjör á árshátíð Sýnar sem fór fram á Hótel Nordica síðastliðið föstudagskvöld. Þema árshátíðarinnar var enski boltinn og mættu starfsmenn ásamt gestum sínum í fjölbreyttum treyjum sem settu skemmtilegan svip á kvöldið.

Lífið