Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Ég kemst í dauða­færi, svo klikkar eitt­hvað

Halldór Einarsson, oft kenndur við Henson, gerir upp litríkt og ævintýralegt líf sitt í ævisögunni Stöngin út. Magnús Guðmundsson blaðamaður skrifaði sögu hans og segir ferlið hafa verið lærdómsríkt.

Menning
Fréttamynd

Kona bankaði upp á og tók völdin

Í nýrri skáldsögu fjallar Ólafur Jóhann Ólafsson meðal annars um fordóma gagnvart múslimum og samstöðu þjóðar. Hann segist óttast að Donald Trump verði endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.

Lífið
Fréttamynd

Gæfu­söm að lenda í kulnun

Maður getur orðið veikur ef maður skrifar meira en maður les, segir Guðrún Eva Mínervudóttir sem er mikilvægi hvíldar afar hugleikið. Hún segist heppin að hafa fyrir nokkrum misserum komist í kulnunarástand. Hún kunni betur að sleppa takinu

Lífið
Fréttamynd

Tónlistarmenn frekar en kynning á landinu

Þjóðarspegill Félagsvísindasviðs Háskólans fer fram í dag. Þar ræðir Þorbjörg Daphne Hall doktorsritgerð sína um íslenska dægurtónlist. Þorbjörg greindi umfjöllun um íslenska tónlist og bar saman við upplifun tónlistarmannanna.

Innlent
Fréttamynd

Samanlögð 190 ára reynsla í nýrri hljómsveit

Ný hljómsveit, Bakkabræður, leikur fyrir dansi á Kringlukránni um helgina. Sveitin er skipuð miklum reynsluboltum, eru þeir samanlagt með 190 ára reynslu. Hinir nýju Bakkabræður eru einum fleiri en Gísli, Eiríkur og Helgi og segjast leika ffjörug lög.

Lífið
Fréttamynd

Pálmi fékk aðvörun á stæði Þjóðleikhússins

Leikarinn Pálmi Gestsson fékk aðvörun fyrir að leggja á gangstétt á lokuðu bílastæði á lóð Þjóðleikhússins. Þjóðleikhússtjóri vill fá skilning á aðstæðum. Bílastæðasjóður segir reglur skýrar. Bætist við ónægju vegna framkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Níu milljarðar í endurgreiðslur en álitamál uppi

Á tímabilinu 2001 til 2018 hafa um níu milljarðar króna verið greiddir úr ríkissjóði til framleiðenda á grundvelli endurgreiðslukerfis kvikmynda. Á undanförnum árum hefur vægi sjónvarpsefnis aukist innan endurgreiðslukerfisins og tilvikum fjölgað þar sem álitamál er hvort efnið falli að markmiðum laga um endurgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Michael Myers kemur í kvöld!

Hrekkjavökumorðinginn Michael Myers hefur stungið slægt og flakað barnfóstrur, vandræðaunglinga og í raun bara hvern sem er þegar hann bregður undir sig betri fætinum sem gerist einmitt einna helst að kvöldi á hrekkjavökunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Varð gagntekinn af gítartónum

Manuel Barrueco, einn fremsti gítarleikari heims, heldur einleikstónleika í Salnum. Verður einnig með masterklass í Hafnarfirði. Byrjaði að leika á gítar átta ára gamall.

Menning
Fréttamynd

Berskjölduð Dýrfinna

Dýrfinnu Benitu langaði að heiðra þá sem upplifa sig utanveltu, sérstaklega innan íslensku rappsenunnar. Útkoman er platan Hystería sem kom út á miðnætti. Hún rappar um losta, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir og reiði, en er umfram allt berskjölduð og heiðarleg.

Lífið
Fréttamynd

„Mikill heiður og stór viðurkenning“

Íslenska tónlistarkonan Gyða Valtýsdóttir hlaut í gær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Hún segir verðlaunin mikinn heiður og kveðst vona að þau kunni að opna fleiri dyr.

Lífið
Fréttamynd

Varpa fram spurningum um eitraða karlmennsku

Á mánudaginn kom út myndband við nýjasta lag Hatara, Klámstrákur. Klemens, annar söngvara sveitarinnar, segir lagið fjalla um stöðu nútímakarlmannsins í tuttugustu og fyrstu aldar samfélagi.

Lífið