Upphafsmaður snældunnar er látinn Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2021 07:51 Lou Ottens með kasettuspólu. EPA/JERRY LAMPEN Hollenski verkfræðingurinn Lou Ottens, sem hefur verið eignaður heiðurinn að því að vera uppfinningamaður kasettunnar, er látinn. Hann varð 94 ára. Með uppfinningunni má segja að hann hafi breytt því hvernig stór hluti fólks hlustaði á tónlist, en áætlað er að um 100 milljarðar kasetta, eða snælda, hafi verið seldar í heiminum frá því að þær voru kynntar til sögunnar á sjötta áratugnum. Ottens lést í heimabæ sínum Duizel á þriðjudaginn, að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans. Ottens var yfirmaður framleiðsluþróunar hjá Philips á sjötta áratugnum þar sem hann og teymi hans þróaði kasettuna. Hún var svo kynnt almenningi á ráðstefnu í Berlín árið 1963 og átti fljótt eftir að ná miklum vinsældum um allan heim. Ottens samdi svo við Philips og Sony þannig að gerðin hans varð ríkjandi á markaði. Japanskir raftækjaframleiðendur hófu svo einnig framleiðslu á sömu tegund af kasettum. Ottens átti síðar meir einnig eftir að koma að þróun geisladisksins. BBC segir frá því að kasettan hafi átt ákveðna endurkomu á síðustu árum. Þannig hafa tónlistarmenn á borð við Lady Gaga og The Killers meðal annars gefið út nýja tónlist sína á því formi. Andlát Tónlist Holland Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Með uppfinningunni má segja að hann hafi breytt því hvernig stór hluti fólks hlustaði á tónlist, en áætlað er að um 100 milljarðar kasetta, eða snælda, hafi verið seldar í heiminum frá því að þær voru kynntar til sögunnar á sjötta áratugnum. Ottens lést í heimabæ sínum Duizel á þriðjudaginn, að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans. Ottens var yfirmaður framleiðsluþróunar hjá Philips á sjötta áratugnum þar sem hann og teymi hans þróaði kasettuna. Hún var svo kynnt almenningi á ráðstefnu í Berlín árið 1963 og átti fljótt eftir að ná miklum vinsældum um allan heim. Ottens samdi svo við Philips og Sony þannig að gerðin hans varð ríkjandi á markaði. Japanskir raftækjaframleiðendur hófu svo einnig framleiðslu á sömu tegund af kasettum. Ottens átti síðar meir einnig eftir að koma að þróun geisladisksins. BBC segir frá því að kasettan hafi átt ákveðna endurkomu á síðustu árum. Þannig hafa tónlistarmenn á borð við Lady Gaga og The Killers meðal annars gefið út nýja tónlist sína á því formi.
Andlát Tónlist Holland Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent