Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hungrið í hámarki

    Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Rangers sleppur vel

    Knattspyrnufélagið Glasgow Rangers sleppur með aðeins 9.000 punda sekt eftir ólæti stuðningsmanna félagsins fyrir síðari leikinn gegn Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmenn skoska liðsins köstuðu grjóti í liðsrútu spænska liðsins og voru sakaðir um kynþáttafordóma í garð leikmanna Villareal. Þeir voru hinsvegar sýknaðir af þeim ákærum þar sem ekki fundust nægilegar sannanir fyrir þeim.

    Sport
    Fréttamynd

    Hrósar Arsenal í hástert

    Landsliðsþjálfari Ítala, Marcello Lippi, á var til orð til að lýsa hrifningu sinni á framgöngu Arsenal í Meistaradeildinni eftir að liðið sló Juventus úr keppni á dögunum. Lippi segir að ítölsku liðin geti lært mikið af Arsenal og dirfsku Arsene Wenger, sem hefur þorað að treysta á unga leikmenn liðsins í vetur.

    Sport
    Fréttamynd

    Við förum í úrslitaleikinn

    Hinn ungi Cesc Fabregas hjá Arsenal segist þess viss að liðið muni fara alla leið í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni, en Arsenal mætir löndum hans í Villareal frá Spáni í undanúrslitinum. Fabregas hefur farið á kostum með Arsenal í Meistaradeildinni en vill ekki vera borinn saman við Patrick Vieira, fyrrum leikmann liðsins.

    Sport
    Fréttamynd

    Reynsluleysi Arsenal segir til sín í undanúrslitunum

    Varnarmaðurinnn Rodolfo Arruabarrena hjá Villareal sem skoraði sigurmark liðsins gegn Inter í vikunni, segir að þó Arsenal sé vissulega með hörkulið, muni reynsluleysi ungra leikmanna þess koma til með að segja til sín þegar pressan eykst í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Arsenal áfram

    Arsenal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir markalaust jafntefli við Juventus í Tórínó í kvöld. Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og hélt vel aftur af ítalska liðinu í kvöld. Pavel Nedved fékk að líta rauða spjaldið hjá Juventus undir lokin, en heimamenn virkuðu frekar daufir í leiknum og virtust lítinn áhuga hafa á því að komast áfram í keppninni. Arsenal mætir spænska liðinu Villareal í undanúrslitunum.

    Sport
    Fréttamynd

    Barcelona í undanúrslit

    Barcelona er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-0 sigur á portúgalska liðinu Benfica á heimavelli sínum Nývangi í kvöld. Ronaldinho kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og það var svo Samuel Eto´o sem tryggði Barcelona sigurinn með marki úr skyndisókn skömmu fyrir leikslok. Barcelona mætir AC Milan í undanúrslitunum.

    Sport
    Fréttamynd

    Barcelona komið yfir

    Barcelona er komið yfir gegn Benfica á heimavelli sínum í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Það var brasilíski snillingurinn Ronaldinho sem skoraði mark Barca á 19. mínútu eftir frábæran undirbúning Samuel Eto´o , en hann misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiks.

    Sport
    Fréttamynd

    Þetta var töfrum líkast

    Framherjinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan segir að sigurinn á Lyon í Meistaradeildinni í gærkvöldi hafi verið töfrum líkastur fyrir sig, en líklega hefur enginn fagnað eins mikið og Inzaghi í gær. Hann skoraði tvö marka Milan í leiknum og markaði þar með endanlega endurkomu sína eftir að hafa barist við erfið meiðsli í tvö ár.

    Sport
    Fréttamynd

    Verðum að vera óhræddir í Tórínó

    Arsene Wenger segist hafa brýnt fyrir sínum mönnum að vera óhræddir við að spila sinn leik í Tórínó í kvöld þegar liðið sækir Juventus heim í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 og er því í lykilstöðu til að komast í undanúrslitin.

    Sport
    Fréttamynd

    Inzaghi skaut Milan í undanúrslitin

    Framherjinn knái Filippo Inzaghi skaut lið sitt AC Milan í undanúrslit Meistaradeildarinnar í kvöld þegar Milan lagði franska liðið Lyon 3-1 á heimavelli sínum San Siro. Lyon var með pálmann í höndunum lengst af og flest benti til þess að liðið færi áfram í keppninni á marki skoruðu á útivelli. Inzaghi skoraði sitt annað mark fyrir Milan á 88. mínútu og Shevchenko gerði út um leikinn skömmu síðar eftir að Frakkarnir tjölduðu öllu til að reyna að jafna leikinn og gerðu mistök í vörninni.

    Sport
    Fréttamynd

    Villareal í undanúrslitin

    Spænska smáliðið Villareal er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á ítalska stórliðinu Inter Milan í kvöld. Það var varnarmaðurinn Rodolfo Arruabarrena sem skoraði sigurmark spænska liðsins í kvöld og því er Villareal komið áfram á marki skoruðu á útivelli.

    Sport
    Fréttamynd

    Villareal komið yfir

    Spænska liðið Villareal stendur nú vel að vígi í einvíginu við Inter Milan í Meistaradeildinni því liðið hefur náð forystu 1-0 í síðari leik liðanna á Spáni. Það var Arruabarrena sem skoraði mark heimamanna á 58. mínútu og því er Villareal með pálmann í höndunum með mark skorað á útivelli í fyrri leiknum. Eins og staðan er núna eru því bæði Mílanóliðin á leið úr keppni í Meistaradeildinni.

    Sport
    Fréttamynd

    Jafnt á báðum vígstöðvum

    Nú er kominn hálfleikur í leikjunum tveimur sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Staðan í leik Milan og Lyon á San Siro er enn jöfn 1-1 en ekkert mark hefur verið skorað í leik Villareal og Inter á Spáni.

    Sport
    Fréttamynd

    Lyon jafnaði

    Lyon var ekki lengi að svara á San Siro en staðan er orðin 1-1 í leik Milan og Lyon. Það var Diarra sem jafnaði fyrir franska liðið aðeins sex mínútum eftir að Milan komst yfir á 25. mínútu og nú stendur það vel að vígi með mark skorað á útivelli.

    Sport
    Fréttamynd

    Inzaghi kemur Milan yfir

    Framherjinn skæði Filippo Inzaghi hefur komið AC Milan yfir gegn Lyon á San Siro í leik liðanna í Meistaradeildinni. Inzaghi skoraði með skalla á 25. mínútu leiksins og því eru Ítalirnir í vænlegri stöðu í einvíginu eftir að fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn.

    Sport
    Fréttamynd

    Milan - Lyon í beinni á Sýn

    Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld og verða þeir báðir sýndir í beinni útsendingu á Sýn og Sýn Extra. Leikur Milan og Lyon er í beinni á Sýn og hefst útsending þar klukkan 18:30 og á sama tíma hefst bein útsending frá leik Villareal og Inter á Sýn Extra.

    Sport
    Fréttamynd

    Del Piero verður ekki með Juventus

    Ítölsku meistararnir Juventus verða án sóknarmannsins Alessandro del Piero í leiknum gegn Arsenal í Meistaradeildinni annað kvöld, en hann á við meiðsli að stríða á læri og verður því að horfa á leikinn frá hliðarlínunni eins og Patrick Vieira sem tekur út leikbann. Þá hefur Freddy Ljungberg bæst í hóp þeirra sem eru tæpir vegna meiðsla hjá Arsenal.

    Sport
    Fréttamynd

    Fabregas og Eboue fara með til Tórínó

    Cesc Fabregas og Emmanuel Eboue fara báðir með liði Arsenal til Tórínó þar sem liðið tekur á móti Juventus á miðvikudagskvöldið, en ljóst er að litlar líkur eru á því að þeir verði í liðinu vegna meiðsla. Fabregas fór á kostum í fyrri leiknum gegn Juventus, en þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 15 mínútur í leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

    Sport
    Fréttamynd

    Við ætlum að láta Arsenal svitna

    Tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved hjá Ítalíumeisturum Juventus segir að Arsenal eigi ekki von á því að verða tekið neinum vettlingatökum í Tórínó á miðvikudagskvöldið þegar liðin mætast í síðari leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, en Arsenal vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum um daginn þar sem tveir leikmanna Juve voru reknir af velli. Nedved var í leikbanni í þeim leik.

    Sport
    Fréttamynd

    Vilja breyta Meistaradeildinni

    G-14 hópurinn, þar sem saman eru komin átján af stærstu knattspyrnuliðum heims, vilja breyta Meistaradeildinni í knattspyrnu á nýjan leik til að fá sautján leikdaga í stað þrettán eins og staðan er í dag.

    Sport
    Fréttamynd

    Inter mætir Villareal

    Ítalska liðið Inter Milan er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 sigur á Ajax Amsterdam á heimavelli sínum í kvöld og fer liðið því áfram samanlagt 3-2. Inter var betri aðilinn allan tímann og var í raun aldrei spurning hvort liðið færi áfram í keppninni.

    Sport
    Fréttamynd

    Inter í vænlegri stöðu

    Inter Milan er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, eftir að Dejan Stankovic kom liðinu í 1-0 gegn Ajax á 57. mínútu. Leikurinn fer fram á San Siro í Mílanó, en Brasilíumaðurinn Adriano brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleiknum. Hollendingarnir þurfa nú að skora tvö mörk til að eiga möguleika á að komast áfram í keppninni.

    Sport
    Fréttamynd

    Inter - Ajax í beinni í kvöld

    Síðari leikur Inter Milan og Ajax í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 19:30. Inter stendur vel að vígi því liðið náði 2-2 jafntefli í fyrri leiknum í Hollandi og nægir því markalaust jafntefli á heimavelli sínum í kvöld til að komast áfram. Sigurvegarinn í kvöld mætir spænska liðinu Villareal í 8-liða úrslitum keppninnar.

    Sport
    Fréttamynd

    Þýðir ekkert að spila upp á jafntefli

    Roberto Mancini hefur varað sína menn í Inter Milan við að reyna að spila upp á jafntefli í leiknum við PSV Eindhoven frá Hollandi í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld, en ítalska liðið náði 2-2 jafntefli á útivelli í fyrri leiknum.

    Sport
    Fréttamynd

    Það voru örlög mín að mæta Arsenal

    Patrick Vieira segist hlakka mikið til að mæta með nýja liði sínu Juventus á Highbury í Meistaradeildinni, þar sem hann spilaði með Arsenal í níu ár. Kaldhæðni örlaganna er nú sú að Vieira fór sumpart frá Arsenal til að reyna að vinna Evrópumeistaratitilinn annarsstaðar, en nú þarf hann einmitt að slá sína gömlu félaga sínu úr keppni til að ná því takmarki.

    Sport
    Fréttamynd

    Rangers á yfir höfði sér refsingu

    Skoska liðið Glasgow Rangers á yfir höfði sér refsingu frá evrópska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar stuðningsmanna liðsins í leikjunum við Villareal í Meistaradeildinni á dögunum. Stuðningsmennirnir veittust að rútu spænska liðið og grýttu hana, auk þess sem þeir hrópuðu fúkyrðum að mótherjunum á meðan á báðum leikjunum stóð.

    Sport
    Fréttamynd

    Viss um að Vieira fær góðar móttökur

    David Dein, aðstoðarstjórnarformaður Arsenal var hæstánægður með dráttinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í hádeginu, þar sem hans menn lentu á móti Juventus. Það er því ljóst að miðjumaðurinn Patrick Vieira mun spila einn leik enn á Highbury eftir allt saman.

    Sport
    Fréttamynd

    Arsenal mætir Juventus

    Nú er ljóst hvaða lið mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, en dregið var í París í Frakklandi nú rétt í þessu. Arsenal mætir ítölsku meisturunum Juventus, Englendingabanarnir Benfica mæta Barcelona, Lyon mætir AC Milan og Inter eða Ajax mætir spænska liðinu Villareal.

    Sport
    Fréttamynd

    Liðið er að smella saman

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hæst ánægður með sína menn eftir að þeir slógu Real Madrid út úr Meistaradeildinni í gær eftir markalaust jafntefli á Highbury. Wenger segist sjá mikil batamerki á liðinu á síðustu tveimur mánuðum.

    Sport