Auðvelt hjá Arsenal 19. september 2007 20:35 Fabregas fagnar marki sínu fyrir Arsenal í kvöld NordicPhotos/GettyImages Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Manchester United og Arsenal unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar 8 leikir fóru fram í riðlakeppninni. United vann sanngjarnan 1-0 útisigur á Sporting í Lissabon. Arsenal lagði Sevilla 3-0 en Inter tapaði nokkuð óvænt 1-0 fyrir Fenerbahce í Tyrklandi. Það var fyrrum leikmaður Sporting, Cristiano Ronaldo, sem skoraði markið sem skildi að í Portúgal. Markið kom á 62. mínútu en aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru ekki sérlega góðar á blautum og lausum vellinum. Ronaldo skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Wes Brown, en hélt fagnaðarlátum sínum í lágmarki af virðingu við áhorfendur sem hylltu hann áður en hann gekk í raðir Manchester United. Edwin van der Sar hafði þó nóg að gera í marki United og verði í tvígang mjög vel frá Liedson og Tonel. Arsenal-menn tóku Sevilla í kennslustund á Emirates. Cesc Fabregas kom liðinu yfir þegar skot hans hrökk af varnarmanni og í netið. Robin Van Persie bætti við öðru marki á 69. mínútu og það var svo Eduardo da Silva sem gerði út um leikinn með marki í uppbótartíma. Cesc Fabregas var að öðrum ólöstuðum maður leiksins en hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði eitt sjálfur. Sevilla-liðið byrjaði leikinn í kvöld ágætlega, en heimamenn voru númeri of stórir með ungt og skemmtilegt lið sitt í kvöld. Rangers vann góðan sigur á Stuttgart í E-riðli. Gomes náði forystu fyrir þýska liðið á 56. mínútu en Adam og Darcheville tryggðu Skotunum sigurinn. Barcelona vann sannfærandi sigur á Lyon í hinum leiknum í riðlinum. Fyrsta markið var sjálfsmark í fyrri hálfleik og þeir Messi og Henry skoruðu tvö mörk á síðustu 8 mínútunum sem tryggðu spænska liðinu sigur. Í F-riðli vann Roma 2-0 sigur á Dynamo Kiev með mörkum frá Perotta og Totti og United lagði Sporting 1-0 á útivelli. Í G-riðli vann PSV góðan 2-1 sigur á CSKA Moskvu. Lazovic og Perez skoruðu fyrir PSV en Vagner Love minnkaði muninn fyrir Rússana í lokin. Þá vann tyrkneska liðið Fenerbahce óvæntan 1-0 sigur á Ítalíumeisturum Inter. Í H-riðlinum vann svo Arsenal öruggan 3-0 sigur á Sevilla og þá vann Slavia Prag 2-1 sigur á Steua Búkarest.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira