Shevchenko: Kaka er sá besti Andriy Shevchenko, leikmaður Chelsea, segir að fyrrum félagi hans hjá AC Milan, Brasilíumaðurinn Kaka, sé besti knattspyrnumaður heimsins í dag. Kaka fór á kostum með Milan gegn Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni og skoraði tvö mörk á Old Trafford. Fótbolti 27. apríl 2007 14:21
Uppselt á San Siro Ítalska félagið AC Milan hefur tilkynnt að þegar sé uppselt á síðari leik liðsins við Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar næsta miðvikudag. 67,500 áhorfendur munu fylgjast með leiknum, þar sem heimamenn þurfa að snúa við blaðinu eftir 3-2 tap á Englandi til að komast í úrslitaleikinn í Aþenu. Fótbolti 26. apríl 2007 15:27
Reina: Leikmenn Chelsea eru þreyttir Markvörðurinn Jose Reyna hjá Liverpool segir að stíf keppni á öllum vígstöðvum sé greinilega farin að taka sinn toll af leikmönnum Chelsea. Hann segir þá hafa virkað þreytta í síðari hálfleiknum gegn Liverpool í gær. „Þeir eiga erfiðan leik í deildinni á laugardaginn og kannski verða þeir enn þreyttari í síðari leiknum gegn okkur," sagði Reina. Fótbolti 26. apríl 2007 13:48
Mourinho: Við ætlum að skora á Anfield Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var sáttur við 1-0 sigur sinna manna í Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir sína menn staðráðna í því að ná að skora í síðari leiknum á Anfield í næstu viku, því það muni fara langt með að fleyta liðinu í úrslitaleikinn. Fótbolti 25. apríl 2007 22:28
Benitez treystir á stuðning áhorfenda Rafa Benitez var sæmilega jákvæður eftir 1-0 tap hans manna í Liverpool gegn Chelsea í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld. Fótbolti 25. apríl 2007 22:21
Chelsea lagði Liverpool Chelsea vann í kvöld 1-0 baráttusigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Joe Cole sem skoraði mark heimamanna eftir góðan undirbúning Didier Drogba eftir hálftíma leik og ljóst að mikið er eftir af þessu harða einvígi. Síðari leikurinn fer fram á Anfield í næstu viku. Fótbolti 25. apríl 2007 20:36
Chelsea yfir í hálfleik Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Liverpool í hálfleik í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Heimamenn hafa verið sterkari aðilinn í leiknum og það var Joe Cole sem braut ísinn fyrir heimamenn eftir frábæran undirbúning Didier Drogba á 29. mínútu. Fótbolti 25. apríl 2007 19:40
Byrjunarliðin klár hjá Chelsea og Liverpool Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Chelsea og Liverpool fyrir fyrri leik þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðskipan má sjá hér fyrir neðan, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. Fótbolti 25. apríl 2007 17:51
Stuðningsmenn United og Roma sektaðir Knattspyrnusamband Evrópu sektaði í dag Manchester United og Roma vegna óláta stuðningsmanna félaganna á fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Roma var sektað um 31,000 pund en United um 14,500 pund. Félögin hafa þrjá daga til að áfrýja sektunum. Fótbolti 25. apríl 2007 16:56
Sálfræðistríðið heldur áfram Sálfræðistríð þeirra Rafa Benitez og Jose Mourinho hefur nú náð hámarki fyrir fyrri leik Chelsea og Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsending klukkan 18:30 að lokinni upphitun með Guðna Bergs. Fótbolti 25. apríl 2007 14:05
Kaka: Okkur varð hugsað til Roma-leiksins Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá AC Milan sagði að sér hafi verið hugsað til leiks Manchester United og Roma þegar heimamenn skoruðu fyrsta markið eftir aðeins fimm mínútur í leiknum í kvöld. Hann vonast til þess að stuðningur áhorfenda nægi til að koma liði Milan í úrslitaleikinn. Fótbolti 24. apríl 2007 22:18
Rooney: Scholes er snillingur Wayne Rooney var að vonum ánægður eftir sigur Manchester United á AC Milan í kvöld, en hann skoraði jöfnunarmarkið og tryggði liði sínu sigur með glæsilegu marki í uppbótartíma. Hann segir félaga sína aldrei hafa misst trú á verkefninu þó liðið hafi lent undir. Fótbolti 24. apríl 2007 21:27
Ferguson: Liðið spilaði frábæran fótbolta Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigurinn á AC Milan í kvöld og sagði sína menn hafa spilað frábæran fótbolta á tíðum í leiknum. Hann segir sína menn eiga góða möguleika á að fara í úrslitaleikinn. Fótbolti 24. apríl 2007 21:21
Rooney tryggði United sigur á elleftu stundu Manchester United lagði AC Milan 3-2 í frábærum fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ítalska liðið komst í 2-1 í fyrri hálfleik en Wayne Rooney tryggði enska liðinu dýrmætan sigur með marki í uppbótartíma. Fótbolti 24. apríl 2007 20:32
Rooney jafnar fyrir United Staðan í leik Manchester United og AC Milan er orðin jöfn 2-2. Það var Wayne Rooney sem jafnaði leikinn fyrir United eftir klukkutíma leik og heimamenn allir að lifna við eftir kjaftshöggið sem þeir fengu í fyrri hálfleik. Fótbolti 24. apríl 2007 20:02
Milan leiðir í hálfleik á Old Trafford AC Milan hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Manchester United í fyrri leik liðanna á Old Trafford í Manchester. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og komust í 1-0 eftir fimm mínútur þegar markvörðurinn Dida sló boltann í eigið net. Það var svo Brasilíumaðurinn Kaka sem stal senunni fyrir gestina og kom liði sínu í 2-1 með mörkum á 22. og 37. mínútu. Fótbolti 24. apríl 2007 19:32
Kaka kemur Milan yfir á Old Trafford AC Milan hefur náð 2-1 forystu gegn Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Brasilíumaðurinn Kaka sem var aftur á ferðinni fyrir ítalska liðið og skoraði á 37. mínútu. Heimamenn eru því komnir í vond mál í einvíginu. Fótbolti 24. apríl 2007 19:24
Kaka jafnar Snillingurinn Kaka hjá AC Milan er búinn að jafna fyrir AC Milan gegn Manchester United á Old Trafford. Markið kom á 22. mínútu eftir fallega spilamennsku hjá Milan-liðinu þar sem Kaka fékk góða sendingu inn fyrir vörnina og lagði boltann í hornið. Fótbolti 24. apríl 2007 19:07
United komið yfir Það tók Manchester United aðeins 5 mínútur að ná forystu gegn AC Milan í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Cristiano Ronaldo átti fínan skalla að marki ítalska liðsins, en markvörðurinn Dida gerði mistök og kýldi boltann í eigið net. Fótbolti 24. apríl 2007 19:01
Maldini spilaði í Evrópu áður en Rooney og Ronaldo fæddust Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir AC Milan árið 1985, en þá voru þeir Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ófæddir. Varamaðurinn Alessandro Costacurta hjá Milan er þó enn eldri og reyndari, en hann á einmitt 41 árs afmæli í dag. Leikmenn Milan eiga góðar minningar frá Old Trafford, því liðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni á þessum velli árið 2003. Fótbolti 24. apríl 2007 18:09
Byrjunarliðin klár hjá United og Milan Fyrri leikur Manchester United og AC Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Sýn. Búið er að tilkynna byrjunarliðin og þau má sjá hér fyrir neðan. Guðni Bergsson og Heimir Karlsson eru nú að hita upp fyrir leikinn í beinni á Sýn. Fótbolti 24. apríl 2007 17:59
Hoddle tippar á Milan og Liverpool í úrslitum Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, segist tippa á að það verði Liverpool og AC Milan sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu í vor og endurtaki þar með leikinn frá í Istanbul árið 2005. Fótbolti 24. apríl 2007 16:39
Mourinho sagður hafa falið sig í þvottakörfu Tvö bresk blöð halda því fram í dag að Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafi notað mjög óhefðbundnar aðferðir til að koma skilaboðum til sinna manna þegar hann var í leikbanni í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Hann fékk þá tveggja leikja bann fyrir framkomu sína á leik gegn Barcelona. Enski boltinn 24. apríl 2007 14:26
Dida klár í slaginn með Milan Markvörðurinn Dida er leikfær og er í leikmannahópi AC Milan sem mætir meiðslum hrjáðu liði Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 24. apríl 2007 13:58
Ferguson: Við óttumst ekki AC Milan Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir sína menn ekki óttast ítalska liðið AC Milan fyrir fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikið verður á Old Trafford og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Fótbolti 24. apríl 2007 13:52
Maldini hrósar Manchester United Paolo Maldini, fyrirliði AC Milan, hrósar liði Manchester United fyrir slag liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Hann segir liðið vera mun sterkara nú en það var fyrir tveimur árum, en segir sína menn tilbúna í slaginn. Fótbolti 24. apríl 2007 13:46
Maldini verður ekki settur til höfuðs Ronaldo Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, hefur ekki í hyggju að breyta leikskipulagi sínu út af vananum til að halda sem mest aftur af Cristiano Ronaldo, leikmanni Manchester United, í fyrri viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á morgun. Orðrómur hafði verið um að fyrirliðinn Paulo Maldini yrði settur í vinstri bakvörðinn til höfuðs Ronaldo, en Ancelotti segir svo ekki vera. Fótbolti 23. apríl 2007 20:22
Shevchenko vill frekar mæta Milan Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist heldur vilja mæta AC Milan en Manchester United ef Chelsea nær að vinna sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu. Svo gæti farið að Manchester United og Chelsea spiluðu þrjá úrslitaleiki á hálfum mánuði í vor. Fótbolti 17. apríl 2007 19:45
Dida tæpur fyrir leikinn á Old Trafford Brasilíski markvörðurinn Dida hjá AC Milan gæti misst af fyrri leik liðsins gegn Manchester United á Old Trafford þann 24. apríl vegna meiðsla á öxl. Hann meiddist í leik gegn Messina á dögunum þegar hann skall ár markstönginni. Fótbolti 17. apríl 2007 13:59
Stuðningsmenn United beðnir að draga úr áfengisneyslu Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið þess á leit við stuðningsmenn Manchester United að stilla áfengisneyslu í hóf þegar liðið sækir AC Milan heim í Meistaradeildinni í byrjun næsta mánaðar. Talsmaður UEFA segir að hluta þeirra vandamála sem komið hafi upp á leikjum undanfarið megi rekja til ofdrykkju. Fótbolti 12. apríl 2007 18:11