Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Mertesacker: Við getum ennþá komist áfram

    Per Mertesacker, þýski miðvörðurinn hjá Arsenal, er ekki búinn að gefa upp alla von um að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 0-2 tap á heimavelli í gær í fyrri leiknum á móti Bayern München.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Wenger: Verðum að sætta okkur við reglurnar

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það hefði verið dýrkeypt að brenna af vítaspyrnu snemma leiks gegn Bayern í kvöld. Þeir þýsku unnu, 2-0, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Guardiola ber mikla virðingu fyrir Wenger

    Pep Guardiola, þjálfari þýska liðsins Bayern München, mætir með lærisveina sína á Emirates-leikvanginn í kvöld þar sem Arsenal og Bayern mætast í fyrri leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kompany: Við eigum enn möguleika

    Varnarmaðurinn Vincent Kompany hefur ekki enn gefið upp vonina um að komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir 2-0 tap Manchester City gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fabregas: Nú verða sumir að þegja

    Cesc Fabregas, leikmaður Barcelona, segir sigur liðsins á Manchester City í kvöld hafa verið frábæran og að það hafi verið gott að þagga niður í ákveðnum einstaklingum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan fór illa með Þjóðverjana

    Zlatan Ibrahimovic og félagar í PSG eru svo gott sem komnir áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 4-0 sigur á Bayer Leverkusen í Þýskalandi í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Svona er víst fótboltinn“

    Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cavani frá næstu vikurnar

    Edison Cavani, úrúgvæski landsliðsmaðurinn og leikmaður PSG í Frakklandi meiddist í 2-0 sigri PSG gegn Bordeaux á föstudaginn. Niðurstöður læknisskoðunar hafa leitt í ljós að Cavani verði frá að minnsta kosti í þrjár vikur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo: Messi gerir mig að betri leikmanni

    Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid og besti leikmaður í heimi á síðasta ári, viðurkennir að samanburðurinn við Lionel Messi og keppnin um hver sé besti fótboltamaður heims hjálpi honum sjálfum að verða betri leikmaður.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan: Ég kæmi frítt til Borussia Dortmund

    Zlatan Ibrahimovic og Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, göntuðust fyrir framan sjónvarpsvélarnar þegar þeir hittust á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið þar sem umræðuefnið var möguleg koma Zlatans til Dortmund.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi

    Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.

    Fótbolti