Alfreð Finnbogason tryggði Olympiacos sigur með sigurmarki leiksins í 3-2 sigri á Arsenal í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Alfreð segir í samtali við Vísi afar ánægjulegt að vera orðinn hluti af sögu félagsins sem vann sinn fyrsta sigur á Englandi í þrettándu tilraun.
Alfreð í samtali við Vísi: Gaman að geta troðið sokki upp í félagana
Alfreð kom inn af varamannabekknum í hálfleik og skoraði sigurmarkið aðeins einni mínútu eftir að Alexis Sanchez jafnaði metin fyrir Arsenal.
Mark Alfreðs má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en öll mörkin úr leiknum má sjá hér.

