Saltfiskur og suðræn stemmning Spænskir matar- og víndagar standa yfir á veitingastaðnum SiggiHall á Óðinsvéum þar sem boðið er upp á spænskan matseðil ásamt spænskum vínum frá Rioja. Á matseðlinum er meðal annars að finna saltfiskbollur og pönnusteiktan saltfisk en Spánverjar hafa löngum verið þekktir fyrir dálæti sitt á saltfiski. Menning 23. september 2004 00:01
Vel beittir hnífar Sigurjón Ívarsson segir að leynivopnið í hans eldhúsinu sé gott skurðarbretti, að ógleymdum vel brýndum hnífum. "Bitlausir hnífar eru gagnslausir og beinlínis hættulegir," segir hann. "Þar fyrir utan á ég mér annars konar leynivopn sem er gott skap, jákvæðni og ástríða. Að elda mat ástríðulaust endar bara með ósköpum." Menning 23. september 2004 00:01
Bragðast vel með kjöti Reyniviðurinn skartar sínu fegursta með fagurrauð berin í klösum á greinunum. Úr berjunum má búa til hið fínasta hlaup sem fer vel til dæmis með steiktu kjöti. Það er bragðmeira og lítið eitt beiskara en rifsberjahlaup og ekki síður hollt. Menning 19. september 2004 00:01
Íslenskir réttir öðlast nýtt líf Þótt matreiðslubækurnar Cool Cuisine og Cool Dishes heiti framandi nöfnum innihalda þær bæði þjóðlegar og nútímalegri uppskriftir að rammíslenskum mat. Þar öðlast hefðbundnir réttir nýtt líf svo sem kjötsúpa, plokkfiskur, hangikjöt og steikt slátur og lýst er hvernig matreiða á lunda, hreindýr, lambakjöt, krækling og ferskan fisk svo nokkuð sé nefnt. Menning 10. september 2004 00:01
Ekki sama laukur og laukur "Áhugi á ræktun matjurta hefur aukist gríðarlega og ef til vill hefur það sitt að segja að mataræði okkar hefur breyst og hafa kryddjurtir og salöt aukist mikið í fæðunni," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og umsjónarmaður nytjajurtagarðs Grasagarðsins í Laugardal. Menning 10. september 2004 00:01
Algjör matarfíkill María Björk Sverrisdóttir er mikið fyrir góðan mat. "Ég er matarfíkill og matur er helsta nautnin í mínu lífi. Mér finnst rosagaman að fara út að borða og finnst þá gaman að borða öðruvís mat." Menning 2. september 2004 00:01
Á sveppaveiðum "Uppáhaldssveppurinn minn vex ekki á Íslandi," segir Ágúst Pétursson, kennari, sveppaáhugamaður og matargúru að auki. "Sá sveppur heitir myrkill og er afskaplega sérkennilegur í laginu, svona eins og hann sé á röngunni, og bragðið er sterkt og sérstakt. Þessi sveppur vex í sendnum jarðvegi í frekar heitum löndum. En hann er sjaldgæfur og kílóið af honum þurrkuðum er á um 30.000 krónur. Flestir falla fyrir honum um leið og þeir bragða hann." Menning 2. september 2004 00:01
Sveppatínsla í Heiðmörk Í dag verður farin sveppatínsluferð í Heiðmörk á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur. Leiðbeinandi í göngunni er Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógarvistfræðingur hjá Rannsóknarstöðinni á Mógilsá. Menning 2. september 2004 00:01
Arabi í eldhúsinu Halldóra Jónsdóttir orðabókaritstjóri, sækir matarlist sína og -lyst á framandi slóðir. "Ég er arabi í eldhúsinu og hef mikinn áhuga á norður-afrískum mat. Ég kynntist þessu fyrst þegar ég var á Interailferð í París og Högna frænka mín bauð okkur vinkonunum út að borða í arabískt kúskús" Menning 27. ágúst 2004 00:01
Skemmtilegt að borða Sushi Sigríður Guðmarsdóttir prestur er nýkomin heim eftir fjögurra ára búsetu í Bandaríkjunum. Hún er ánægð með að vera komin heim en saknar þó eins. "Það sem mér finnst skemmtilegast að borða er sushi með soja, grænu wasabi og appelsínugulri engiferrót Menning 27. ágúst 2004 00:01
Frosin ber þurfa styttri suðu "Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari," segir Þóranna Eiríksdóttir, húsfreyja í Árbænum í Reykjavík. Hún er ein af þessum myndarlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurðir. Menning 19. ágúst 2004 00:01
Lífrænn og góður safi Ávaxta- og grænmetissafi úr lífrænt ræktuðum gulrótum og nýuppteknum lífrænt ræktuðum eplum er nýkominn á markað. Innflytjandi þessara safa er Yggdrasill ehf. en athygli vekur að innihaldslýsing og næringarefnataflan á flöskunum er öll á íslensku Menning 19. ágúst 2004 00:01
Runnar svigna undan rauðum berjum Eitt af því sem fylgir hinum rómantíska ágústmánuði er uppskera á ýmsum gjöfum móður jarðar. Nú svigna greinar runna í görðum undan rauðum og bleikum berjum og lautir og hlíðar skarta lyngi með bláum og svörtum. Menning 19. ágúst 2004 00:01
Lazy Daisy plattinn leynivopn "Lazy Daisy-plattinn minn er tvímælalaust mitt leynivopn í eldhúsinu en þetta er svona kringlóttur viðarplatti á snúningshjóli," segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona. "Ég er ógeðslega léleg í eldhúsinu en alveg mögnuð í uppvaskinu, það er mín sérgrein. Plattann nota ég mikið og hann auðveldar heilmikið þegar kemur að uppvaskinu. Menning 12. ágúst 2004 00:01
Eldhúshnífarnir þrír Hnífar eru bráðnauðsynlegir í eldhúsið og það getur verið vandasamt að finna gæðahnífa á viðráðanlegu verði. Sem betur fer er nú komið í ljós að það þarf aðeins þrjár gerðir hnífa til að framkvæma allar helstu eldhúsaðgerðir. Menning 12. ágúst 2004 00:01
Berin eru sprottin Í kjölfar góðviðrisins sem hefur tröllriðið landinu þetta sumarið má búast við magnaðri berjasprettu í móum sveita og einnig á runnum bæjarbúa. Þegar er farið að glitta í ber og sást til þroskaðra bláberja og krækiberja á Norðurlandi um verslunarmannahelgina. Menning 12. ágúst 2004 00:01
Humar í sérstöku uppáhaldi Elvu Ósk Ólafsdóttur leikkonu, finnst gaman að elda góðan mat og eru sjávarréttir í sérstöku uppáhaldi hjá henni. "Uppáhaldsmaturinn minn er að sjálfsögðu humar. Ég matreiði hann þannig að ég sker hann endilangan, fletti út og set á hann mikið af hvítlauks- og paprikusalti. Síðan snöggsteiki ég hann upp úr smjöri og helli síðan hvítvíni yfir hann og pínu rjóma. Menning 12. ágúst 2004 00:01
Sælkeraverslun í Iðuhúsinu Í nýja Iðuhúsinu í Lækjargötu hafa þær Kristín Ásgeirssdóttir og Guðbjörg Halldórsdóttir uppfyllt drauma sína og opnað sælkerabúðina Yndisauka. Menning 5. ágúst 2004 00:01
Litarefni auka hættu á ofvirkni Talið er að tilbúin litarefni og bensóat-rotvarnarefni í mat auki líkurnar á ofvirkni hjá ungum börnum. Menning 5. ágúst 2004 00:01
Suðrænar fiskibollur Til hnífs og skeiðar Guðrún Jóhannsdóttir eldar handa minnst fjórum fyrir 1000 kr. eða minna. Menning 5. ágúst 2004 00:01
Elskar japanskan mat "Mér finnst alveg rosalega gaman að elda og það er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri," segir Melkorka Þuríður Huldudóttir, söngkona í hljómsveitinni Brúðarbandið. Menning 5. ágúst 2004 00:01
Ísbjarnarkjöt og þverskorin ýsa "Það jafnast ekkert á við heimabökuðu pitsuna okkar Massimos," segir Hörður Torfason tónlistarmaður, en í matargerðarlistinni opnaðist fyrir honum nýr heimur þegar hann kynntist ítölskum eiginmanni sínum. Menning 29. júlí 2004 00:01
Þriggja hæða herleg terta Bræðurnir Gunnar Jökull og Kjartan Tindur Gunnarssynir eiga afmæli með fárra daga millibili. Yfirleitt er haldið upp á þau með einni stórri sameiginlegri veislu og þar sem þau eru að sumarlagi er stundum hægt að halda hana úti í garði. Menning 29. júlí 2004 00:01
Ólíkar matarvenjur frændþjóðanna Matarvenjur Norðurlandabúa eru ólíkar þrátt fyrir skyldleika þjóðanna. Norðmenn virðast hafa mesta reglu á máltíðunum meðan Svíar eru nútímalegastir og Finnarnir halda fastast í hefðirnar. Menning 29. júlí 2004 00:01
Létt túnfisksalat með Aioli Til hnífs og skeiðar Guðrún Jóhannsdóttir eldar handa minnst fjórum fyrir 1000 kr. eða minna. Menning 29. júlí 2004 00:01
Grænmetisátak í uppsiglingu "Aðalmarkmið okkar er að sinna neytendum og anna eftirspurnum þeirra," segir Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri sölufélags garðyrkjumanna. Júlí er mánuður grænmetisins og uppskerutíminn stendur sem hæst. Tegundirnar eins og hnúðkál, hvítkál og kartöflur sem ræktaðar eru úti koma í verslanir á þessum tíma. Menning 22. júlí 2004 00:01
Nýtt útlit og lækkað verð Kassavínið vinsæla Terra Vecchia frá Korsíku hefur fengið andlitslyftingu eins og sjá má á frönskum dögum í Vínbúðum en þeir standa til 7. ágúst. Eyjan fagra Korsíka er lítt þekkt vínsvæði hérlendis þótt vín þaðan séu þekkt á alþjóðavettvangi. Menning 22. júlí 2004 00:01
Léttar veitingar í boði alla daga Te & kaffi fagnar í dag 20 ára afmæli með opnun kaffihúss á Laugavegi 24, þar sem gamla hljómplötudeild Fálkans var til húsa."Við opnum í dag með pompi og pragt," segir Berglind Guðbrandsdóttir, annar stofnenda fyritækisins, en það voru hún og Sigmundur Dýrfjörð sem opnuðu fyrsta íslenska Expressobarinn árið1986. Menning 22. júlí 2004 00:01