

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Átta handteknir og tugir taldir þolendur mansals
Lögreglan handtók átta einstaklinga í umfangsmiklum aðgerðum sínum í gær sem teygðu anga sína frá höfuðborgarsvæðinu til Suðurnesja, Suðurlands og Norðurlands. Meintir þolendur mansals telja nokkra tugi.

Rekstur Davíðs Viðarssonar: Áralöng saga gruggugrar starfsemi
Veitingastaðurinn Pho Víetnam á Suðurlandsbraut fékk tvo af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlitinu í heimsókn þess árið 2019. Staðurinn hét þá Vietnam Restaurant en var í eigu Davíðs Viðarssonar. Tæpum fimm árum síðar hafði heilbrigðiseftirlitið enn verri sögu að segja af staðnum sem hélst þó opinn þar til í gær þegar lögregla réðist í umfangsmiklar aðgerðir.

Aðgerðum lauk í kringum miðnætti
Umfangsmiklum lögregluaðgerðum vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi lauk um miðnætti. Úrræði sem grípa fórnarlömb meints mansals hafa verið virkjuð.

Aðgerðirnar standa enn yfir
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi standa enn yfir. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Slíta samningi við Wok On
Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segist ekki hafa upplýsingar um lögregluaðgerðir í tengslum við mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi, en útibúum Wok On í verslunum Krónunnar var lokað í aðgerðum lögreglunnar í dag.

Nokkrir handteknir í tengslum við aðgerðirnar
Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On.

„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“
Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið.

Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir.

Komast ekki í eigur sínar vegna lögregluaðgerða
Írskur ferðamaður kom að lokuðum dyrum þegar hann sneri á Kastali Guesthouse í Kirkjustræti síðdegis eftir dagsferð út á land að skoða jarðhitasvæði.

Eigandi Vy-þrifa grunaður um mansal og peningaþvætti
Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir.

Látinn laus og óvíst með framhaldið
Karlmaður af erlendum uppruna sem var með óspektir á þingpöllum Alþingis síðdegis í gær verður leystur úr haldi í dag að loknum yfirheyrslum.

Stóra kókaínmálinu hvergi nærri lokið
Pétur Jökull Jónsson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu og var eftirlýstur af Interpol á dögunum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald næstu fjórar vikurnar.

„Ég hefði aldrei haft hugmyndaflug í að þetta gæti gerst“
„Svona „tension“ hafði maður aldrei heyrt af áður hér á landi; að menn óttuðust um líf sitt í hefndaraðgerðum, eftir að maður var tekinn af lífi fyrir utan heimili sitt. Þetta voru ekki slagsmál fyrir utan b5, eða einhver barningur niðri í bæ. Þetta var í rauninni eitthvað sem við sjáum bara í bíómyndum.“

Tilkynningar um kynferðisbrot ekki færri síðan 2017
Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu.

Drengir plataðir og kúgaðir eftir að þeir senda af sér nektarmyndir
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu merkir fjölgun í svokölluðum sæmdarkúgunarmálum [e. sextortions] meðal ungra manna og drengja á Íslandi. Lögreglan er með nokkur slíkt mál til rannsóknar að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, yfirmanns deildarinnar.

Lenti undir snjóflóði í Stafdal
Tveir voru á skíðasvæði í Stafdal ofan Seyðisfjarðar þegar snjóflóð féll um fjögurleytið í dag. Annar lenti undir snjóflóðinu en félagi hans náði að koma honum til bjargar.

Ógnaði dyravörðum skemmtistaðar með hníf
Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt eftir að hafa tekið um hníf utan við skemmtistað og ógnað dyravörðum. Lögregla vistaði hann í fangaklefa í þágu rannsóknar

Tveir í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á amfetamínbasa
Fjórir menn voru í síðustu viku úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald vegna innflutnings á tæplega sjö lítrum af amfetamínbasa. Tveimur þeirra hefur verið sleppt úr haldi en hinir tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í viku til viðbótar.

Lögreglan lýsir eftir manni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum. Hann er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík í síma 444-1000.

Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi fengu falleinkunn
Pho Víetnam á Suðurlandsbraut og Laugavegi í Reykjavík fengu einn af fimm mögulegum í einkunn frá Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur í óboðaðri heimsókn í október í framhaldi af því að ólystugur matvælalager Vy-þrifa í Sóltúni uppgötvaðist. Eigandi beggja fyrirtækja á einnig veitingastaðina Wok On.

Skráningarmerki fjarlægð af ótryggðum og óskoðuðum bifreiðum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar um líkamsárásir í nótt en önnur þeirra átti sér stað á skemmistað. Er það mál í rannsókn, samkvæmt yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Hart sótt að Úlfari á fundi með blaðamönnum
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mætti á fund blaðamanna í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands og var hart að honum sótt á stundum.

Pétur Jökull kom sjálfur á klakann
Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu.

Fór inn á flugbraut, inn í flugvél og handtekinn við lendingu
Maður var handtekinn í dag eftir að hann fór yfir grindverk og inn á virka flugbraut á flugvellinum í Reykjavík. Þar fór hann þó upp í flugvél og var ekki handtekinn fyrr en við lendingu, samkvæmt dagbók lögreglu.

Pétur Jökull handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er hvergi að finna á vef Interpol lengur.

Bílstjóri rútunnar var starfsmaður á verkstæði
Rútan, sem ekið var á móti umferð á Reykjanesbraut í gær, var í umsjón bifreiðaverkstæðisins Vélrás. Eigandi fyrirtækisins segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss.

Ekki eftirsóknarverður staður til að vera á
Þegar lögum um útlendinga var breytt vorið 2023 var ákveðið að þau sem hefðu fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd myndu missa rétt á allri þjónustu 30 dögum síðar. Eftir það ætti fólk að yfirgefa landið. Fámennur hópur gerir það ekki og er heimilis- og réttindalaus á Íslandi.

Fór huldu höfði á landinu í samtals tvö ár
Hælisleitandi sem hafði farið huldu höfði í heilt ár fannst þegar lögregla hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í verslun við Tryggvagötu. Þá kom í ljós að hann hafði verið í felum á Íslandi tvisvar í samtals tvö ár yfir sex ára skeið. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var staðfestur af Landsrétti í dag.

Eltu kærustupar grunað um græsku um miðbæinn á kvennafrídaginn
Karl og kona hafa hvort um sig fengið árslangan fangelsisdóm fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. Parinu var gefið að sök að gera tilraun til að taka við tæplega 1,1 kílói af kókaíni sem kom með póstsendingu til landsins sem barst þann átjánda október í fyrra.

Hafa fengið ábendingar um Pétur Jökul
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist ábendingar um Pétur Jökul Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar. Hann er grunaður um þátttöku í stóra kókaínmálinu svokallaða.