Innlent

Átta ung­menni hand­tekinn í Seljahverfi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum á vaktinni í gærkvöldi og nótt.
Lögregla sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum á vaktinni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Átta ungmenni voru handtekinn í Seljahverfi í gærkvöldi eða nótt í tveimur aðskildum málum.

Í öðru málinu voru fimm handtekinn fyrir rán og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Voru fimmmenningarnir fluttir á lögreglustöð en látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. 

Þrjú ungmenni voru handtekin í hinu málinu, fyrir rúðubrot. Samband var haft við foreldra og málið afgreitt, segir í tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar.

Einn var handtekinn eftir að tilkynnt var um líkamsárás í miðborginni en meiðsl voru minniháttar, samkvæmt lögreglu. Þá var tilkynnt um innbrot og þjófnað í heimahúsi þar sem fartölvu var stolið.

Tuttugu bifreiðar voru sektaðar fyrir stöðubrot í miðbænum.

Ein tilkynning barst um eld, í húsnæði í Kópavogi. Grunur leikur á að kveiknað hafi í útfrá sígarettustubbum. Minniháttar skemmdir urðu vegna eldsins en málið er í rannsókn.

Í Kópavogi var einnig tilkynnt um þjófnað úr verslun og þá vakti lögregla einstakling sem svaf í strætóskýli.

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars fyrir of hraðan akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×