Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Nýtum betur og njótum verðmætanna

Ef metnaðarfull markmið stjórnvalda í loftslagsmálum eiga að nást er mikilvægt að auka hringrás auðlinda hér á landi. Sjálfbær nýting auðlinda verður sífellt mikilvægari. Hringrásarhagkerfið byggir á að lágmarka auðlindanotkun eins og kostur er og viðhalda verðmætum þeirra auðlinda sem eru teknar í notkun eins lengi og mögulegt er.

Skoðun
Fréttamynd

Við öll, náttúran og lofts­lagið

Náttúran hefur líklega aldrei átt minni og veikari stuðning en nú á tímum hamfarahlýnunar og loftslagsvár. Að fórna náttúrunni fyrir loftslagið virðist vera stefna stjórnvalda, sem of margt fólk trúir á.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsbreytingar byrjaðar að hafa umtalsverð áhrif á lífsskilyrði á Íslandi

Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa umtalsverð áhrif á náttúru Íslands og breyta lífsskilyrðum fólks hér á landi. Með þeim loftslagsbreytingum, sem þegar eru hafnar, fylgja vaxandi áskoranir fyrir efnahag, samfélag og náttúru landsins. Loftslagsvandinn mun hafa áhrif á verðlag, fjármálastöðugleika og öryggi fjármálakerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Rétt upp hönd

Nú styttist í næsta Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna (COP28) en Ísland er eitt af 197 aðildarríkjum loftslagssamningsins. Grænvangur styður við þátttöku atvinnulífsins á COP28, sem að þessu sinni er haldið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, dagana 30. nóvember til 12. desember.

Skoðun
Fréttamynd

Gætum neyðst til að kaupa loftslagskvóta fyrir milljarða

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir að ef Íslendingar standi ekki við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum fyrir árið 2030 gætu þeir neyðst til að kaupa loftslagsheimildir fyrir einn til tíu milljarða króna á ári. Þetta kom fram í ávarpi ráðherrans á haustfundi Landsvirkjunar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir­sjáan­leg fjölgun ferða­manna?

„Fyrirsjáanleg fjölgun ferðamanna“? Það er árið 2023 og fjöldi ferðamanna er að ná nýjum hæðum. Bændastéttin kallar eftir aðgerðum og við blasir gjaldþrotahrina bænda ef ekkert verður að gert. Lítil fyrirtæki og einstaklingar eru að bugast undan endalausum vaxtahækkunum og verðbólgu.

Skoðun
Fréttamynd

Líður að verri loft­gæðum?

Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­­lendingur lýsir á­standinu í New York sem súrrealísku

Neyðarástandi var lýst yfir í New York-borg og víðar í gær vegna mestu rigninga á svæðinu í sjötíu ár. Íslendingur sem búsettur hefur verið í borginni í áratug segir ástandið súrrealískt. Götur breyttust í straumþungar ár og samgöngur lömuðust.

Erlent
Fréttamynd

Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“

Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Lofts­lags­þolið Ís­land

Stýrihópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að vinna tillögur fyrir gerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum, hefur skilað tillögum sínum og verða þær kynntar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 14:30.

Innlent
Fréttamynd

Fundaði með Guter­res

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti tvíhliða með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

Innlent