Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar 18. janúar 2025 12:03 Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Losun gróðurhúsalofttegunda er að aukast, styrkur koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti er áfram að aukast. Á meðan við erum enn að brenna jarðefnaeldsneyti og höfum ekki náð að koma í veg fyrir losun á CO2 úr framleiðslu á sementi, málmum og fleiru verðum við að bregðast við. Carbfix var stofnað til að finna raunhæfa og varanlega leið til að binda CO2. Það krafðist tæplega tveggja áratuga rannsókna, tilrauna og þróunar tækni sem sannanlega virkar. Það hefur reynst afar skilvirkt: í stuttu máli er CO₂ leyst upp í vatni og dælt niður í basalt, þar sem það breytist í stein á innan við tveimur árum. Þetta er frábrugðið öðrum tæknilausnum sem önnur fyrirtæki beita sem krefjast langtímageymslu á CO2 í gömlum olíu- og gaslindum. Ferli Carbfix er byggt á náttúrulegum lausnum þar sem CO2 verður varanlega hluti af berggrunninum. Það er grundvallarmunurinn á tækni Carbfix og annarra lausna sem dæla niður CO2 án þess að það breytist í berg. Við hjá Carbfix höfum áréttað að okkar framlag er ekki eina lausnin við loftslagsvandanum heldur ein af mörgum sem þarf að nýta til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Carbfix setur áherslu á þá geira sem við þurfum á halda, sement, málmar og fleira, en geta ekki komið í veg fyrir losun frá framleiðslunni burtséð frá orkunni sem knýr framleiðsluna. Orkuskiptin eru algerlega nauðsynleg og Carbfix er hvorki hindrun né töf orkuskipta. Carbfix er nauðsynleg lausn á meðan verið er að finna leiðir til að koma í veg fyrir losun yfir höfuð. Hvernig finnur vísindasamfélagið út hvaða leið á að fara til að koma í veg fyrir afleiðingar loftslagsbreytinga? Er föngun og binding þar á meðal? Í dag er það Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) sem er samsett af stórum hóp vísindafólks sem leggur grunninn að þeim lausnum sem þarf að ráðast í. Þar er komist að samkomulagi um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri og forgangsraðað aðgerðum. Þar er talað tæpitungulaust að kolefnisföngun og binding (Carbon Capture and Storage) er ein af þeim leiðum sem nauðsynlegt er að ráðast í. Það geta verið misjafnar skoðanir milli einstakra vísindamanna, eðlilega, en þegar stórar stofnanir eins og IPCC og Alþjóða orkumálastofnunin (International Energy Agency) ráðleggja bindingu á CO2 sem eina af lausnunum hefur stefnan verið mörkuð. Hinar fullkomnu lausnir Áhrif loftslagsbreytinga eru nú þegar ljós og munu aðeins aukast með áframhaldandi losun CO2 út í andrúmsloftið. Til að koma í veg fyrir frekari loftslagshamfarir þarf því að stöðva losun á milljarða tonna skala eins hratt og unnt er. Til framtíðar þurfum við breytta heimsmynd - samfélög sem eru ekki drifin áfram af ferlum sem losa CO2 á milljarða tonna skala og breyta þannig lífsskilyrðum á jörðinni. Það eru hins vegar engar fullkomnar lausnir til sem varða leiðina þangað. Og við höfum ekki tíma til að bíða þeirra heldur. Á sama tíma hefur losun koldíoxíðs á heimsvísu aldrei verið meiri, og engar vísbendingar um að hámarki hafi verið náð í þeim efnum. Of hægt gengur að bregðast við ógninni og minnka losun CO2 út í andrúmsloftið. Það væri óskandi að orkuskipti gengju hraðar, að losun drægist verulega saman og að tækni eins og Carbfix yrði þannig nær óþörf. En raunveruleikinn er annar. Um leið og verið er að hraða orkuskiptum er hægt að nýta sér tækni Carbfix til að takmarka skaðann sem stafar af núverandi losun. Ef allt gengur eftir getum við lagt okkar af mörkum, og vonandi hjálpar það okkur að ná helstu markmiðum í loftslagsmálum, á meðan við stóraukum hlut endurnýjanlegrar orku. Þangað erum við ekki komin og loftslagið hitnar. Allt sem við gerum núna til að lágmarka skaðann skiptir gríðarlegu máli. Carbfix er hluti af lausnunum og í heimi fullkominna lausna verður hún vonandi nær óþörf. En þangað til verðum við að nýta okkur hana, sækja fram í orkuskiptum og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun